Dagblaðið - 21.06.1977, Síða 12
n
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. JUNÍ 1972.
Ármanntók
bæði stigin
á Selfossi
Ármann þokaði sér nær
forustuliðum 2. deildar með sigri
á Selfossi fyrir austan fjall.
Ileldur var leikur liðanna rislítill
— samleikur í lágmarki og lítil
hugsun i leik beggja liða.
Ármenningar voru heldur
grimmari í fyrri hálfleik — og
skoruðu þá sitt eina mark — en
ódýrt var það. Jón Hermannsson
tók hornspyrnu. Sendi knöttinn
fyrir — þar fór hann framhjá
fjölda leikmanna og lullaðist inn í
hornið fjær. Ákaflega ódýrt
mark. Þrátt fyrir að Ármenningar
hafi verið meir með knöttinn
gekk þeim illa að skapa tækifæri.
Selfyssingar sóttu sig í síðari
hálfleik — byrjuðu af krafti. Þeir
léku á móti vindinum og yirtist
það koma betur út. Þeim tókst að
skapa sér nokkur tækifæri sem
ekki tókst að nýta. Upp úr
miðjum síðari hálfleik komst
ungur nýliði, Kári Jónsson, inn
fyrir vörn Ármanns. Honum var
brugðið illa innan vítateigs en
einhver lélegasti dómari sem sézt
hefur austanfjalls dæmdi ekkert
— hafði ekki kjark til að dæma
vítaspyrnu. Það var sama hvort
menn voru Selfyssingar eða
Ármenningar — allir voru sam-
mála um augljósa vítaspyrnu.
Ármann fór því með tvö stig frá
Selfossi — og hefur nú hlotið 8
stig — aðeins stigi á eftir forustu-
liðum 2. deildar. Gísli Sigurðsson
dæmdi leikinn — nánast eyði-
lagði hann með slakri dóm-
gæzlu. Það er lítill fengur að fá
slíkan dómara — til þess eins að
eyðileggja leik. Heldur dapurt
sýnishorn af dómgæzlu hans var
þegar Selfyssingur braut greini-
lega á Ármenningi — þá var
dæmt á Ármann. Selfoss spilaði
úr aukaspyrnunni — þá var illa
brotið á Selfyssingnum — og þá
var dæmt á Selfoss. Hreint voða-
legt.
Selfyssingar ætla að senda um-
sögn um dómgæzlu Gísla til
dómarasambandsins — og það að
dómarinn skyldi vera með
Ármenningum í búningsklefa
fyrir og eftir leikinn og einnig í
leikhléi hefur aldrei gerzt hér á
Selfossi. Nei, Gisli dæmdi með
endemum hér á Selfossi.
BG
Staðaní
2. deild
Staðan í 2. deild íslandsmótsins
eftir sigur Ármanns 1-0: á Selfossi,
Ilaukar 6 3 3 0 8-3 9
KÁ 6 4 1 1 9-5 9
Þróttur, R. 6 4 1 1 10-6 9
Ármann 6 4 0 2 11-4 8
Reynir, S. . 6 3 1 2 9-8 7
Völsungur 6 2 1 3 6-8 5
Isafjörður 6 2 1 3 6-9 5
Selfos's 6 2 0 4 5-7 4
Þróttur, N. . 6 0 3 3 4-9 3
Reynir, Ar, 6 0 1 5 3-12 1
íþróttir
HALLUR
SlMONARSON
'Það gaf góðan byr á 17. júni. Hér eru þeir Finnur Torfi Stefánsson og Gísli Arni Eggertsson fyrir þöndum
seglum en þeir höfnuðu í öðru sæti á Fireball. Mynd: Karl Jeppesen.
Góðan byr gaf í
segl á 17. júní
— Keppt íþremur flokkum.
Skozkur landsliðsþjálfari leiðbeinir siglingamönnum
Gæfan brosti sannarlega við
siglingamönnum er þeir héldu
siglingakeppni á kænum í Skerja-
firði á 17. júní, þjóðhátíðar-
daginn. Þá var keppt i þremur
flokkum og var keppnin for-
gjafarkeppni.
Sigurvegarar i 1. flokki urðu
þeir Jón Ölafsson og Sigurður
Hjálmarsson en i 1. flokki tóku
þátt seglbátar af Fireball, Flipper
og Bullet gerðum. I öðru sæli í 1.
flokki urðu þeir Finnur Torfi
Stefánsson og Gísli Árni Eggerts-
son á Fireball — eða eldhnetti
eins og tegundin hefur iðulega
verið kölluð á íslenzku.
í 2. flokki var keppt á bátum af
Wa.vfarar, GB 14 og Enterprise
gerðum. Þar urðu sigurvegarar
Jóhann Gunnarsson og Anna
Hrönn Jóhannsdóttir.
í þriðja flokki var keppt á
bátum af Mirror og Optimist
gerðum og urðu sigurvegarar
Kristján Oddsson og Gréta Björg-
vinsdóttir.
Undanfarið hefur dvalizt hér á
landi skozki landsliðsþjálfarinn i
siglingum — Alister Mitchell.
Hann hefur verið hér á vegum
Siglingasambands tslands við
þjálfun siglingamanna. Mitchell
stjórnaði keppninni 17. júní —
en alls tóku 35 bátar þátt í
keppninni.
Ragni
ÍPÍI
— Hörðogjö
Pierre Robert-keppninni lauk a
Nesvellinum á sunnudagskvöld.
Hörkukeppni var í flestum flokk-
um og þurfti að leika bráðabana
um hin ýmsu sæti. Endanleg
úrslit í mótinu urðu sem hér
segir:
Meistaraflokkur: karla:
1. Ragnar Ólafsson, GR,
2. Loftur Ólafsson, NK,
3. Jón Haukur
NK,
141
143.
Guðlaugsson,
144.
145.
4. Sigurður Pétursson, GR,
1. flokkur karla:
1. Tómas Árnason. GR, 38-37=75.
2. Pétur Antonsson, NK,37-39 = 76.
3. -4. Björn Víkingur Skúlason,
Pressa
í Argc
„Hvernig getum við staðið upp-
réttir þegar knattspyrnumenn
eins og Daniel Bertoni, sem sló
Trevor Cherry og Vincente
Pernia, sem hrækti á og sló Willie
Johnstone, smána nafn Argent-
ínu fyrir úmheiminum og þar
með setja spurningamerki um
hvort við séum færir um að halda
næstu heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu" eru spurningar sem
argentínsku blöðin spyrja nú
eftir landsleikina gegn Englend-
ingum og Skotum.
Mikil reiði rikir í Argentínu
vegna framkomu þessara tveggja
leikmanna og setja Argentínu-
menn alla sök á sína menn. Það er
Argentínumönnum mikið
áhyggjuefni að dómurum í þess-
um tveimur leikjum mistókst
hrapalega aö dæma vel — og eins
hin slæma framkoma argentinsku
leikmannanna. Blöðin segja að
dómararnir í þessum tveimur
leikjum hafi ekki gert Argentínu-
mönnum neinn greiða að reka þá
Trevor Cherry og Willie John-
stone af velli. Þeir hafi alls ekki
átt það skilið — og þetta setji
Vcrðlaunahafarnir í GR, sem ma'ttir voru á fimmtudagskvöld, ásamt Sigurði Ag. Jenssyni, (lengst til
vinstri), sem afhenti verðlaunin. (I)B-mynd Jim).
GOLFFRÉ
GRAFARI
Fimmtudaginn 16. þessa
mánaðar fór fram i Grafarholti
síðasta „fimmtudagsmót" Golf-
klúbbs Reykjavikur. Þá um
kvöldið voru afhent verðlaun
fyrir öll fimmtudagsmótin
fjögur, svo og ýmis önnur mót og
fara úrslitin hér á eftir:
Þjóðhátíðarmót,
(fimmtudagsmót):
1. Markús Jóhannsson, 81-14 = 67.
2. Gunnar Ólafsson, 80-13 = 67.
3. Einar Þórisson, 76-7 = 69.
Bezta skor: Óskar Sæmundsson
74.
Hvítasunnuhikarinn:
Undirbún:
Halldór Kristjánsson 81-15 = 66.
Guðmundur Vigfússon 86-20 = 66
Urslit:
Svan Friðgeirsson vann Eirík Þ.
Jðnsson 5-3.
Bezta skor: Ragnar Ölafsson 72.
Jason Clark:
Lárus Arnórsson 81-15 = 66.
Johann Sveinsson 89-21=68.
Oli Laxdal 79 9=68
68.
Bezta skor: Óskar Sæmundsson
75.
Arneson-skjöldurinn:
F.inar B. Indriðason
Hilmar Þórðarson
Ragnar Ólafsson
Bezta skor: Ragnar Ólafsson 75.
Bezta skor kvenna: Jóhanna
Ingólfsdóttir 88.
81-14 = 67.
81-9 = 72
75-3 = 72