Dagblaðið - 22.06.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 22. JÚNl 1977.
7
Ósamræmi
Idi Amins
i fréttum um
Enn hefur ekkert spurzt til Idi
Arnins, hvar hann sé niður-
kominn, hvernig heilsan sé eða
yfirleitt hvort ltann sé á lífi.
Fréttastofan í Kenya fullyrðir að
hann hafi hlotið skotsár síðasta
laugardag er ráðizt var á hann
skammt frá Entebbe flugvelli í
nágrenni Kampala. Heimildum
fréttastofunnar í Uganda ber ekki
santan um hvort hann liggi nú á
sjúkrahúsi í Uganda eða í
Líbýsku Jamahiriyah.
David Owen utanríkisráðherra
Breta sagði í Luxembourg að eftir
því sem hann bezt vissi væri
Amin á lífi og við beztu heilsu.
Ugandaútvarpið hefur skýrt frá
því að sama dag og morðtilræðið
átti að hafa verið framið hafi for-
setinn hitt að máli nefnd þá sem
hann sendi til Angola á fund sam-
taka Afríkuríkja.
Embættismenn þeir sem rætt
var við í Kampala, höfuðborg
Uganda, virtust einhuga um að
upplýsa ekkert um heilsu leiðtoga
síns né dvalarstað. Einn þeirra,
starfsmaður á Entebbe flugvelli,
kvað Amin ekki hafa sézt siðan á
föstudag. „Hans er nú leitað um
allt land en hann.finnst bara
ekki,“ sagði hann.
Haft er eftir diplómatískum
heimildum í Egyptalandi að Amin
sé á lífi og hafi átt fund með
fjármálaráðherra sínum á mánu-
daginn. Moses Ali, háttsettur
maður í her Amins, sem nú er í
opinberri heimsókn í Egypta-
landi, vildi þó hvorki staðfesta né
neita fregnum um líðan Amins.
Þá þykir nú orðið alllangt síðan
Mustafa Idrisi, varaforseti
líðan
landsins, hefur sézt, eða síðan um
helgi.
Fréttastofan í Kenya sagði jafn-
framt í nótt að nú færu fram
blóðugar hreinsanir í Uganda og
hundruð landsmanna flýðu nú til
Kenya til að halda lífi.
Ravensburg, Vestur-Þýzkalandi:
Skaut mann sinn, þrjú börn
og loks sjálfa sig
—engin ástæða f innst
fyrirverknaftinum
Þrjátíu og eins árs gömul
kona í Ravensburg í Vestur-
Þýzkalandi myrti eiginmann
sinn og þrjú börn á fimm daga
tímabili í síðustu viku. Hún
skráði morðin samvizkusam-
lega í dagbók sína áður en hún
skaut sjálfa sig til bana.
Lögreglan uppgötvaði
þennan hörmulega atburð í
gærmorgun, er nágrannar fjöl-
skyldunnar tóku að undrast að
börnin færu ekki með skóla-
bílnum né væri neitt lífsmark á
heimilinu. Dagbók konunnar,
sem lögreglan nefnir aðeins
Elisabeth St., gaf lögreglu-
mönnum ljóslega til kynna
hvað gerzt hafði.
Samkvæmt frásögn Elisa-
bethar skaut hún Horst mann
sinn, atvinnulausan vörubíl-
stjóra, á miðvikudagsmorgun í
síðustu viku. Síðar sama dag
féllu tvö börn hennar, Antje
fjögurra ára og Horst ellefu
ára. Þriðja barninu, hinum niu
ára gamla Nobert virtist
ókunnugt um hvað hefði gerzt.
Hann fór ásamt móður sinni í
heimsókn um helgina. Þar var
sú skýring gefin á fjarveru
hinna, að þau væru farin annað
í sumarleyfi.
Elisabeth skaut Nobert á
mánudagsnóttina. Þegar
lögreglan réðst til inngöngu í
hús fjölskyldunnar fann hún
Nobert liggjandi í rúmi sínu og
móður hans látna í öðru rúmi í
sama herbergi.
Engin skýring hefur fengizt
á þessum hryllilega verknaði
Elisabethar St., eins ogi
lögreglan kallar hana. Hún
notaði lítinn riffil sem hún átti
sjálf.
Nýkomið frá BERKEMANN allargerðir
með hinu þekkta holla Berkemann fótlagi
úr mjög léttu póleruðu tré
362 Kopenhagen
Litir: Hvítt og rouðbrúnt
375 Austrio
Litur: Rautt
107 Noppen-Sandale
Litur: Hvítt.
108 Noppen-Sandale
Litur: Hvítt
EINNIG NYKOMNIR
mm Karlmannaskór (m.a. yfirstæröir allt í nr. 50) bamaskór,
spariskór kvenna,
fótlagaskór unglinga
M OT o.fl.o.fl.
Nr. 37 -40
Kr. 4.185.- Póstsendum samdægurs
Domus Medica
Egilsgötu 3. Sími 18519
110 Hamburg
Litir: Hvítt, rautt blótt
402 Riemen-Toeffler Nr. 35 -48 Litur: Brúnt og hvítt fró kr. 5.735.- 376 Columbia Nr. 36 —39 Litur: Rautt Kr. 6.845.- 359 limu Nr. 36 —40 Kr. 5.520.-
350 Paris. Nr. 36 -39 litur: Ruutt. Kr. 4.780.- 390 Florenz Nr. 36 —40 Litur: Natur og rautt Kr. 5.580.- msmm wm&sffiKHHmæ/maaumammutaaÉumaumauHuíaiuuBM 100 Original-Sandale Allar stœrðir. Litur: Brúnt. Frá kr. 2.525.-