Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 9
DACBI.AÐH) KÓSTUDACUK 24. .)UNÍ 1977.
Flatey á Breidafirdi:
Ferðamenn vaða
inn í öll Kús og eru
mjög forvitnir
— Rætt við Hafstein Guðmundsson
þorpið sjálft sé að mestu komið
i eyði. í vetur bjugftu þar tveir
bændur, en annar mun vera að
flytja bú sitt til Skáleyja. Haf-
steinn Guðmundsson hefur
búið í Flatey í 12 ár og er
aðalbústofninn sauðfé. Að sögn
Hafsteins eru helztu hlunnindi
selur og æðarvarp, annars er
varpið einna minnst í Flatey af
þeim e.vjum, sem búið hefur
verið í á Breiðafirði.
„Það er óhætt að sega að lífs-
afkoma sé sæmileg hér i Flatey,
þótt tilkostnaður sé náttúrlega
mikill. Að vetrinum er nóg
starf í kringum búskapinn auk
undirbúnings undir vorið þar
sem hugað er að netum og þess
háttar.
Annars ættum við að hafa
það þannig að við ættum frí
yfir veturinn. Við bændur vinn-
um alla daga jafnan 16 tíma á
sólarhring. Venjulegur
iðnaðarmaður er með 140 daga í
frí á • ári, þar sem ekki er
unnið laugardaga og sunnu-
daga. Það væri því ekkert
bónda íFlatey
linn er búið í Flatey á
Breiðafirði góðu búi, þótt
Hafsteinn Guðmundsson bóndi
í Flatev.
Þorpið í Flate.v hefur mikil áhrif á ferðamenn og það er sem menn færist áratugi aftur í timann að
heimsækja það.
Enn má þó sjá merki um líf og starf, t.d. bát í vör. DB-myndir Hörður Vilhjálmsson.
meira þótt við fengjum frí i
fimm mánuði að vetrinum."
Eyjan er mjög vinsæl af
ferðamönnum og nú er verið að
byggja tvo sumarbústaði í
eyjunni. Annan á starfsmanna-
félag Stjórnarráðsins. Þessi hús
eiga að falla inn í umhverfið,
enda byggð í gömlum stíl með
háu risi og litium gluggum."
Hafsteinn sagði að sum húsin I
þorpinu væri friðuð, en ekki
þorpið í heild. „Mörg húsanna
hafa ekki neina sérstöðu í
sjálfu sér, nema þau eru orðin
gömul. Á þeim er enginn sér-
stakur stíll og þau eiga sér enga
sérstaka sögu eða mjög litla.
Hér er mikill fjöldi ferða-
manna á sumrin og þeir vaða
inn í öll hús og eru forvitnir.
Það er þó mikill munur á
Islendingum og útlendingum
hvað þetta snertir. Útlending-
arnir eru mun kurteisari. Þeir
eru að vísu forvitnir líka, en
framkoma þeirra er allt önnur
og betri,“ sagði Hafsteinn
þóndi í Flatey að lokum.
-JH.
Giænland
Ferð til Grænlands - þó stutt sé - er engu Jík. í
Grænlandi er stórkostleg náttúrufegurð og sér-
kennilegt mannlíf, þar er að finna hvor tveggja í
senn nútíma þjóðfélag eins og við þekkjum það -
og samfélagshætti löngu liðins tíma.
Færeyjar
Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri er hin
mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum
möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um
eyjamar, og síóast en ekki síst hið vingjamlega
viðmót fólksins.
Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis - þá
er það í Færeyjum.
Stórskemmtilegar ferðir
sérstaklega fyrir fjölskyldur - starfshópa
og félagasamtök.
Spyrjið sölufólk okkar, umboðsmenn eða
ferðaskrifstofumar um nánari upplýsingar.
FLUCFÉLAC
/SLAJVDS
LOFTLEIDIR
V
\
i BS I
,rferóir 1 sinm '
Áætlunarferðir 4 sinnum i viku
■ ■