Dagblaðið - 24.06.1977, Síða 10

Dagblaðið - 24.06.1977, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JUNI 1977. BIAÐIÐ i DagbiaAiA hf. Framkvamdaitjórí: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. FreCtastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. AAstoAarfréttastjórí: Atli Steinarsson. Safn: Jón Ssavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefénsdóttir, Gissur SigurAsson. Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HörAur Vilhjálmsson, Sveinn ÞormóAsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M., lladdóisson. Ritstjom SíAumula 12. AfgreiAsla Þvorholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAaisimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakiA. Sotnang og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Myndaog plötugerA: Hilmir hf. SiAumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Vel og varanlega AÖ þessu sinni var betur staðið að kjarasamningum en gert hefur verið um langan aldur. Gallar vinnubragöanna voru færri og smærri en áður. Þetta á að gefa góðar vonir um, að nýtt tímabil sé að hefjast í atvinnusögu þjóðar- innar, tímabil vinnufriðar. Strax í upphafi viðræðnanna varð ljóst, að minna yrði en áður deilt um, hvað væru stað- reyndir og hvað ekki. Deiluaðilar töluðu nokk- urn veginn sama tungumál, þegar kom að tölum og útreikningum. Slíkt hlýtur auðvitað að greiða fyrir samkomulagi um niðurstöðu. Skýringin á þessum samhljóm er sú, að heildarsambönd deiluaðila hafa komið sér upp starfsliði með hagfræóilega þekkingu og sem treyst er af þeim, er standa í eldlínunni. Þessi vísindalega þekking á vafalaust eftir að aukast í báðum herbúðum. Fljótlega kom í ljós, að framfarir voru á fleiri sviðum. Sáttasemjari og sáttanefnd hans höfðu óvenjumikið frumkvæði í viðræðunum, án þess að það skaðaði traust deiluaðila á réttsýni og hlutleysi þessara manna. Veigamesta frumkvæði sáttamanna fólst í hugmynd þeirri um viðræðugrundvöll, sem þeir lögðu fram tiltölulega snemma, áóur en komið var til verkfalla. Þessi hugmynd varð að undirstöðu samninganna á Vestfjörðum, sem síóan urðu grunnur heildarsamninganna. Eðlilegt er að gera ráð fyrjr, að starf sátta- semjara og sáttanefnda verði eflt í náinni fram- tíð og komið á stöðugri grundvöll. Þessi þróun mun veröa til góðs eins og hin aukna fræði- þekking í herbúðum deiluaðila. Sem enn eitt framfarasporió má benda á þá ákvörðun samtaka launþega að efna ekki beint til allsherjarverkfalls, heldur stíga aðeins eitt skref í senn. Fyrst var byrjað á yfirvinnubanni. Síðan var efnt til eins dags verkfalla í einstök- um atvinnuvegum í einu. Næst átti að vera eins dags allsherjarverkfall, áóur en skæðari verk- föll hæfust, en þá voru samningar undirritaðir. í þessu felst, að þrýstingurinn er aukinn stig af stigi. Viðmælandinn er ekki settur skyndi- lega upp við vegg. Ráórúm er gefið til að ræða málin ofan í kjölinn og dregið verulega úr hættu á, aó upp úr samningum slitni. Verkfalla- tjón atvinnurekstrar, launamanna og þjóð- félagsins verður mun minna en ella. Svo virðist sem forustumenn launamanna telji þessa aðferð hafa gefizt vel. Þess vegna eru líkur á, að í náinni framtíð verði verkföll- um beitt af meiri varfærni en áður og færri vinnudagar tapist. Loks má benda á, að í þetta sinn tókst að halda niðurstöðum samninganna innan þess ramma, sem heildarsamtök deiluaðila höfðu markað. Láglaunastefnan marði sigur í því formi, sem sáttamenn höfðu lagt til. Síðast tókst ýmsum forréttindastéttum að sprengja rammann og ná betri kostum en lág- launafólkið. í þetta sinn tókst það ekki. Heildarsamtökin voru við stjórnvölinn til leiðarenda. Það á að gefa góðar vonir um, aö í náinni framtíó verði unnt að halda kjara- viðræóum í traustum farvegi. Þjóðin getur gengið til sumars með þá vitneskju í veganesti, að vel og varanlega hafi tekizt til í þetta sinn. Arabahverfín iLondon — þeir fá ekki f rið fyrir innbrotsþjófum Eftir að olíuauðurinn tók að streyma til Arabalandanna hafa þeir lagt land undir fót og sótt mikið til stórborga í Evrópu. Arabar eru nú fjöl- mennir í London og margir hverjir hafa keypt sér þar fast- eignir og búa í úthverfum Lon- don hluta úr árinu. Þeir hafa með sér alls konar verðmæta hluti og eyða miklu fé í Bret- laudi í all« Wnnar antikvörur. A hverjum einasta laugardegi má sjá stóra hópa Araba ganga um Kings Road og líta á útstill- ingar í antíkbúðum. Þessir menn eru ekki allir í verzlunar- hugleiðingum, heldur eru þeir að leita að eignum sínum serri hefur verið stolið frá þeim af innbrotsþjófum. Lögreglan hefur ráðlagt þessum mönnum þessa leið vegna þess hve erfitt er að koma upp um þessa inn- brotsþjófa. Það er því einhver von fyrir Arabana að fara í antíkbúðir og skartgripaverzl- anir og athuga hvort þeir finni ekki eigur sinar aftur. Flugríkir Arabar Það er engin furða þó inn- brotsþjófar Lundúna hafa valið ibúðir Araba til að brjótast inn í og stela. Þar er mest gróðavon- in og Arabar sem búa í úthverf- um Lundúna eru flugríkir og vita vart aura sinna tal. Þjófaflokkar fara um t.d. í Kensington þar sem margir Arabar búa og það er vart nokkur íbúð sem sleppur. A tveim dögum var t.d. brotizt inn í 60 íbúðir sem Arabar bjuggu í. Ef tekinn er tveggja mánaða tími hafa verið framin um 500 innbrot í Kensington. Fjöldi Araba hefur tapað stórfé á þessu, í reiðufé, ferðatékkum eða skartgripum. í einu inn- brotinu komst þjófurinn yfir eina milljón og tvö hundruð þúsund krónur íslenzkar í reiðufé, fyrir utan önnur verð- mæti. Skartgripirnir liggja ó glómbekk Það er alveg furðulegt hve Arabarnir eru óvarkárir í sam- bandi við verðmæti sín. Eigin- konur þeirra koma með mjög verðmæta skartgripi sem þær láta svo liggja á glámbekk og hirða ekkert um að koma þeim í MÁ VINNA SÚRÁL ÚR BÁXÍTIHÉRLENDIS? 1. Á upphafi sjötta áratugarins var athugað hvort hagkvæmt væri að vinna hér- lendis álsýring, öðru nafni súrál, úr innfluttu báxíti, öðru nafni álurð. Tók dr. Baldur Líndal árið 1952 saman skýrslu um þá athugun, The Pro- duction af Alumina with the Aid of Natural Heat, sem Jarðboranir ríkisins gáfu út. Um niöurstöður athugunar- innar sagði dr. Baldur Líndal tíu árum síðar, 1962, á ráðstefnu íslenskra verk- fræðinga: ..Þessi athugun leiddi að vísu i ljós, að skilyrðin voru ekki fráleit. en að afköst slíkrar verksmiðju þyrftu að vera mikil og raunar meiri en svo, að þörf væri fyrir slíkt magn alúminium-oxíðs hér, fyrr en alúminíumframleiðsla hefði náð verulegri fótfestu." 2. Við svo búið stóð, þar til verkfræðingur frá United' Nations Industrial Develop- ment Organization, dr. György Sigmond, gerði árið 1974 for- könnun á skilyrðum til vinnslu álsýrings hér á landi. í niður- stöðum álitsgerðar hans segir: „Athuganir hafa ekki áður verið gerðar á aðstöðu til vinnslu álsýrings á tslandi. I skýrslu, sem Olle Rimer tók saman að tilhlutan Unido. Vín, Austurríki, mun í fyrsta sinn (svo) hafa verið vakið máls á, að „hagstæð skilyrði hérlendis til að vinna álsýring úr báxíti muni vega upp og meira til, hærri aðflutningskostnað báxíts en álsýrings'* og „ódyr jarðhiti, ódýr raforka frávatns- fallsvirkjunum og ef til vill síðar meir vítissódi, fram- leiddur innanlands munu lækka verulega fjárfestingar- og framleiðslukostnað vegna vinnslu álsýrings úr báxíti." — Tilgangur þessarar forathugun- ar er áð áætla til bráðabirgða kostnað af því að framleiða Að lifa á burtflogn- um hænsnum með teiknuðum kartöflum í loftsósu Hugarleikfimi — fyrsta œfing: Þ^ð virðist vera orðið tima- bært að velta því fyrir sér hvernig þjóðfélagið muni taka því ef það tvennt gerist. sem allir þykjast sjá fyrir en enginn þorir að hugsa um, þ.e.a.s. þorskurinn hverfi af miðunum og olían margfaldist í verði. Carter, forseti Banda- ríkjanna, hefur nýlega sett fram áætlun sem miðar að því að draga mjög úr aukningu á olíunotkun Bandarikjamanna. Astæðan til þess að Carter gerir þetta er sú, að sainkvæmt áætlunum færustu sérfræðinga hans eru líkur til verulegs skorts á olíu þegar árið 1984. Löngu f.vrir þann tíma telja sér- fræðingarnir þó að olían muni hækka mjög verulega í verði. Þá er ein gild röksemd til viðbótar fyrir olíusparnaði, að dómi Carters. sú að OPEC- löndin geti ekki tekið við meiri olíugróða en þau taka við nú ððruvísi en að efnahagskerfi þeirra bíði verulegt tjón af. Áætla Bandaríkjamenn þvi að Arabaríkin verði ekki fáanleg til þess að auka olíufram- leiðsluna til neinna muna fram vfir það sem þegar er áætlað. en það nægir ekki til þess að sjá fyrir þörfum heimsins eftir nokkur ár. Ástand þorskstofnsins hefur verið rætt svo mikið undanfarið eitt og hálft ár að það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að þar er veruleg hætta á ferðum. Heildarstofninn í hafinu er ekki stærri en tveggja ára veiði og með því að halda áfram sömu sókn og verið hefur, verðum við búin að veiða upp allan stofninn fyrir 1980. Hugarleikfimi — œfing fyrir lengra komna. Þrátt fyrir það hversu alvar- legar hættur eru, sem yfir okkur vofa, hefur enginn viljað reyna að segja f.vrir um hvernig þjóðfélagið kunni að bregðast við ef þær verða að raunveru-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.