Dagblaðið - 24.06.1977, Blaðsíða 24
Útflutningur Búvörudeildar SÍS á lambakjöti:
RÍKIÐ BORGAR 2 MILLJÖN-
IR Á DAG MEÐ KJÖTINU
Norðmönnum „gefnar” 430 millj. með kjötinu og öðrum þjóðum 330 miilj.
Búvörudeild SlS flytur á
þessu ári út samtals 4600 tonn
af lambakjöti. Fara 2900 tonn
til Noregs en 1700 tonn til Sví-
þjóðar, Færeyja og til annarra
landa.
Nú sem fyrr greiðir ríkissjóð-
ur þann mismun sem er á sölu-
verðinu til hinna ýmsu þjóða og
því verði sem bændum er
reiknað þá er þeir leggja lömb
sín inn til slátrunar að hausti
til.
Verðið sem fæst fyrir lamba-
kjötið er langhæst í Noregi en
þar fást 384 kr. fyrir hvert kíló.
I öðrum löndum fæst mun
lægra verð fyrir hvert kíló af
lambakjötinu og fer það allt
niður í 295 krónur fyrir kílóið,
samkvæmt upplýsingum
Búvörudeildar SlS.
Bændur fengu i haust sem
leið 532 kr. fyrir hvert kiló af 1.
flokks kjöti en 470 krónur fyrir
kjöt sem fór í annan flokk.
Ber þarna mikið á milli sölu-
verðs til útlanda og þess verðs
sem kalla má kostnaðarverð
kjöts. Sé reiknað með að allt
kjöt sem til Noregs fer sé 1.
flokks kjöt nemur „meðgjöfin"
með kjötinu þangað rétt um 430
milljónum króna.
Sé sömuleiðis reiknað með að
allt kjöt sem til annarra landa
fer en Noregs sé 1. flokks kjöt,
en reiknað með meðalverði
milli norska verðsins og hins
lægstá er fæst, eða m.ö.o. 340
krónum á kíló, nemur „með-
gjöfin" með kjöti sem selt er til
Svíþjóðar, Færeyja og annarra
landa en Noregs um 330
milljónum. Mikill meiri hluti
kjötsins sem út er flutt er 1.
flokks kjöt.
Alls greiðir því ríkissjóður
með útflutningi Búvörudeildar
SlS á lambakjöti frá hausti
1976 til hausts 1977 um 760
milljónir króna, — eða rúmar
tvær milljónir á dag hvern
einasta dag ársins.
—A.St./BH
fagmannlega
aðverki
Þegar verið var að huga að
bandarísku sjóvélinni, sem kom
hingað til lands á þann sögulega
hátt að finnsk flugkona nauðlenti '
henni í sjónum alllangt frá landi
og hafrannsóknaskip veiddi hana
svo upp úr sjónum og flutti til
Reykjavíkur, kom í ljós, að þjófar
höfðu látið greipar sópa um
vélina.
Er hún geymd í skýli 3 á flug-
vellinum ásamt mörgum öðrum
vélum, en ekki er vitað til að
neinu hafi verið stolið úr öðrum
vélum. Var mælum og siglinga-
tækjum stolið og mun þar ekki
hafa verið staðið fagmannlega að
verki. Lauslega áætlað munu
þessi tæki kosta yfir eina og hálfa
milljón ný.
Ekki liggja flugvirkjar eða
flugmenn undir grun bæði vegna
handbragðs og þar sem mælarnir
bera allir framleiðslunúmer svo
þeir fyndust innan árs, væri reynt
að nota þá í aðrar flugvélar hér.
Sjóvélin er nú í eigu finnsks
tryggingafélags. Tómar augntóftir mælaborðsins göptu við ljósmyndaranum er myndað var inni i vélinni i morgun. Litla
-G.S. myndin er af vélinni sem búið er að lagfæra eftir volkið í sjónum. DB-mynd: Ragnar Th.
TÆKJUM FYRIR 1,5
MILLJ. RÆNT ÚR
FINNSKRIFLUGVÉL Á
REYKJAVÍKURVELLI
— ekkistaöid
Vængir taka upp
fast áætlunar-
flug til Mývatns
— Einnig er flogið til Grímseyjar og
miðnætursölin skoðuð
Flugfélagið Vængir hefur
tekið upp fast áætlunarflug til
Mývatns. Flogið er daglega og
er brottför frá Reykjavíkur-
flugvelli kl. 19, en frá Mývatni
er farið kl. 21. Fastar flugsam-
göngur hafa ekki verið áður
milli Reykjavíkur og Mývatns.
Að öðru jöfnu verða notaðar
Twin Otter skrúfuþotur á flug-
leiðinni, en þær taka 19 far-
þega.
Einnig munu Vængir i
sumar.meðan sól er hæst á lofti,
fljúga miðnætursólarflug.
Flogið er frá Reykjavík kl. 20
og flogið norður fyrir land.
Viðdvöl er í Grímsey þar sem
menn geta farið í skoðunarferð
og horft á miðnætursólina. Svo
er drukkið kaffi í félagsheim-
ilinu og að því búnu afhent
skírteini sem staðfestir að við-
komandi hefur stigið norður
fyrir heimskautsbaug. Síðan er
flogið til Reykjavíkur og
veitingar bornar fram i vélinni
á heimleiðinni.
-JH.
Slys á Hafnarfjarðarvegi
Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarveginum í gær, skammt sunnan
við Kópavogsbrúna. Þar ók fólksbifreið aftan á pilt sem var á hjóli.
Kastaðist pilturinn upp á vélarhús bílsins og i götuna. Var allljótt um
að litast á slysstað en pilturinn hlaut skurði við höggin. En er á
slysadeild kom reyndust meiðsli hans ekki alvarleg og minni en við
mátti búast. Pilturinn var óbrotinn en mikið skorinn.
DB-mynd Sveinn.
fijálst, óháð dagblaá
FÖSTUDAGUR 24 JTTNl 1977.
Upplagseftirlit
dagblaðanna:
AÐEINS TVÖ
BLÖÐ HAFA
UNDIRRIT-
AÐ SAMN-
INGANA
—væntanlega
gengiðúr
skugga um
hinínæstu
viku
Fyrir röskum fimm vikum
undirrituðu fulltrúar Dag-
blaðsins og Morgunblaðsins
samning við Verzlunarráð
tslands þess efnis að ráðið
kannaði raunverulegar upp-
lagstölur blaðanna og dreif-
ingu með því að kanna sölu-
tölur.
Vonir stóðu til að öll blöð
tækju þátt 1 þessu en fram-
kvæmdastjóri Þjóðviljans
hefur sagt í viðtali við DB að
Þjóðviljinn verði ekki aðili
að þessu.
Fulltrúar hinna blaðanna
þriggja, Vísis, Alþýðublaðs-
ins og Tímans, hafa ekki enn
undirritað en fulltrúar
tveggja fyrrnefndra lýstu
yfir áhuga sínum á því fyrir
röskum hálfum mánuði.
Þorvarður Elíasson, for-
maður Verzlunarráðsins,
sagði i gær að hann hafi
frestað þessu máli fyrir sitt
leyti framyfir samningana,
vegna þátttöku sinnar í
þeim, en í næstu viku
hygðist hann reyna að fá
fram skýrar línur um hver
ætlaði að vera með og hver
ekki. Skýringin á þessari
framkvæmd Verzlunarráðs
er m.a. að skjólstæðingar
þess telja feng í að vita
dreifingu blaðanna og sjá
þannig mismunandi auglýs-
ingagildi eftir blöðum.
G.S.
Brendan á
skammt
íNý-
fundnaland
Nú styttist óðum í
Ameríkusiglingu Brendans
og skv. upplýsingum flug-
umsjónar Loftleiða, en vélar
félagsins heyra af og til
skeyti frá honum, var hann
staddur um 200 sjómílur eða
370 km norðaustur af
Nýfundnalandi þann 21. sl.
Var þá allt í stakasta lagi.
Sfðan hafa eKki heyrzt
skeyti, en það þarf ekki að
vera óeðlilegt. Miðað við
þessa staðsetningu á
Brendan enn eitthvað ófarið
til Nýfundnalands jafnvel
þótt hann hefði hreppt hinn
hagstæðasta byr sfðan.
-G.S.