Dagblaðið - 02.07.1977, Page 5

Dagblaðið - 02.07.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. JULÍ 1977. 5 Ráðuneytið ógildir nýjar verndunaraðgerðir Hafrannsóknastofnunar telur ráðu- neytið eitt eiga að hafa lokaorðið „Það eru því fyrirmæli ráðu- neytisins að framangreindar viðmiðunarreglur komi ekki til framkvæmda og að fyrri við- miðunarreglur skuli vera óbreyttar nema ráðuneytið ákveði annað,“ segir í niðurlagi tilkynningar frá sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær. Tilefnið er að fyrr í vikunni tilkynnti Hafrannsóknastofn- unin að 1. júli skyldu taka gildi reglur sem kvæðu á um að ef hlutfall þorsks undir 64 cm yrði meira en 43% í afla skuli gripið til skyndilokunar. Fyrri viðmiðun var 58 cm og 40%. Gerði stofnunin þetta til að vernda þriggja ára þorsk sem vonir eru bundnar við að geti orðið sterkur stofn, svo og til að takmarka sem mest sókn í 4 ára þorsk. Var starfsmanni ráðuneytisins tilkynnt þetta símleiðis en virðist hafa láðst að láta ráðherra vita.Brást hann illur við er hann heyrði um ákvörðunina fyrst í útvarpi. I fyrrnefndri tilkynningu ráðuneytisins frá í gær segir einnig: „Ráðuneytið telur að slíkar ákvarðanir Haf- rannsóknastofnunarinnar eigi að berast ráðuneytinu í tillögu- formi ásamt rökstuðningi. Síðan myndi ráðuneytið eiga viðræður og hafa samráð við heildarsamtök sjómanna og út- vegsmanna, auk Fiskifélags íslands, og að þvi loknu gefa út reglugerð ef ráðlegt er talið að gera slíkar breytingar.“ -G.S. Stuðkvöld — f jöl- breyttar skemmtanir um allt land — með bingói, töfrabrögðum, eftirhermum og fleiru Nektardans, eftirhermur, bingó, töfrabrögð og fleira verður á dagskránni á svokölluðum „stuðkvöldum" sem skjóta upp kollinum víða um land í sumar. Auk þess verður að sjálfsögðu dansað á eftir af feikilegu fjöri, að sögn Alfreðs Alfreðssonar, mannsins sem stendur á bak við þessar skemmtanir. „Við erum búnir að ráða okkur út um allt land á föstudags- og laugardagskvöldum fram í september,“ sagði Alfreð. „Það er hljómsveit Stefáns P. sem sér um danstónlistina, Guðmundur Guð- mundsson hermir eftir og mælir nokkur orð með búknum, Baldur Brjánsson töfrar og galdrar og Villta fílabeinið — öðru nafni Ivory Wild — dansar.“ A bingóunum er spilað um utanlandsferðir með Samvinnu- ferðum. — Stuðkvöldin hófust í síðustu viku. 1 gærkvöld hafði hópurinn viðdvöl í Árnesi en í kvöld verður troðið upp á Kirkjubæjarklaustri. -ÁT- Þau sjá um stuðið á stuðkvöldunum: Frá vinstri eru Ivory Wild, Baldur Brjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Bernburg, Tarnús og Alfreð Alfreðsson. Fyrir framan er Stefán P. hljómsveitarstjóri. Krakkarnir, sem eru með á mynd- inni, eru óþægir Þinghyltingar. DB-mynd Árni Páll. Höfn í Homafirði: Arekstur í kappakstursbeygju á hærri og lægri um 80-90 sentímetrar I beygjunni frægu. Við áreksturinn fór annar bíllinn, Land Rover jeppi, á hliðina. Skemmdir urðu taisvert miklar á báðum bilunum en fólk siapp með skrámur. DB-mynd Vigsteinn Vernharðsson. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki í þessum árekstri skammt utan við Höfn í Horna- firði en bílarnir skemmdust talsvert. Árekstur þessi varð í vikunni i beygju einni allsér- stakri í svonefndri Stekka- keldu. Annar vegarkanturinn er allmjög siginn i gljúpan jarðveg en hærri kanturinn er allur ein iausamöl. „Ég hygg að hæðarmunur á hærri og lægri vegarhrúninni sé um það bil 80-90 senti- metrar," sagði Guðmundur Kr. Svavarsson lögreglumaður á Höfn í samtali við DB. „Þetta er því sannkölluð kappaksturs- beygja, sem við höfum þarna. Það er orð að sönnu. Horn- firzkur ökuþór tjáði Dag- blaðinu.í trúnaði að sjálfsögðu, að hann æki þessa beygju á 120 kílómetra hraða þegar hann væri viss um að enginn sæi til. Oft er búið að aka ofaníburði í beygjuna til að rétta hana af en ekkert dugar. Mölin sekkur niður í undirlagið aftur. Bæjar- búar kannast orðið við aksturs- skilyrðin og gæta sín í tíma. Er þessi árekstur varð voru báðir bílarnir á um 40 kílómetra hraða. Annar billinn mun hins vegar hafa runnið til i lausa- mölinni. -Vígsteinn/ÁT- KÍSILIÐJAN VERÐLAUNUÐ FYRIR SLYSAVARNIR —hagnaður varð 22,7 milljónir í f yrra Þorsteinn Olafsson framkvæmdastjóri. tilvinstriá myndinni, tekur við verðlaunum úr höndum fulltrúa Johns Manvilie Corp. — Ljósmyndastofa Péturs, Húsavfk. Á nýafstöðnum aðalfundi Kísiliðjunnar afhenti fulltrúi Johns Manville Corp. í Banda- ríkjunum fyrirtækinu fyrstu verðlaun fyrir beztan árangur í slysavörnum í þeim fyrirtækjum sem Johns Manville á í utan Bandaríkjanna. Er þetta annað árið í röð sem verksmiðjan fær þessi verðlaun. A fundinum kom fram að reksturinn gekk vel á síðasta ári og varð hagnaður 22,7 milljónir eftir að búið var að afskrifa 97 milljónir. Siiluverðmæti afurða verksmiðjunnar í fyrra varð 865 milljónir. Framleidd voru 21688 tonn af kísilgúr sem var tæpum 10% minna en áætlað hafði verið. Stafaði það af sölutregðu sem nú virðist úr sögunni. Var heldur hægt á framleiðslunni á meðan. Sem kunnugt erskemmdust þrær verksmiðjunnar talsvert i jarðhræringum i vetur en þær verða allar endurbættar. Fratnkv:eindastjóraskipti urðu á árinu er Þorsteinn Olafsson viðskiptafr:eðingur tók við af Birni Friðfinnssyni lögfræðingi. Stjórnarform. er Magnús Jónsson bankastjóri og tæknilegur fram- kvæmdastjóri er Vésteinn Guð- mundsson. -G.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.