Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 3
l).\c;m.At)lt). MANUDAGUR4. JÚLÍ 1977. Enn um Laxalónsmálið: Endanleg niðurstaða var: Seiðin eru nýrnasjúk Gudmundur Georgsson skrifar: lli'. rit.sljöri í bréfi frá Sveini H Skúlasyni, sem birtist i blaði yðar fimmtudaginn 23. júní 1977, gætir nokkurs misskiln- ings sem virðist að einhverju leyti mega rekja til ummæla minna. Mér þætti því vænt um að þér birtuð í heiðruðu blaði yðar eftirfarandi athugasemd- ir: í fyrsta lagi: Það er rétt eftir mér haft að sjúkdómurinn í seiðunum frá Laxalóni var fyrst greindur af norskum fisk- sjúkdómafræðingi í fyrra. Það er einnig staðreynd að sjúk- dómur þessi hefur ekki fundist i norskum eldisstöðvum, ám eða vötnum og er því í þeim skilningi óþekktur í Noregi. Þetta hefur sennilega ekki komið nægilega skýrt fram og skýrir væntanlega þann leiða Bjór en ekki eiturlyf Örn Asmundsson hringdi til að lei.ðrétta misskilning som keinui' fram í lésendabréfi hans þann 1. júli. Þar segir að í Þýzkalandi eigi unglingar auðveldan aðgang að víni og oiturlyfjum. Þetta átti að vera vín og bjór. Beðizt er vel- virðingar á þessu. misskilning sem veidur því að bréfritari nefnir ummæli mín hringavitleysu. I öðru lagi er þeirri spurn- ingu varpað fram hvað ég hafi verið að staðfesta og virðist bréfritara ekki kunnugt um að endanleg niðurstaða hins norska sérfræðings var sú að um „bakteriell nyresyke" væri að ræða. Það sem ég staðfesti var að þessi sjúkdómur væri ennþá í fiskeldisstöðinni í Laxalóni og hefur það reyndar verið áréttað af fisksjúkdóma- fræðingi við háskólann í Stirl- ing í Skotlandi. Þennan sjúk- dóm, sem þekktur er i ensku- mælandi löndum undir heitinu „Bacterial kidney disease", höfum við nefnt smitandi nýrnasjúkdóm á íslensku. Um nafngiftina má deila, heitið gerlanýrnaveiki kæmi til álita, en alkunna er að sjúkdómurinn er smitandi. í þriðja iagi þykir mér eðli- legt að ég svari spurningu, sem reyndar er beint til Einars Hannessonar, þar eð ég tel mér málið öllu skyldara. Spurningin hljóðaði svo: Er það rétt að ekki hafi tekist að finna á Keldum í seiðunum frá Laxalóni þann smitandi sýkil sem veldur Bact- erial kidney disease? Svarið er: Nei, það er rangt. í vefjum úr sjúkum seiðum fannst mikið ,af slíkum sýklum. Virðingarfyllst, Guðmundur Georgsson. Af hverju er bannað að kyngreina íauglýsingum? Mjiill Sigurðardóttir hringdi: Mig langar bara að spyrja að því hvaða forsendur liggi að baki því að bannað er að aug- Iýsa fremur eftir öðru kynínu en hinu. Er álitið að það geti skipt höfuðmáli fyrir jafnréttið í landinu? Er hægt að banna mönnum að auglýsa eins og þeir vilja þegar þeir greiða auglýsingar fullu verði? Ef vara er auglýst til kaups eða sölu er hún yfir- leitt nákvæmlega auglýst þannig að ekki kemur upp mis- skilningur um við hvaða vöru er.átt. Af hverju má ekki gera eins með vinnuafl? Auk þess skapar það óþarfa- hlaup hjá fólki ef það sækir um starf sem búið er að ákveða fyrirfram að aðeins eigi að ráða hitt kynið i. Það væri þægilegra ef það væri tekið fram strax í auglýsingunni. t DB fyrir nokkru var rætt við Guðrúnu Erlendsdóttur for- mann Jafnréttisráðs._Hún sagði meðal annars að starf sem aug- lýst er laust skuli standa opið jafnt konum sem körlum. Til- gangurinn með þessu er að brjóta niður svokölluð kven- og karlastörf. Með því að auglýsa eftir skrifstofustúlku getur karlmaður ekki sótt um starfið.' Atvinnurekendum á einnig að vera óheimilt að ráóa fremur karlmenn en kvenmenn eða öf- ugt eingöngu vegna kyns. Komir og karlar eiga að geta sótt jafnt um öll störf og fengið þau. TIL SUÐURS HEÐ SUNNU COSTA BRAVA Dagflug á sunnudÖKiim. Brottfarar- dagar: 24.-31. júli, 7.-14.-21.-28. ágúst. 4.-11. september. TRIMARAN- ÍBÚÐIR Fjölskylduparadís. stórfengleg nátt- úrufegurð, fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferóir. Við bjórtum fii.stingu í íbúðum í sérflokki með einkasundlaug og allri aðstöðu rétt við baðströndina. Auk þess góð hótel. GRIKKLAND Dagflug á þriðjudögum. Brottfarar- dagar: 19. júlí. 2. -9.-16.-23.-30. ágúst. 6.-13.-27. sept. Nú loksins t'lrikklandsferðir frá Is- landi. sem þegar hafa hlotið frábær- ar vinsældir. Heillandi land nátt- úrufegurðar og sógustaða. Góðar ibúðir og hotel í baðstrandabæjum skammt frá höfuðborginni Aþenu. Evintýraferð sem enginn fíieymir. Kynnið ykkur dagskrá listahátíða í Aþenu í júlí, ágúst og september. Heimsfrægir skemmtikraftar. svo sem Bolshoi ballettinn frá Moskvu. KAUPMANNA- HÖFN Ódýrar Kaupmannahafnarferðir í hverri viku. Eigin þjónustuskrifstofa aðeins fyrir Sunnufarþega í miðborg Kaupmannahafnar. Dagflug á sunnudögum. Brottfarar- dagar: 24.-31. júli, 7-14.-21.-28. ágúst. 4.-11.-18. -25. september. 2.-16. 'oklóber. 'Fjölsóttasta ferðamannapáradfs Evrópu. Xú 2 þjónustuskrifstofur Sunnu á Mallorca. Barnaheimili og leikskóli ineð islenskri fóstru. Þjónusta í sérflokki. Eftirsóttustu ibúðir o'g hótel sem til eru á Mahorca. Royal Magaluf, Portonova og splunkunýtt glæsilegt íbúðarhótel. Royal Tnrrenova. KANARIEYÍAR nú alian ársins hring hjá Sunnu. Sólskinsparadis vetur. sumar. vor og haust. Eftirsóttustu íbúðirnar. hótolin og viilurnar. svo sem Kóka. Sun CIul). Corona Roja. Wikiki o. fl. KANADA: Síöasta beina f lugið til Winnipeg 28. júlí. Aðeins kr. 54.800.- Norðurlandafe.rðir—Rínarlandaferðir—Og 6 landa sýn með íslenzkum fararstjórum frá Kaupmannahöfn. Biðjið um nýju, litprentuðu ferðahandbók Sunnu. FERDASKRIFSTOFAN SUNNA Reykjavík: Lækjargötu 2 - Símar 16400 og 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94 - Sími 21835 Spurning dagsins rlver heldur þú að sé rík- asti maður á íslandi? María Theresía Jónsson hjúkrun- arkona: Geir Hallgrímsson auðvit- að. Það vita allir, meira að segja útlendingar. Ég var að lesa í blöð- unum að þeir í Svíþjóð hafa kom- izt að því. Stefán Kárason póstur: Það veit ég ekki. Ég held ég geti ekki gizkað á neinn því það er ómögu- legt að segjatil um. Jóna Þórðardóttir, húsmóðir og amma sem passar börn: Nú veit ég ekki. Það er líklega ekki Einar ríki lengur því hann er dáinn. Hvernig á maður að vita hvað aðrir eiga þegar maður veit varla hvað maður á sjálfur? Elín Krístjánsdóttir, vinnur á Landakoti: Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki helzt Rolf. Sverrir Hólmarsson kennari: Það er Geir Hallgrímsson. Ég man ekki eftir neinum öðrum í fljótu bragði sem á eins mörg fyrirtæki. Helgi Sessilitisson ökukennari: Kg er ini ekki alvog klár á þvi. Það eru margir sein konia til greina. Kg held ég viti nú samt hvor or rikastur en ég vil ekki seg.ja það þvi ég l'engi bágl lyrir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.