Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 04.07.1977, Blaðsíða 32
íslenzkir lögreglumenn fylgja ísraelsku sundmönn- unum dag og nótt — ísraelar lifa ístöðugum ótta um hryðjuverk Tveir íslenzkir lögreglumenn gæta israelsku sundmannanna, sem hér eru, dag og nótt. Ösk um þessa gæzlu kom frá ísraels- mönnum sjálfum, en sem kunnugt er er Israelsmanna gætt sérstaklega á alþjóða- iþróttamótum eftir hryðiu- verkin á Ólympíuleikunum 1972. Dagblaöiö hafði samband við Bjarka Eliasson yfirlögreglu- þjón í morgun og spurði hánn hvort lögreglumennirnir væru vopnaðir. „Við erum ekkert að segja á hvern hátt við gætum þeirra, en það er okkar hlut- verk að gæta þeirra." En israelski fararstjórinn, er hann vopnaður? „Nei, hann er ekki vopnaður." Keppendur frá Israel eru mjög hræddir þegar þeir keppa erlendis og óttast mjög hryðju- verk skæruliða. Þess má geta að 10 öryggisverðir fylgdu keppnisliði þeirra í Stokkhólmi fyrir skemmstu. Fararstjóri þeirra hér virtist mjög var um sig og fylgdist með hverri hreyfi'ngu í kringum tsraelana í sundlauginni í LaWarda' JH Fararstjóri ísraelanna fylgdist með hverri hreyfingu í kringum sundfólkið. DB-mynd Bjarnleifur. „Volga" þornaði í hlýindum helgár- innar - Iitil hætta á að ekki verði bót á! Sól- og vatnsdýrkendur stóðu agn- dof a yf ir nær þurrum f arveginum i gær og datt helzt i hug að „bann- öflunum" hefði irðið að ósk simii. En það va»- ,tá aðeins góða veðrið, sem hafði stöðvað vatns- rennslið í „Volgu". DB-mynd Sveinn Þorm. Höfðu vondu kallarnir fengið sínu framgengt og látið loka fyrir vatnsrennslið í „Volgu" — yfir- f allslæknum í Nauthólsvík. Þessi spurning brann á vörum þeirra sem í gær ætluðu að njóta veðursældarinnar í heita lækn- um, en komu að honum nær þurr- um. „Nei," svaraði Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóri í Reykjavík, spurn- ingu DB. „Þetta getur ekki stafað af öðru en góða veðrinu. Þegar hitnar í veðri verður vatnsnotkun borgarbúa mjög litil og þá verður sáralitið afgangsvatn frá tvöföldu hitakerfunum. Þetta gerist líka þegar mjög kalt er í veðri á vetr- um, þá þornar lækurinn upp," sagði hitaveitustjórinn. Hann kvaðst ekkert geta sagt um hvenær yfirfallsvatnið færi að renna þar um á ný — vonaðist til að það yrði ekki fyrr en seint og um siðir, því það þýddi að heitt yrði i veðri áfram. „Én það er víst litil ástæða til að óttást það," sagði Jóhannes Zoéga. -ÖV. Úrhelli og vega- skemmdir eystra — Sóiarhringsúrkoman 186 mm á Neskaupstað Gífurleg úrkoma var á Austur- landi á laugardag og var sólar- hringsúrkoman á Neskaupstað 186 mm, á Dalatanga 133 mm, en þar hófust veðurathuganir 1938 og hefur sólarhringsúrkoma mælzt þar mest 134 mm árið 1972. Sólarhringsúrkoman á Kamba- nési var 125 mm. Mesta sólar- hringsúrkoma sem mælzt hefur á landinu var 234 mm á Vagns- stöðum í Suðursveit árið 1968. Talsverðar vegaskemmdir urðu á Austfjörðum vegna úrhellisins að sögn Hjörleifs Ölafssonar vega- eftirlitsmanns. Lónsheiði varð ófær, þar sem skarð myndaðist í veginn, en heiðin er orðin fær aftur. Skriða féll i Berufirði við Búlandsá og einnig i Kamba- skriðum og Staðarskriðum, eri gert hef ur verið við þær skemmd- ir. Mestu skemmdirnar urðu í sunnanverðum Reyðarfiriði við Eyði. Þar flæddi vatn yfir veginn og ræsið tók ekki við og rofnaði stórt skarð i veginn. Viðgerð var ekki lokið seinnihlutann í gær. Skemmdir urðu einnig I Borgar- firði eystra, í Njarðvfkurskriðum og minni skemmdir a víð og dreif eystra. Aftur á mðti var hringvegurinn yfir Breiðdalsheiði fær og skemmdist ekki vegna úrkom- unnar. JH Perlusteinninn íPrestahnjúk: Akurnesingar og Borgnesingar stofha félög um perlusteininn —fyrirsjáanleg samvinna við þriðja félagið í ReykjavíK Fyrirhugað er að stofna al- menningshlutafélag á Akranesi um vinnslu á perslusreini úr Prestahnjúk um mánaðamótin ágúst-september. A Akranesi er nú starfandi undirbúnings- nefnd fimm áhugamanna um vinnslu á perlusteini og i Borgarnesi er starfandi undir- búningsfélagið Prestahnjúkur. Reynir Kristinsson, bæjar- tæknifræðingur á Akranesi, er einn nefndarmanna á Akra- nesi. Hann sagði í samtali við fréttamann blaðsins í gær, að fleiri aðilar en Akurnesingar og Borgnesingar hefðu sýnt málinu áhuga og væri fullur vilji til að sem víðtækust sam- staða tækist. „Við höfum haft samráð við Borgnesingana og fleiri aðila, svo sem Ylfell h.f. Kiistjáns Friðrikssonar, að til- hlutan Iðnþróunarstofnunar Islands," sagði Reynir. „Við viljum reyna að koma á skipt- ingu um vinnsluna innbyrðis, enda er um þrjú vinnslustig að ræða, frumvinnslu í fjallinu, þ.e. þurrkun, mölun og flokkun . efnisins, siðan þenslu og loks vöruþróun, eða sjálfa fram- leiðsluna. A fundi, sem við héldum með Borgnesingunum 16. júní sl. urðum við ásáttir um að stefna að því að halda öllum þessum stigum i okkar byggðar- lögum. A þann fund mætti full- trúi Ylfells ekki, þannig að ekki er orðið ljóst hvar þeir koma' inn í myndina, en Borgnesing- arnir hafa sýnt áhuga á að annast frumvinnsluna, en síðan höfum við hugsað okkur að annast þensluna og vöru- þróunina." Reynir sagði að undirtektir lána- og fjármagnsstofnana hefðu til þesjsa verið góðar, en beðíð væri niðurstaðna úr athugunum á ýmsum þáttum perlusteinsvinnslunnar og hag- kvæmni hennar. Hér væri um mikla fjárfestingu að ræða, til dæmis væri áætlað að einfaldur þenjari og nauðsynlegasti út- búnaður til vöruþróunarinnar kostaði um hundfað milljónir. Útreikningar iðnþróunar- stofnunarinnar sýndu að perlusteinsvinnsla gæti verið hagkvæm, en þó væri betra að nefna engar tölur fyrr en kannaðir hefðu verið þeir möguleikar, sem fyrir hendi væru. Hagnýtingarmóguleikar á perlusteini eru að minnsta kosti tuttugu. Tilraunir og rannsóknir á Prestahnjúks- perlusteininum hafa verið gerðar hérlendis í um f jögur ár, og siðan í ársbyrjun 1976 hefur verið starfræktur þenjari í Sementsverksmiðjunni á Akra- tiesi á vegum Iðnþróunarstofn- unarlslands. Innanlandsmarkaður fyrir perslustein mun vera allgóður, en einnig hefur verið gert ráð fyrir töluverðum útflutningi á forunnum perlusteini. Island er á einkar hentugum stað fyrir útflutning á perlu- steini. Næstu námur eru i New Mexico í Bandarikjunum fyrir vestan okkur og á grísku eynni Milos fyrir austan. ÖV irjálst, áháð dagbfcð MANUDAGUR 4. JÚLl 1977. Kona först íeldsvoða Kona fórst í eldsvoða að Laufásvegi 45B aðfaranótl laugardags. Slökkviliðinu var tilkynnt um eldinn laust eftir miðnætti og brutust tveir reykkafarar inn í hús- ið, en konan var látin, þegar að var komið. Likur beqda til að eldurinn hafi kviknað út frá sigarettu. Konan hét Unnur Aðalheiður Baldvins- dóttir og var 64 ára gömul. JH Leit undir- búinaðU ára dreng — en hann fannst heiliáhúfi Þrettán ára drengur týnd- íst frá heimili sínu í Reykja- vík aðfaranótt sunnudags. Hafði hann farið sð heiman frá sér um kl. 4 á laugardag en kom ekki heim um kvöld- ið og var þá f arið að undrast um hann. Farið var að undir- búa leit með sporhundi þeg- ar drengurinn fannst um kl. 3 um nóttina, heill á húfi. -JH. Jötunn til Kröflu Nu um nelgina var unnið að því að flytja borinn Jötun að Kröflu frá Akureyri. Borinn var fluttur á tveimur stórum dráttarvögnum og tók flutningurinn tvo daga og var komið með borinn að Kröflu í gærkvöldi. Nú verð- ur reynt til þrautar hvort ekki verður hægt að fá ein- hverja nýtanlega gufu til orkuvinnslu I Kröflu- virkjun. -JH. BÍLÞJÓFAR FLÝJA MINK Grenjaskytta nokkur, sem óð mýrar hjá Laugarvatni nú um helgina, varð fyrir þvi óláni að stolið var bifreið hennar, nýlegri af Fiat-gerð. Sá maðurinn til þjófanna úr fjarska og einnig sá bðnd- inn i Eyvindartungu hvar tveir ungir menn snöruðu sér inn i bilinn og óku á' brott. Billinn fannst skömmu seinna við Apavatn, yfirgef- inn og hefur þar vafalaust haft sín áhrif titrandi yrð- lingur sem grenjaskyttan hafði tekið úr greni og kom- ið fyrir i aftursæti bilsin*. Ekki er óliklegt að yrðling- urinn hafi verið farinn að láta ófriðlega og skotið þjóf- unum skelk f bringu. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.