Dagblaðið - 02.08.1977, Síða 10
10
DACHLAÍIIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGUST 1977.
nmbuww
frjálst, nháð dagblað
Utgcfandi DagblaAiA hff.
Framkvamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
FréCtastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AðstoÖarfrottastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Saavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi SigurAsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SégurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdottir. Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Liósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, HðrAur Vilhjálmsson, Svoinn ÞormóAsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.
HaHdórssori.
Ritstýóm SíAumula 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsMnt blaAsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. i lausasölu 70 kr.
*..........
Ástralía:
Eiturlyfjasala á
vegum maffunnar
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Mynda og plötugorA: Hilmir hf. SiAumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Feimnismálið hræðilega
Um þessar mundir er að koma
vel í ljós, að einungis tvö dagblað-
anna, Morgunblaðið og Dagblaðið,
eru nógu mikið seld til að treysta
sér til að taka þátt í nákvæmu
upplagseftirliti á vegum
Verzlunarráðs Islands.
Með þessu upplagseftirliti á ekki aðeins að
kanna prentað upplag dagblaðanna og nokk-
urra annarra rita, heldur einnig dreifingu upp-
lagsins og tekjurnar, sem dagblöðin hafa af
sölunni. Finna á, hversu mörg eintök dagblöðin
selja í rauninni.
Sérstakur trúnaðarmaður Verzlunarráðs Is-
lands á að annast eftiriitið. Hann á að hafa
aðgang að bókhaldi dagblaðanna og öðrum
skjölum þeirra, svo og að skjölum prentsmiðja
þeirra, sem prenta blöðin. Ekki er enn vitað,
hver þessi eftirlitsmaður verður.
Fullyrðingar dagblaðanna sjálfra um upplag
og sölu verða því ekki teknar gildar. Hlutlaus
og utanaðkomandi aðili á að tryggja, að sann-
leikurinn komi í ljós.
Undirbúningur þessa hófst fyrir tæpu ári að
frumkvæði Verzlunarráðs. Það kallaði saman
nefnd ráðamanna allra dagblaðanna, nokkurra
annarra rita og stærstu auglýsingastofanna. 1
vetur sem leið vann þessi nefnd að smíði samn-
ings um upplagseftirlitið.
Nefndarmenn gerðu athugasemdir við upp-
kast, sem lagt var fram af hálfu Verzlunarráðs.
Á þeim athugasemdum var byggður endanleg-
ur samningur, sem var tilbúinn til undirskrift-
ar í vor. Dagblaðið og Morgunblaðið skrifuðu
strax undir samninginn.
Ráðamenn hinna dagblaðanna fóru hins
vegar undan í flæmingi, nema Þjóðviljamenn,
sem hreinlega neituðu að skrifa undir. Fram-
kvæmdastjórar Vísis, Tímans og Alþýðublaðs-
ins þóttust þurfa að bera málið fyrir stjórnar-
fundi.
Síðan hafa stjórnarfundir verið haldnir, en
upplagseftirlitinu ekkert þokað áfram. Ráða-
menn Vísis, Tímans og Alþýðublaðsins hafa að
yfirvarpi, að ekki hafi verið könnuð ýmis atriði,
sem voru þó könnuð í nefndinni í vetur og eru í
samningnum, sem tilbúinn er til undirskriftar.
Viðbrögðin byggjast á því, að ráðamenn
Vísis, Tímans og Alþýðublaðsins vilja ekki upp-
lagseftirlit fremur en ráðamenn Þjóðviljans.
Þeir vilja áfram get'a haldið fram verulega
ýktum tölum úm upplag og sölu blaða sinna.
Það væri til dæmis afar sárt fyrir Vísi, ef
Verzlunarráð birti réttar tölur af þessu tagi. Á
hverjum degi segist Vísir vera mest lesna
síðdegisblaðið, þótt Dagblaðið hafi helmingi
meiri sölu. Tölur Verzlunarráðs mundu kippa
grundvellinum undan fullyrðingum Vísis.
Staðreyndirnar tala sínu máli. Aðeins
Morgunblaðið og Dagblaðið þora að láta þjóð-
ina vita um raunverulegt upplag, raunverulega
dreifingu og raunverulega sölu. Hjá hinum
dagblöðunum er þetta feimnismál. Skýringin
er auðvitað sú, að Morgunblaðið og Dagblaðið
eru langsamlega mest seldu blöðin.
Verzlunarráð hefur gert sitt bezta til að
reyna að siðbæta verzlunarhætti á þessu sviði.
Eh'það er erfitt.. )K\gar fjögur blaðanna kæra
sig ekki um siðbói.
V*
— kanabisplantan ræktuð þar í landi í stórum stfl
Ástralía er ekki undanskilin
er rætt er um vaxandi eitur-
lyfjavandamál í heiminum. Það
hefur vaxið mikið undanfarin
ár og yfirvöld reyna eftir megni
að stemma stigu við að hin
ýmsu eiturlyf flytjist inn í
íandið.
Örlög manns eins í Ástralíu
hafa vakið menn til umhugs-
unar um hve þetta vandamál er
orðið stórt í raun og veru.
Donald Mackay, en svo heitir
maðurinn, hvarf frá heimili
sínu fyrir skömmu og hefur
ekkert spurzt til hans síðan.
Hann hvarf frá borginni Griff-
ith í Nýja-Suður-Wales. Þegar í
stað var hvarf hans sett í sam-
band við eiturlyf og málið er
nú kallað í blöðum þar
„marijúana morðið“.
Myrtur af
leigumorðingjum
Talið er víst að Mackay hafi
verið myrtur af leigu-
morðingjum. Engar sannanir
hafa þó fengizt fyrir því en
lögreglan hefur heitið hverjum
þeim sem geti veitt upp-
lýsingar í þessu máli um 5
milljónum íslenzkra króna.
Þetta er hæsta þóknun sem
lögreglan hefur boðið til að
freista þess að fá upplýsingar
um glæpamenn.
Mackay var formaður sam-
taka sem barðist mjög gegn
eiturlyfjum. Talið er að ein-
hver samtök eiturlyfjasala hafi
komið honum fyrir kattarnef.
Hann hvarf kvöld eitt eftir að
hann skildi við nokkra vini sína
í heimaborg sinni. Það eina sem
hefur fundizt, og bendir til þess
að hann hafi verið myrtur, eru
blóðslettur á bíl hans og þrjú
tóm skothylki sem voru í nánd
hans. Lyklarnir af bílnum
fundust rétt hjá honum.
Morð í Mafíustíl
Lögreglan heldur því fram að
Mackay hafi verið skotinn
þegar hann ætlaði að opna bíl
sinn. Þar hafi verið að verki
leigumorðingi sem fenginn var
frá Sydney eða Melbourne.
Þegar fréttist um morðið á
Mackay komst skriða á alls
konar sögusagnir. Flestar voru
á þá leið að um borgina Griffith
færu miklir flutningar á alls
konar eiturlyfjum. Magnið sem
færi þarna um var sagt vera
upp á margar milljónir króna.
Mikil aukning hefur verið á
glæpum í Ástralíu undanfarið.
Aukið framboð á eiturlyfjum á
þar mikinn þátt í þróuninni, að
því er lögreglan heldur fram.
Eiturlyfjaneyzla hefur stór-
aukizt meðal unglinga og
háskólastúdenta.
Þegar lögreglan ætlaði að
afla sér upplýsinga um morðið
á Mackay kom hún alls staðar
að lokuðum dyrum í Griffith.
Meira en helmingur íbúa Griff-
ith eru af ítölsku bergi brotnir
og sögusagnir eru á kreiki um
að þessum miklu eiturlyfja-
flutningum sem fóru uni borg-
ina hafi ástralska Mafían
stjórnað. Hún hafi losað sig við
Mackay vegna þess að hann
barðist á móti starfsemi hennar
og ef til vill vissi hann of mikið.
Herra stórlax
Þögnin sem ríkir í Griffith
stafar af því að enginn vill
komast upp á kant við herra
Stórlax, eins og íbúar borgar-
innar kalla hann. Það veit
!'l
f. .......
„Vituð ér enn
eða hvat?”
Metúsalem varð mörg hundruð
ára gamall og hefur sennilega
ekkert vitað um tilvist mann-
eldisfræðinga, étið sauðakjöt og
það feitt. Það ætti að vera
verðugt rannsóknarverkefni að
kanna hvort í þvi hafi verið
fjölómettaðar fitusýrur. Kallar
og kellingar Austur-Kákasus
hafa lifað í 100 ár og gott betur,
án þess að borða „diet" smjör-
líki, svo það eitt út af fyrir sig
er ekki l.vkill að langlífi.
Prófessor Kaunizt við meina-
fræðistofnun Columbía
háskólans í New York er mikill
kransæðasérfræðingur. Hans
aðalverkefni undanfarin 20 ár
hefur verið að rannsaka
kransæðasjúkdóma, m.a. hafa
birzt eftir hann um 160 rit-
gerðir um þetta efni.
Hans kenning er eftir-
farandi: aukið kólesteról i
blóðinu er ekki sjúkdóms-
valdurinn, heldur stafar þessi
aukning af kólesteróli í blóð-
inu af sjúkdómnum. Líkaminn
eykur framleiðslu sína á
kólesterólinu til að bæta eða
lækna þau sár sem myndast
hafa á æðarveggjum. Hvers
vegna sár myndast er ekki vitað
með neinni vissu. Kaunitz
álítur þess vegna ekki rétt að
ráðleggja heilbrigðu fólki að
breyta um mataræði. Enn-
fremur staðhæfir hann að það
skipti ekki máli hvort fólk
Vi
r
Fljótt, já fljótt,
fljótt nú...
Skyldi nokkurri þjóð I
heiminum liggja eins óskaplega
mikið á og okkur íslendingum,
þegar við tökum okkur til? Eg á
ekki þarna bara við fólkið, sem
ekki má vera að því að ganga
10 metra að næstu umferðar-
ljósum, heldur ganar yfir
götuna, ekki heldur manninn á
fjórða bíl frá umferðarljósun-
um, sem byrjar að flauta þegar
gult ljós kviknar og þaðan af
síður við mennina sem stökkva
yfir bekkina í Hljómskála-
garðinum I stað þess að krækja
fyrir þá.
Ég á við okkur öll, af-
komendur víkinganna sem
sigldu út í óvissuna, af því að
Haraldi lúfu lá þessi ósköp á að
láta klippa sig.
Okkur liggur oft svo mikið á
að engin glóra kemst að og
þegar allar vitleysurnar vegna
flýtisins koma í ljós, flýtum við
okkur eins og við getum að
gleyma þeim, svo öruggt sé að
reynslan tefji ekki fyrir í næsta
gönuhlaupi. K'ljótræðið og vit-
leysan fá siðan sæmdarhcitið
dugnaður. „Hann er helvíti
duglegur...," er aðalskýringin
sem gefin er, þegar einhver er
búinn að flækja sig og helst alla
þjóðina i fljótfærnisvitleys-
unni.
Það er sama hvar borið er
niður. Munið þið þegar menn
yppgötvuðu allt í einu að það
var til lausnarorð við ö'llu at-
vinnuleysi og umkomuleysi
allra plássa úti á landi og það
lausnarorð reyndist vera skut-
togari? Ef hvert einasta pláss
fékk ekki slíkan lausnarstein,
jafnvel þótt hafnlaust eða hafn-
lítið væri, var það bókað að
þingmenn kjördæmisins væru
mannleysur. Og ef einhver var
svo djarfur að stinga upp á því
að kannski mætti auka veg