Dagblaðið - 02.08.1977, Síða 28
r
Tjaldiðfuðraði upp á einni mínútu:
„ Varð okkur til Iffs að
tialdið var opið”
segir piltur sem slapp naumlega ásamt tveimur
öðrum úr gassprengingu ítjaldi
„Hræddur? Jú, blessaður
vertu, maður. Ég hélt að ég
væri miklu meira brunninn en
ég reyndist vera. Tjaldið var
eitt eldhaf og við megum þakka
fyrir að hafa komizt út,“ sagði
•Grétar Herlufsen, 17 ára Hafn-
firðingur, sem ásamt tveimur
jafnöldrum sínum slapp naum-
lega út úr brennandi tjaldi á
Rauðhettuhátíðinni við Ulf-
ljótsvatn á sunnudagskvöld.
Grétar sagði að þau þrjú —
jveir piltar og stúlka — hefðu
verið nýbúin að skipta um gas-
hylki við ferðaprímus fyrir
utan tjaldið. „Svo KveiKtum við
á honum þegar við komum innt
aftur,“ sagðist Grétari frá í
gær, „og örfáum andartökum
sfðar gaus upp mikill eldur og
kúturinn skauzt af primusnum.
Það hefur sennilega orðið
okkur til lífs að tjaldið var opið
svo við gátum hent okkur beint
út. Inni brann allt sem b'runnið
gat. Það dróst með okkur svefn-
poki þegar við hentum okkur út
en hornið á honum varð eftir
inni. Það brann til ösku.“
Til allrar hamingju sluppu
Grétar og félagar hans ómeidd-
ir en með allsviðið hár og auga-
brúnir. Tjaldið brann upp áður
en mínúta var liðin.
OV
Tjaldið brann á skammri
stundu, — hér horfir fólk alvar-
legum augum á það sem gerzt
hefur. Sem betur fer varð
þarna minna óhapp en
"stundum hafa orðið við tjald-
bruna áður.
DB-mynd R.Th.Sig.
—sjá nánari frásögn af Rauðhettu á bls. 8
EM-brídge íHelsingör:
Hefndum fyrir
Tyrkjaránið
og það grimmilega - 20 gegn mínus 2
tsland er í 14. sæti eftir fjórar umferðir á Evrópumótinu í Bridge
sem nú f er f ram í Helsingör í Danmörku.
I þriðju umferðinni töpuðu íslendingar fyrir Hollendingum,
17—3. 1 fjórðu umferðinni í gær unnu tslendingar sveit Tyrkja með
20 — mínus 2.
Efstir og jafnir eru Svíar og Svisslendingar eftir fjórar umferðir
með 74 punkta. Hafa sveitir þessara ianda unnið alla leiki sína til
þessa.
Italir eru taldir sigurstranglegastir í þessari keppni eins og oft
áður. Þeir lentu í þeim pytti að tapa fyrir Hollendingum í fyrstu
umferð, en hafa síðan unnið sína leiki.
BS
Péstkortin til kær-
ustunnar leiddu til
— Ludwig Lugmeier hefur verið eftirlýstur af
Interpol síðan hann stökk út um glugga á
dtfmhiísinu íFrankfurt
Ludwig Lugmeier, hinn 28
| ára gamli Þjóðverji, sem hand-
| tekinn var á föstudagskvöld,
| komst yfir sem svarar rúmum
I 58 milljónum króna þann 21.
Idesember 1972 er hann rændi
brynvarðan peningaflutninga-
vagn frá fyrirtækinu „Armour
Car“ þar sem peningaflutninga-
/agninn var að sækja afrakstur
dagsins hjá stórmarkaði nokkr-
um í Múnchen. Auk Lugmeiers
tók þátt í ráninu félagi hans,
Gerhard Linden að nafni. Kom-
ust þeir undan lögreglunni og
flúðu til Mexikó. Lifðu þeir
félagar þar í vellystingum í rétt
þrjú ár og eyddu u.þ.b.
helmingi ránfengsins. Frá
Mexíkó tók Lugmeier síðan að
senda unnustu sinni í Þýzka-
landi póstkort, sem leiddu til
handtöku hans og félaga hans,
Gerhards, um áramótin 1975-
'76.
Voru þeir fluttir til Þýzka-
lands, en við yfirheyrslu i dóm-
húsinu í Frankfurt þann fjórða
í ebrúar 1976 náði Lugmeier að
sUikkva út um glugga og leggja
á flótta. Hefur hann síðan verið
eftirlýstur af alþjóðalög-
reglunni Interpol og ekkert til
hans spurzt fyrr en Reykja-
víkurliigreglan handtók hann
fyrir utan Glæsibæ si- föstu-
dagskvöld með írskt vegabréf,
gefið út í Dublin, í fórum sín-
um.
-BH.
handtöku hans
Vmsir sem héldu til Rauðhettumótsins um verzlunarmannahelgina
undirbjuggu nesti sitt á „mannalegan hátt“, jafnvel þótt þeir hefðu
ekki allir aldur til að mæta til leiks með áfengi. Skátarnir voru taisvert
strangir í þessum efnum og tóku talsvert af flöskum. Buðu þeir upp á
að hella áfenginu eða kalla til iögreglu ef fólk undir lögaldri átti i
hlut. Hér hverfa veigar fyrir nokkur þúsund niður í fósturjörðina.
DB-mynd R.Th.Sig.
GÓÐUR DROPINN...
Srjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 2. AGCST 1977,
Árás og rán
íBorgartúni
Ráðizt var á ungan mann í
Borgartúni og hann rændur
veski sinu á laugardags-
nóttina.
Að ráninu loknu var fórn-
ardýrið skilið eftir í óviti.
Vegfarandi, sem kom að,
gerði lögreglunni viðvart og
var maðurinn flutfur á
Slysadeild.
Árásarmennirnir eru
ófundnir. -ÖG.
Bfll valt hjá
Akureyri
Bifreið valt við Mold-
hauga skammt frá Akureyri
um hálffjögurleytið 1 nótt.
Var lögreglunni á
Akureyri tilkynnt um að bif-
reið hefði farið út af vegin-
um við Moldhauga sem eru
um 7 km norðuraf Akureyri.
Komu lögreglumenn að bif-
reiðinni þar sem hún hafði
oltið út af veginum I beygju.
Var ökumaðurinn einn I
bílnum og var hann fluttur I
sjúkrahúsið á Akureyri.
Álitið er að ökumaðurinn
hafi verið ölvaður. -BH.
Hrygg-
brotnaði í
bflveltu
Ung stúlka hryggbrotnaði,
viðbeinsbrotnaði og hlaut
fleiri meiðsli er fólksbifreið
fór út af og valt aðfaranótt'
laugardags.
Slysið varð við Sveinsstaði
í Húnavatnssýsiu. Þrjú voru
í bifreiðinni, ökumaður og
tveir farþegar.
ökumaðurinn, karlmaður,
slapp með skrámur en önnur
stúlkan brotnaði á upphand-
legg, en hin hlaut alvarlegri
meiðsl eins og áður sagði.OG.
Þrír þýzkir
slösuðust
Þrír þýzkir jarðfræðingar
slösuðust i bílveltu á hring-
veginum við bæinn Kvísker
I Öræfum í gærkvöldi um kl.
21.
Þyrla frá varnarliðinu fór
á vettvang samkvæmt beiðni
Slysavarnafélagsins vegna
þess að talið var að
Þjóðverjarnir væru alvar-
lega slasaðir.
Fyrst kom á slysstaðinn
hjúkrunarkona, sem átti
þarna leið um en síðan komu
læknarnir frá Höfn og
Kirkjubæjarklaustri. Þyrlan
var komin til Fagurhólsmýr-
ar um kl. 22 og ákváðu lækn-
arnir á staðnum að hinir
slösuðu Þjóðverjar færu
með henni til Reykjavíkur.
Með þeim fór fjórði félagi
þeirra, sem slapp úr velt-
unni með smáskrámur.
Ekki er vitað um meiðsli
Þjóðverjanna í smáatriðum,
en þeir voru meiddir á höfði
og kona I hópnum líklega
mjaðmargrindarbrotin.
Jarðfræðingarnir voru á
Land Rover bílaleigubifreið
og var förinni heitið á þing
jarðfræðinga á Hallorms-
stað. Þrír þeirra dveljast nú
á Borgarspítalanum en ein-
um félaga þeirra var hjálpað
um vist á Hótel Loftleiðum.
-ÓG.