Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.08.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 15.08.1977, Qupperneq 7
| DACBLAÐIÐ. MANUDAC.UK 15. Ar.UST 1977. 7 Amnesty Intemational: Áhyggjur vegna heilsufars Baader-Meinhof skæruliða — fólkiö er íhungurverkfalli til aö leggja áherzlu á kröfur sínar um aö fá aö vera saman Lundúnadeild mannréttinda- samtakanna Amnesty International hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna heilsufars um þaó bil þrjátíu meðlima Baader-Meinhof samtakanna þýzku. Fólkið er nú allt i hungur- verkfalli til að leggja áherzlu á kröfur sínar um að fá að vera saman í klefum. Amnestymenn telja að líf fólksins kunni að vera í hættu. Það hóf aðgerðir sínar í síðustu viku. Upphafið áttu átta fangar í Stammheimfangelsinu t Stutt- gart. Þeir voru settir í einangrunarklefa eftir átök við fangaverði. Meðal þeirra sem neita að eta og drekka eru forsprakkar hópsins, Andreas Baader, Jan- Carl Raspe og Gudrun Ensslin. Amnesty International sagðist hafa sent dómsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, Hans-Joehen Vogel, skeyti þar sem farið var fram á sem nákvæmastar upp- lýsingar um líðan fanganna. Sömuleiðis var dómsmála- ráðherra Baden-Wuerttemberg, dr. Traugott Bender, beðinn um upplýsingar. Mannréttindasam- tökin tóku það fram í skeytum sínum til ráðherranna að áhyggjur þeirra væru einungis til komnar af mannréttindaá- stæðum. Það þykja nú varla tiðindi lengur þótt Andreas Baader sé í hungurverkfaili. Nú hafa Amnesty International hins vegar lýst yfir áhyggjum vegna hcilsu hans, og fieiri í liðinu. Leðurstígvél á hagstæðu verði Litur: Brúnt og svart. Verð kr. 8.760 SKÓSEL Laugavegi 60 Sími 21270 Litur: Brúnt Verð kr. 9.400.- Þessi hœll er 9 cm. Eru líko til með 6V2 cm. Fyrsti farþeginn og fyrsti flugmaðurinn hittust Fyrsti flugmaður og fyrsti far- þegi svissneska flugfélagsins Swissair hittust i Genf á laugar- daginn. Þeir höfðu ekki sézt í 55 Erlendar fréttir ár, eða síðan þeir urðu samferða frá Genf til Niirnberg í Vestur- Þýzkalandi. Eftir mikla leit tókst Swissair seint og um síðir að hafa upp á fyrsta farþega sínum, Jean-Louis Moriaud, í Buenos Aires. Honum var síðan boðið til Genfar, þar sem hann hitti Henry Pillichody flugmann. Það varð að vonum fagnaðar- fundur hjá gömlu mönnunum. Moriaud er 71 árs og Pillichody 84ra. I tilefni dagsins bauð Swissair þeim upp á kampavín úti við flugvélina Fimmbura- fæðing ííran Dagblað í Iran skýrði frá því í morgun að kona nokkur í þorpi í norð-vesturhluta landsins hefði nýlega fætt fimmbura. Öll lifðu börnin við fæðinguna og heilsast nú vel. Sömuleiðis kvað blaðið móðurina vera hressa eftir at- vikum. Tvö barnanna eru drengir og stúlkurnar þrjár. — Fátítt er að fimmburar lifi aiiir af fæðinguna, en þó eru þess dæmi. REUTER 4, sími 14350 PÓSTSENDUM 0KKAR STÓRK0STLEGA HAUST ÚTSALA HÓFSTÍDAG GÍFURLEG VERÐ- LÆKKUN r A ÖLLUM VÖRUM Biipgi/ii'j Gíslassfj SG-hljónjplötur Nýfrábærplata: BJÖRGVIN GÍSLAS0N Þá erhiín komin, platan sem beðið hefur verið eftir. „Sóló-plata” Björgvins Gíslasonar: Tónskáldið Björgvin og hljóðfæraleikarinn Björgvin. Mikill fjöldi þekktustu söngvara og hljóðfæraleikara aðstoðar Björgvin Gíslason á þessari stórkostlega góðu plötu hans — þetta er platan sem talað verður um og hlustað verður á aftur og aftur og aftur. Mynd á hljómplötuumslagi gerði listamaðurinn Alfreð Flóki. SG-hljómplötur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.