Dagblaðið - 15.08.1977, Side 28

Dagblaðið - 15.08.1977, Side 28
Kflgur gerast stöðumæla verði Það bíður hans smáglaðningur þegar hann kemur út. DB-mynd R.Th. Sig. Enn ryður kvenfólkið sér braut í nýjum starfsgreinum. Um mánaðamótin júni/júlí hóf Þuríður Kristjánsdóttir störf sem stöðumælavörður í Reykja- vík. Við hittum hana á götu fyrir helgi og ræddum stuttlega við hana. — Hvað kom til að þú hófst einmitt þetta starf, Þuríður? „Ég hef núna undanfarna vetur unnið sem gangbrauta- vörður inni við Langholtsskóla en þar er náttúrlega ekkert að gera á sumrin svo ég sótti um afleysingar sem stöðumæla- vörður. Ég er búin að vera lengi í gangbrautavörzlunni, eina 6 eða 7 vetur, og er líklega einna elzt í því starfi af þeim sem‘ vinna núna.“ — Hvernig tóku svo karlarn- ir þér þegar þú byrjaðir í þessu? „Þeir hafa tekið mér ágæt- lega. Ég þarf ekki að kvarta yfir því. Borgararnir hafa líka lítið sagt en einn og einn lætur mann þó heyra það. Flestir glápa svolítið á mig og eru að reyna að sjá hvaða merki það er sem er á húfunni minni.“ — Eru ekki eingöngu konur í gangbrautavörzlunni ? „Jú, það held ég megi segja. Upphaflega var auglýst eftir konum og þá sótti ég um. Nú má víst ekki auglýsa svoleiðis lengur." — Er það ekki dálítið kalsa- samt starf á veturna? „Nei, nei, læt ég það allt vera. Ég vil allt til vinna að geta verið úti við. Maður verður svo hraustur á þessu, fær aldrei kvef eða neitt.“ — Verðurðu lengi í stöðu- mælavörzlunni? „Nei, ég verð út ágúst og þá hef ég aftur störf við gang- brautirnar." - DS Ekkert lát á hitabylgjunni: Sama hitastig á Galtarvita og Mallorca ímorgun Hitabylgja gekk yfir landið um helgina, — og stendur raunar enn yfir. í morgun kl. 6 var sama hitastig á Galtarvita og á Palma Mallorca, 15 stig! Mesti hiti um helgina mældist 24 stig á Staðar- hóli í Aðaldal kl. 18 í gær. Þá var 19 stiga hiti á Hveravöllum sem er hæsta hitastig sem þar hefur mælzt frá upphafi hitamælinga þar. Svipaða sögu er að segja frá Sandbúðum, þar var hiti 18 stig kl. 18. í Reykjavík komst hiti í 20 stig um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings hald- ast hlýindin áfram. Bjóst hann við að hiti færi kannski upp í 16 stig í Reykjavík í dag en norðan heiða fer hiti yfir 20 stig. Attin verður áfram austlæg, kannski einhver rigning sunnanlands en bjart fyrir norðan. Þetta hlýja loft er komið sunnan úr iðnaðar- héruðum Evrópu og er að sögn veðurfræðingsins mengað brenni- steini og öðrum stórhættulegum efnum. Strekkingsvindur fylgdi menguninni, 5-6 vindstig í Reykjavík í gær og 8-9 vindstig á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Það er hlýtt veður sunnanlands, — bara beðið eftir sólinni. Kannski rofar til fyrir haustið, hver veit? -DB-mynd Hörður. H jalteyringar á lokuðum f undi: HELZT Á FÆRIKEA AÐ GÆÐA EYRINA LÍFIÁ NÝ Hreppsnefnd Arnarnes- hrepps mun á næstunni leita eftir stuðningi Kaupfélags Ey- firðinga (KEA) til kaupa á Kveldúlfseignum Landsbanka tslands á Hjalteyri. Var gerð samþykkt þar um á almennum hreppsfundi nyrðra á laugar- dagskvöldið. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem DB hefur aflað sér af fundinum, sem var lokaður ut- anhreppsmönnum, er hug- myndin sú að leita eftir þvi við KEA að kaupfélagið beiti sér fyrir atvinnurekstri af ein- hverju tagi á Hjalteyri, en hreppsfélagið eignist a.m.k. landið ofan verzlunarlóðarinn- ar Hjalteyrar, þ.e. Eyrarinnar sjálfrar. Meðal heimamanna er mikill áhugi á að hreppsfélagið eign- ist allar eigur Landsbankans í hreppnum en sú skoðun mun hafa verið ráðandi á fundinum á laugardagskvöldið, að það væri helzt á færi KEA að gæða Eyrina lífi á ný. Á fundinum kom fram að hreppsnefnd hefur áður hreyft því við stjórn KEÁ hvort kaup- félagið væri fúst til viðræðna um framtíð Hjalteyrar. Hefjast nú á næstunni alvarlegar við- ræður þar um. Verður boðað til annars almenns hreppsfundar þegar málin hafa skýrzt. Landsbanki tslands hefur auglýst eignir sínar á Hjalteyri og í Arnarneshreppi til sölu og vilja heimamenn með öllu móti koma í veg fyrir að þær eignist ótilgreindir „fjármálaspekúl- antar". -ÓV. fijálst, úháð dagblað MANUDAGUR 15. AGUST 1977. Flutt slösuð íflugvél úr Kerlingar- fjöllum Ung stúlka var sótt í f\ug- vél inn í Kerlingarfjöll á laugardaginn. Hafði htjn hlotið höfuðmeiðsli og þótti réttara að hún kæmist fljótt undir læknishendur. Er í bæinn kom varð ljóst að meiðslin voru minni háttar og mun stúlkan halda aftur inn til fjalla eftir nokkra daga, en þar dvelur hún í hópi fólks er nýtur sumars þar innra. DB fékk þær upplýsingar hjá skíðaskólanum í Kerl- ingarfjöllum að um 90 börn væru þar nú við skíðaiðkun hjá skólanum. I fjöllunum væri einnig hópur frá Ferða- félaginu og þó nokkuð mikið af fólki sem ferðast og dvel- ur þarna á eigin vegum. Kerlingarfjöllin eru því fjöl- mennur og vinsæll sumar- dvalarstaður. - ASt. Norðurkolla í Norræna húsinu „Þetta er í fyrsta sinn, sem mót ?.f þessu tagi er haldið hér á íslandi og enn- þá eru Grænlendingar ekki með,“ sagði Jónas Eysteins-, son hjá Norræna félaginu í viðtali við Dagblaðið í morg- un. Kl. 9 var sett fyrsta Nordkalottenráðstefnan hér á landi og er hún haldin í Norræna húsinu. Þingfulltrúar eru um 100 talsins og allir frá þeim hér- uðum Finnlands, Svíþjóðar og Noregs, sem liggja við eða fyrir norðan heimskauts- baug. Hafa þeir haldið með sér reglulegar ráðstefnur um vandamál þessara hér- aða allt frá árinu 1960, en eins og gefur að skilja eru þau um margt lík þeim erfið- leikum í atvinnu- og menn- ingarmálum sem við eigum við að glíma. -HP Slegizt og sparkaðá Akranesi Til blóðugra átaka kom á dansleik í hótelinu á Akra- nesi aðfaranótt sunnudags- ins. Aðkomumaður á hótel- inu varð fyrir allmiklum meiðslum er sparkað var í háls hans eftir átök. Blæddi mikið og leit þetta illa út. Gert var að sárum mannsins í sjúkrahúsinu. Atti hann þó erfiða nótt en mun nú vera á góðum batavegi. - ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.