Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. Orækt að þarna er um sjúkdóm að ræða — segir Árni Kárason fisksjúkdómafræðingur — Fullyrðingar deiluaðila i Laxalónsmálinu hafa mjög stangazt á og í viðtölum við Skúla Pálsson á Laxalóni í Dag- blaðinu nýverið kom fram að hann teldi enga sjúkdóma í stöð sinni, en aftur á móti sagði for- maður fisksjúkdómanefndar, Páll A. Pálsson, að sannað væri að þar væri um smitandi nýrna- sjúkdóm að ræða, svokallaðan Bacterial Kidney Disease. Vegna þessa hafði dagblaðið samband við Árna Kárason fisksjúkdómafræðing og spurði hann um þetta atriði og fleiri. Það hefur komið fram opin- berlega að ekki væru til fisk- sjúkdómafræðingar hér á landi, en þú ert dýralæknir með sérmenntun i fisksjúk- dómum. Hefur verið leitað tii þin í þessu máli? „Nei, það hefur ekki verið leitað til mín af fisksjúkdóma- nefnd. Þeir hafa kosið að senda sýni úr landi Raunar er ekki aðstaðafyrirrannsóknirá veiru- sjúkdómum hér á landi, en hér er hægt að rannsaka gerlasjúk- dóma. Og þó að staða sér- fræðings í fisksjúkdómum sé til á pappírnum er ekki fjár- veiting fyrir henni þannig að í raun er hún ekki til.“ Stenzt fullyrðing fisk- sjúkdómanefndar að hér sé um Bacterial Kidney Disease að ræða? „Það er órækt að þarna er um sjúkdóm að ræða. Það er Fisksjúkdómanefnd hefur ekki leitað til innlends sérfræðings staðfest af kanadískum, norsk- um og skozkum sérfræðingum. En það gæti verið um fleiri nýrnasjúkdóma að ræða. Vissum sjúkdómum í nýrum laxfiska er hægt að rugla saman. En fullyrðingar Skúla um að ekki sé um sjúkdóm að ræða eru rangar." Telur þú sjúkdóminn það al- varlegan að það þurfi niður- skurð? „Ég vil ekki leggja dóm á það, en það er dómur Kanada- mannsins, sem hingað kom, að það þurfi að grisja í stöðinni á Laxalóni og ég er sammála því. En ég held að það verði seint eða aldrei hægt að koma í veg fyrir þetta. Þetta er landlægur sjúkdómur í Kanada, Banda- ríkjunum og á Bretlandseyjum og það eru líkur á því að þetta haldist hjá okkur. Bacterial Kidney Disease kom upp í Elliðaárstöðinni á sínum tíma, og þá var öllu eytt. Það er stóra spurningin, hvaðan kemur þetta og um það geta engir sagt. Eg tel að það séu helzt tveir möguleikar: 1) Að ekki hafi verið nógu vel sótthreinsað í Elliðaárstöðinni þegar sjúkdómurinn kom upp þar. Það þarf ekki nema einn háf til þess að valda smiti. 2) Að smit hafi komið með regnboga- silungnum, en þó tel ég það fremur ótrúlegt því regnboga- silungurinn er fremur ómót- tækilegur fyrir þessum sjúkdómi. En regnboga- silungurinn getur hugsanlega verið það sem kallað er frískur smitberi. En á Laxalóni er ströng einangrun á honum og það vatn sem hann syndir í fer beina leið í sjóinn en er ekki notað í önnur eldisker." Er mögulegt að sýkiliinn sjálfúr sé í íslenzkri náttúru? „Ég veit það ekki, það er voðalega erfitt að segja til um það. En það virðist þó allt benda til þess að svo sé.“ Hvað gerist ef fiski er dreift úr stöðinni? „Maður veit ekki um það. En ég tel ekki rétt að dreifa seiðun- um, ef hægt er að komast hjá því.“ -JH. 5 ✓ 1800 taka þátt í Sunnuhátíðum við Miðjarðarhaf Trúlega slá Islendingar öll met i ferðalögum til sólarlanda, a.m.k. ef miðað er við höfðatöluregluna alkunnu. Veitir landanum vart af sólinni, svo afskiptir sem lands- menn flestir eru i sólskinsmálum. Núna á næstu dögum munu 1800 íslendingar ferðast á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Munu þeir skiptast niður á fjóra staði við Miðjarðarhafið eða í nánd við það. I tilefni þessa mikla fjölda, sem þarna safnast saman, verður efnt til sérstakra Sunnu- hátíða þar sem landinn mun áreiðanlega kætast ósvikið. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sunnu verða núna um mánaðamótin haldnar Sunnu- hátíðir á Mallorka þar sem 800 Islendingar verða, Costa Del Sol þar sem 450 til 800 manns munu dvelja, Costa Brava þar sem 250 gestir dvelja og loks í Grikklandi, en þar verða 300 íslendingar. Sunnuhátíðin verður fjóra daga í röð, einn dag á hverjum stað, hefst í Aþenu 31. ágúst, heldur síðan til Costa del Sol, Mallorka og endar 3. september á Costa Brava. Innlendir og erlendir kraftar munu þarna koma fram og skemmta sólbökuðu ferðafólk- inu. -JBP- Þessa einkennilegu umferðarmerkingu rakst Hörður ljósmyndari á uppi í Mosfellssveit þegar hann var á ferð þar nýlega. Ekki er gott að segja hvoru umferðarskiltinu beri að fara eftir, e.t.v. á að aka á 70 km hraða á vinstri akrein, en ekki nema 60 á þeirri hægri. Hvernig hef ur „upp- mælingaaðaHinn”það? „Uppmælingaaðall", iðnmeistararnir, hvernig gengur hjá þeim? Við flettum upp á nokkrum slíkum að þessu sinni, reyndar þeim sömu og í fyrra. Þannig að sjá má breytingu á opinberum gjöldum þeirra milli ára. Enn einu sinni bendum við á að mjög nærri má fara tekjum aðila með því að margfalda útsvarsupphæðina með 10. A mánudaginn birtum við lista um opinber gjöld nokkurra okkar ágætu verkalýðsleiðtoga. Meðal annarra sem þar voru nefndir var Björn Bjarnason formaður Landsambands iðnverkafólks. Þar var sagt að Björn væri í stjórn Iðju í Reykjavík. Það er ekki rétt. Hann er ekki lengur í stjórn þess félags heldur formaður Landsamtaka iðnverkafólks eins og áður sagði. Gjöld Gjöld í Sturia Einarsson Tekjusk. Eignask Útsvar Bamab. samt. fyrra húsasmíAameistari Ástþór Runólfsson 426.718 46.Ú12 309.200 1G5.00. 589431 55.393 húsasmíAameistari Haraldur Pálsson 192.591 1 ..idb i *r 300 195.000 228.130 284.976 húsasmíAameistari óskar ÞórAarson 0 75.790 554.900 121.875 508.815 -18.414 húsasmiAameistari Ingólfur GuAmundsson 64.756 66.950 117.900 0 249.606 267.931 húsasmiAameistari Birgir Rafn Gunnarsson 406.398 129.280 192.700 0 728.378 259.147 húsasmiAamoistari Benóný Kristjánsson 187.652 180.531 223.300 121.875 469.608 542.563 pípulagningameistari Gíslí Halldórsson 580.765 97.557 334.900 0 1.013.222 544.732 pipulagningameistari Sig. St. Þórhallsson 0 81.916 41.600 0 123.516 124.485 pipulagningameistari GuAmundur Ásgeirsson r.842.618 24.240 638.000 121.875 2.382.983 1.068.204 pípulagningameistari Ásmundur GuAbjömsson 80.724 18.592 160.600 0 259.916 148.624 pípulagningameistari Ásgrimur Egilsson 0 0 103.000 0 103.000 1.077.473 pipulagningameistari Þórit H. Bergsteinsson 407.327 3.458 256.000 48.750 618.035 118.755 múrarameistari Ámi GuAmundsson 63.816 0 205.100 0 286.916 91.200 múrarameistari Ólafur Pálsson 159.019 473.059 214.900 48.750 798.228 2.170.263 múrarameistari Páll Þorsteinsson 33.102 104.506 210.000 0 347.608 256.930 múrarameistari 69.785 81.228 214.800 48.750 317.063 1.063.976 VEIST ÞÚ framleiðir um 40% af öllum litskermum fyrir litsjónvarpstæki, sem framleiddir eru í heiminum í dag. Stór fjöldi Evrópskra sjónvarpstækjaframleiðenda kaupir litskerma (myndlampa) frá Toshiba og notar í tæki sín. Því borgar sig tvímælalaust að kaupa orginal Toshiba litsjónvarpstæki hjá okkur. Einstaklega lágt verð vegna hagstæðra samninga við Toshiba. 18 " litsjónvarpstæki kr. 208.095.- 20" litsjónvarpstæki kr. 229.355.- (verð til afh. i Rvlk.) 14" litsjónvarpstæki kr. 180.420.- (verð til afh. í Rvlk.) Toshiba Japan eru stærstu framleiðendur í heimi á elektroniskum tækjum. ÁRS ÁBYRGÐ — GREIÐSLUSKILMÁLAR EINAR FARESTVEIT BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 ASrir útsölustaðir: KB BORGARNESI KS SAUÐÁRKRÓKI KÞ HÚSAVfK KEA AKUREYRI KH EGILSSTÖÐUM KR HVOLSVELLI KH BLÓNDUÓSI & CO. HF. VSP HVAMMSTANGA BJARG AKRANESI STAPAFELL KEFLAVf K GESTUR FANNDAL SIGLUFIROI HLJÓMVER AKUREYRU KJARNI VESTMANNAEYJUM RADOI & SJÓNV.B. SELFOSSI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.