Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.08.1977, Qupperneq 24

Dagblaðið - 18.08.1977, Qupperneq 24
frýálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 18. ÁGUST 1977. Eldur laus í skemmu hjá KEA Vaktmaður í skemmum KEA á Oddeyrartanga varð í nótt var við reyk í húsinu og kom í ljós að hann stafaði frá eldi er kviknað hafði við kynditæki. Slökkvilið réð fljótt niðurlögum eldins í kyndiklefanum. Nokkur reykur fór vítt um húsið en tjón er talið óveru- legt því þarna var lítið um verðmæti. I húsinu er tekið á móti fiski af smábátum og honum dreift svo til jafn- óðum til fisksala í bænum og nágrenni. A.St. Líkfundurvið Akurey Er togarinn Þormóður goði var að sigla inn til Reykjavíkur í gærdag sáu skipverjar lík í sjónum nálægt Akurey. Beið skipið komu tollbáts með lögreglu- menn innanborðs sem sóttu fundinn. Ekki var enn [ morgun vitað hvers lík þetta var. Málið er í rannsókn. ASt. Dollarinn yfir 200 króna strikiðstrax í næstu viku „Dollarinn er á kr. 198.50. Það er okkar skráða gengi.“ sagði hagfræðideild Seðla- bankans í gær. Nýtt gengi verður ekki skráð fyrr en á hádegi í dag. 198.50 er sama gengi og skráð var á hádegi í gær. í fyrradag var það 198.10. Þrátt fyrir erfiða stöðu dollarans undanfarið hefur íslenzka krónan sigið í gengi gagnvart honum. Ef þetta sig heldur áfram eru allar horfur á því að Banda- ríkjadollar fari í kr. 200.00 í næstu viku ef aðrar og meiriháttar breytingar verða ekki á gengi íslenzku krónunnar. BS._ Að sögn Einars og Kristins Kristinssonar, forstjóra og eig- enda fyrirtækisins, mun vinnsla ekki hefjast aftur fyrr en síldveiði hefst I haust. Sögðu þeir að ætlunin væri að vinna loðnu á vertíðinni eftir áramót. Frekari vinnsla væri ekki ákveðin næstkom- andi vetur. „Ástæðan fyrir stöðvun frystihússins er erfið rekstrar- afkoma," sagði Kristinn Krist- insson. „Ökleift er að reka hrað- frystihús með árangri eins og er og við tókum því þá ákvörð- un að stöðva nú og athuga okk- ar gang. Við höfum lengi átt við hráefnisskort að stríða og nú eftir hækkað fiskverð og launa- hækkanir er því miður enginn grundvöllur undir rekstrin- um,“ sagði Kristinn ennfremur. „Annars er enginn bilbugur á okkur hjá Sjöstjörnunni, við teljum að núverandi erfiðleikar í sjávarútveginum muni ganga yfir og með auknu fiskmagni á komandi árum mun það sýna sig að hraðfrystihús eins og Sjö- stjarnan mun mala þjóðarbú- inu gull,“ sögðu Einar og Krist- inn Kristinsson að lokum. Nýlega seldi fyrirtækið vél- bátinn Hilmi og væntanlega verður gengið frá sölu skuttog- arans Dagstjörnunnar til fyrir- tækjanna Keflavíkur hf. og Miðness hf„ Sandgerði, sem bæði reka fiskvinnslu. -ÓG „Ósvífín fullyrðing” — segir Björn Jónsson forseti ASÍ „Ég hef varla heyrt öllu ósvífnari fullyrðingu og á varla orð til að lýsa vanþóknun minni á slíkum ummælum og þeim hugsanagangi sem að baki þeim liggur," sagði Björn Jónsson forseti Alþýðusambands Islands í viðtali við DB í gær. Orð þessi viðhafði hann vegna ummæla Arna Benediktssonar forstjóra Kirkjusands hf. um afstöðu samningamanna í júlísamning- unum. Kom þetta fram í viðtali Árna við DB í gær og var þannig: „Ég tel þó víst að flestir þeir sem að samningunum um launin stóðu þá hafi treyst á að samningarnir yrðu meira og minna ógiltir í raun.“ „Við fulltrúar launþega töld- um okkur vera að semja um launakjörin við nokkurn veg- inn heiðarlega menn og vorum að sjálfsögðu í góðri trú um að verið væri að gera raunveru- lega samninga sem tryggja mundu umbjóðendum okkar raunverulegar kjarabætur," sagði Björn Jónsson. Hann benti á að útreikningar Þjóðhagsstofnúnar hefðu sýnt fram á getu atvinnuveganna til að bera umsamdar kjarabætur í það minnsta þetta ár. Hins vegar hefðu verið deildar meiningar um framtíðina eins og eðlilegt væri. „Eg tel þess vegna afskap- lega furðulegt að fara allt í einu að rjúka í að fullyrða núna að allt sé að fara í kaldakol í at- vinnurekstrinum," sagði Björn ennfremur. Um afkomu sjávarútvegs sagði hann að ekki væri hans að svara úm en hann efaðist aftur á móti ekki um að sjávar- útvegur á Suðurnesjum stæði verr heldur en annars staðar á landinu. „Þetta er ekki nein ný bóla og hefur raunar verið augljóst mál undanfarin ár,“ sagði forseti ASÍ. Gengislækkunarkröfu for- ráðamanna sjávarútvegs sagðist Björn Jónsson telja vafasama, ekki sízt fyrir sjávar- útveginn sjálfan. „Ég veit ekki betur en að mjög margir kostnaðarþættir við útgerð og fiskvinnslu séu af er- lendum toga að miklu leyti.auk þess sem flest lán eru gengis- tryggð. Gengisfelling er því engir. lausn fyrir sjávarútveg, í það minnsta ekki til langs tíma séð.“ ÓG Allri fiskvinnslu verður hætt næsta föstudag í frystihúsi Sjö- stjörnunnar í Njarðvík. Undan- farið hafa unnið þar 50—70 manns en eftir næstu helgi verður starfsfólk 10—12. Sjöstjarnan var afkastamesta frystihús á Suðurnesjum síðast- liðið ár og er eitt stærsta og fullkomnasta fiskiðjuver hér á landi. Er þetta fyrsta stóra frystihúsið sem lokar nú en hraðfrystihúsaeigendur telja ekki neinn grundvöll fyrir rekstri húsanna. Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans: „AFK0MA SiAVARUTVEGS GÓÐ FRAM Á ÞETTA ÁR” -SK3K2T „Sú almenna mynd, sem við okkur blasir varðandi afkomu fiskiðnaðarins, er að reksturinn hefur gengið vel á undanförn- um árum og meira að segja óvenjulega vel síðastliðið ár og fram á þetta sem nú er að líða,“ sagði Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans í viðtali við DB í gær. „Ljóst er að tíminn síðan erfiðleikaskeiðið árið 1974 hefur verið sjávarútveginum hagstæður í heild,“ sagði Jónas ennffemur. „Að vísu er alltaf mismunur á afkomu fyrirtækja á vissum svæðum, einnig mismunur á af- komu einstakra fyrirtækja af ýmiss konar ástæðum. Slíkt er mjög algengt hér á landi. Rétt er, að vegna hækkunar á launum og hærra fiskverðs skapast ný viðhorf en það er ekki í verkahring Landsbank- ans að álykta hvað þessi nýju viðhorf bera í skauti sér,“ sagði bankastjórinn. Hann sagði að viðskiptafyrir- tæki Landsbankans í fiskiðnaði á Suðvesturlandi hefðu komið að máli við bankann og sagt að þau mundu neyðast til að stöðva rekstur 29. þessa mánaðar miðað við óbreyttar rekstraraðstæður. Um frekari lánafyrirgreiðslu vegna þessara umtöluðu erfið- leika væri ekki að ræða af hálfu Landsbankans. Aukin fyrir- greiðsla af því tagi mundi ekki byggjast á neinum heilbrigðum viðskiptagrundvelli og einnig væri lausafjárstaða bankanna þannig og reglur um „útlána- þak“ að frekari lán væru úti- lokuð. „Við munum halda áfram lánafyrirgreiðslu til sjávarút- vegsins samkvæmt þeim regl- um sem gilt hafa undanfarin ár. Þær reglur hafa reynzt vel og hefur Landsbankinn ekki orðið þess var að þörf væri breytinga þeirra. Erfiðleika vegna hækkaðs fiskverðs og launa hefur ekki gætt i viðskiptum bankans við viðskiptafyrirtæki hans, í það minnsta ekki ennþá, þó svo að auðvitað geti forráðamenn þessara fyrirtækja séð þá erfið- leika fyrir í sínum áætlun- um,“ sagði Jónas Haralz bankastjóri að lokum. ÓG Demantssfld á Snæfellsnesi: FYRSTA SÍLDIN í 10 ÁR TIL GRUNDARFJARÐAR Snæfellsnesbátar mokveiða demantssíld í reknet suðvestur af öndverðarnesi. Steinunn frá Ólafsvík fékk 200 tunnur, sem landað var á Akranesi í gær. Matthildur frá Ólafsvík landaði 170 tunnum í heimahöfn í gær og Siglunes frá Grundarfirði fékk 170 tunnur. Saxhamar landaði 100 tunnum í Rifi og Halldórn Jónsson talsvert minni afla í Rifi. Sjávarútvegsráðuneytið veitti leyfi til þessara veiða til 20. ágúst en eftir það þarf ekki leyfi sérstaklega. Að sögn Brynjars Krist- mundssonar, skipstjóra á Hall- dóri Jónssyni frá Ölafsvík, virðist talsvert magn vera af síld í sjónum. Eins og fyrr segir er þetta mjög falleg síld, svo- kölluð demantssíld. Síldin er fryst. Það veldur vonbrigðum að frystihúsið hér í Ólafsvík er vanbúið að taka á móti þeim afla sem heimabátar veiða. Verða þeir því að landa annars staðar þeim afla sem ekki er hægt að taka við hér. Með þess- ari síld vaknar þó meira líf en hér hefur verið um nokkurt skeið í atvinnu. Til Grundarfjarðar hefur síld ekki borizt i 10 ár og rúmlega það þó. Þangað kom Siglunesið með 70 tunnur sem fóru í fryst- ingu hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. - Bárður-Bæring-BS-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.