Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 22. AGUST 1977.
. 5
Sköverzlun Þörðar Péturssonar
Póstsendum
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll - Sími 14181
Wew»y>’11' Daglegar tízkusýningar
stórkostlegt gestahappdrætti
Fallegar stúlkur og tízkufatn-
aður hefur jafnan mikið
aðdráttarafl. Þegar einnig
stendur til boða að kynnast
öllu því nýjasta og helzta sem á
markaðnum er af hlutum fyrir
heimilið má búast við að margir
leggi leið sína í Laugardalshöll-
ina til þess að skoða sýninguna
Heimilið '77 sem opnuð verður,
föstudaginn 26. ágúst. Sýningin
stendur til 11. september.
Sýningaraðilar eru um
hundrað talsins. Þar af eru sjö-
tíu og þrír með sýningarbása í
aðalsalnum. Landssamband
hjálparsveita skáta kynnir
starfsemi sína á útisvæðinu
austan við sýningarhöllina þar
sem m.a. getur að líta sjúkra-
hús í tjaldi. Á útisvæði vestan
við höllina kynna nokkur fyrir-
tæki starfsemi sína. Þar er m.a.
fullbúið sumarhús og nýjustu
bílategundir.
Tízkusýningarnar verða tvær
til þrjár daglega, síðdegis og á
kvöldin. Eru það Hanna Frí-
manns, Unnur Arngrímsdóttir
og Pálína Jómundsdóttir sem
annast undirbúning og stjórn-
un tízkusýninganna. Sögðu þær
í viðtali við DB að mikill áhugi
væri á þátttöku í sýningunum
og eru það bæði fataverzlanir
og innlendir framleiðendur
sem sýna fatnaðinn. Sýningar-
fólkið verður á milli 20 og 30 og
verða það bæði stúlkur og
piltar, auk þess sem börn sýna
það nýjasta í barnafatatízk-
unni.
Ekkert hefur verið til sparað
að gera þátt tízkusýningarinnar
sem veglegastan. Sérstakur
pallur hefur verið hannaður og
settur upp í áhorfendastúk-
unni. Geta milli sex og sjö
hundruð manns í sætum horft á
tízkusýninguna samtímis.
Sýndur verður tízkufatnaður
og yfírleitt allur fatnaður sem á
boðstólum er, einnig brúðar-
kjólar og baðföt að ógleymdum
lopafatnaði.
Á sýningunni Heimilið ’77
verður stórkostlegt gestahapp-
drætti og að kvöldi hvers hinna
sautján sýningardaga verður
dregið í því. Vinningar eru
sautján litasjónvarpstæki —
dregið um eitt tæki á dag. Þá
verður einnig dregið um „stóra
vinninginn” í lok sýningarinn-
ar en það er fjölskylduferð
fyrir tvo fullorðna og tvö börn
til sólarlandsins Flórida. Þetta
er eitthvert viðamesta gesta-
happdrætti sem nokkru sinni
hefur verið hér á landi og verð-
mæti vinninga er á sjöttu millj-
ón króna.
Þetta er þriðja heimilis-
sýningin sem Kaupstefnan
gengst fyrir hér á landi. Gífur-
legur fjöldi fólks hefur komið á
hinar fyrri sýningar sem voru
árin 1970 og 1973.
Forr'áðamenn Kaupstefn-
unnar eru Bjarni Ölafsson
framkvæmdastjóri, Gísli B.
Björnsson og Ragnar Kjartans-
son.
- A.Bj.
v's ■' , '■
’
III
A tizkusýningunum verða sýnd baðföt.
Margs konar tízkufatnaður, auk alls almenns fatnaðar, verður á tízkusýningunum á Heimilinu ’77. Ungar stúlkur ganga i dag
með baskahúfur sem sýndar verða í Laugardalshöllinm.
Þægmdi i hverju spori
Soft
LADY
■■■
+
Leðurtöfflur í sérflokki með sérstaklega vönduðu, stoppuðu
echtfussbelt
innleggi, mjúkar og þægilegar að stíga i
Stærðir: Nr. 36—42
Verð: Kr. 4.975,-
Teg. 451
Litir: Beige leður
eða hrúnt leður
Teg. 452
Litur: Brúnt leður
Teg. 440
Litur: Beige leður
Teg. 700
Litir: Hvitt. brúnt
eða beige leour
Stærðir: Nr. 36—42
Verð: Kr. 3.995,-
Stærðir: Nr. 36—42
Verð: Kr. 4.575.-
Teg 463 Stærðir: Nr. 36—42
Litur: Hvitl leður. Verð: Kr. 4.350,-
Teg. 462
Litir: Blátt leður
eða gulhrúnt leður
Stærðir: Nr. 36—42
Verð: Kr. 3.995.-
Stærðir: Nr. 36—42
Verð: Kr. 4.975,-