Dagblaðið - 17.10.1977, Side 12

Dagblaðið - 17.10.1977, Side 12
12 DAGKLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. OKTÖBER 1977. sterka ryksugan.„ W Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting. vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra i pappirspokanum og nýju kónisku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan legt efni. ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in. gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar OIIÍIY HÁTÚN6A rUlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði FRIÐRIK HINRIK 0G KATRIN Um „Vopnin kvödd” eftir Ernest Hemingway f þýðingu Halldórs Laxness, með eftirmála eftir þýðanda. 325 bls., Málogmenning Þú ert það sem þú étur, er fullyrðing sem margir tals- menn hollfæðu eins og óafhýð- aðra hrísgrjóna, hafa haft á lofti. Með keimlíkri rökleiðslu en ögn meira réttlæti mætti segja: þú ert það sem þú þýðir. Ekki er þetta ósanngjarnt, því ætla má að þýðandi finni til einhvers skyldleika við þann höfund eða þá bók sem hann erfiðar við að þýða á eigið mál. Það mun ekki öllum Ijóst hvað þeir eiga sameiginlegt, Halldór Laxness og Ernest Hemingway, en Laxness hefur gert hinum amerlska starfsbróður sínum Halldór þann greiða sem hann ekki hefur gert mörgum öðrum, þ.e. að þýða eftir hann tvær bækur, Vopnin kvödd og Veisla i far- ángrinum, en hina fyrrnefndu hefur Mál og menning nú géfið út aftur með eftirmála eftir Laxness. Varla hef ég trú á að skáldið að Gljúfrasteini hafi laðast að anti-intellektúalisma og sífelldum manndómsprófun- um Hemingways, svo föstum fótum sem hann sjálfur stendur innan evrópskrar mannúðarstefnu og hugvísinda, og varla hefur sú illkvittni og vöntun á örlæii sem kemur fram í Veislunni höfðað til hans. Borgarísjakar Skýringuna er að einhverju leyti að finna í þeim tvískipta eftirmála sem Laxness ritar við Vopnin kvödd. Þar líkir hann hetjum Hemingways beint og óbeint við garpa íslendinga- sagna og hina „sígildu engil- saxnesku manngerð". En svo stór hluti þessa eftirmála er helgaður ritstíl Hemingways að mann grunar að í þvi liggi megingildi hans fyrir Laxness, enda var hann sjálfur að „ydda eigin stíl til átaka“ er hann þýddi Vopnin eins og segir á bókarkápu. Margt hefur verið skrifað um stil Hemingways og er ekki hægt að gera honum skil I svo stuttu máli. Sjálfur likti Hemingway honum við borgarísjaka sem er neðan- sjávar að sjö áttundu hlutum og víst er að hann gerði sér far um að skera hann niður og einfalda svo mjög að eftir stæðu ein- faldar og meitlaðar setningar. Á vorum tímum Ivitnun í eina af smásögum hans úr safninu In Our Time (Soldier’s home) segir meira en allar lýsingar: „A distaste for everything that had happened to him in the war set in because of the lies he had told. All of the times that had been able to make him feel cool and clear inside himself when he thought of them, the times so long back when he had done the one thing the only thing for a man to do, easily and natural- ly, when he might have done something^else, now lost their jarnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til aó reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleiðslu okkar þýðir ekki, aö öll húsin verði eins, heldur þaó, að allir hlutar framleióslunnar falla nákvæmlega inn í þá heiid, sem þið veljið. Það eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Viö framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eða raðhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæði verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariónaói og öðr- um húsbyggjendum. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. cool, vaiuable quality and then were lost themselves..." En 1 góðum höndum er ritstíll ekki aðeins tæki heldur einnig boð- beri ákveðinnar lífsskoðunar og að því leyti hlaut eftirlíkj- endum Hemingways að mistak- ast og sjálfsagt hefur Laxness orðið það ljóst að heimsmynd sú er hann vildi túlka krafðist margslungnari stílbragða en þeirra sem Hemingway bauð upp á. Þó má imynda sér að hann hafi lært af þeirri miklu vinnu sem Hemingway lagði I handrit sín við að sneiða af, endurskoða og hamra hverja einustu línu. En það verður ekki annað sagt en að Laxness hafi tekist að gera þýðingu sína einstaklega hnitaða og lifandi. Örlagasaga Sjálf hefur bókin fyllilega staðist timans tönn sem örlaga- saga I skugga styrjaldar og sýnist nú engan veginn eins harðsviruð og þegar hún kom út, hér og erlendis, enda hafa timar breyst og bækur með. Hemingway kallaði Vopnin kvödd reyndar „Rómeó- og Júlíubókina mína“. En þar sem þeir frægu elskendur þjáðust og dóu vegna skyldleika við stríðandi aðila, þá er eins og þau Friðrik Hinrik og Katrfn séu utan við þann hildarleik sem geisar i kringum þau. Að vísu hittast þau í striðinu, en það er alveg eins hægt að hugSa sér þau sem tvo bakpokaferða- langa í Evrópu sem verða ást- fangin í Flórens. Ast þeirra verður siðan dýpri og þroskaðri hvað sem tautar og raular i hinum striðandi heimi kringum þau og hvergi verður maður var við hugarangur eða innri bar- áttu vegna þeirra andstæðna, en annars staðar slær Heming- way sér upp í túlkun slikrar togstreitu, t.a.m. i Hverjum klukkan glymur. Ekki eru þau Friðrik Hinrik og Katrín heldur sannfærandi sem per- sónur af holdi og blóði. Þokukennd rómantík Bardagalýsingarnar eru hins vegar magnaðar en er þeim lýkur og elskendurnir ræða saman er næstum þvi eins og ekkert hafi skeð og samtökin verða að þokukenndri róman- tík, eins og Edmund Wilson bendir einhvers staðar á, og persónurnar verða álíka óljós- ar. Höfuðkostir þessarar bókar sýnast mér því liggja i því sem gerist í kringum þau Friðrik og Katrínu, bardaga- og landslags- lýsingunum (t.d. í undanhald- inu við Caporetto) sem eru með því besta sem Hemingway skrifaði, svo og í því andrúms- lofti sem höfundi tekst að koma til skila, bragði af tíðaranda i Evrópu um og eftir heimsstyrj öldina fyrri. AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.