Dagblaðið - 17.10.1977, Síða 14

Dagblaðið - 17.10.1977, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. OKT0BER 1977. Blaðamenn lýsa stuðningi við launakröf ur f réttamanna „Stjórn Blaðamannafélags ts- lands lýsir fyllsta stuðningi við kaupkröfur fréttamanna Rikis- útvarpsins, hljóðvarps og sjón- varps“ segir í upphafi sam- þykktar sem stjórn BÍ gerði í gær. „Störf fréttamanna og blaða- manna hafa um mörg undanfar- in ar verið stórlega vanmetin 1 íslenzku þjóðfélagi og eigi með samningum BSRB að fast raun- hæf leiðrétting a kjörum manna, sem fréttastörf vinna, . verður að verða veruleg breyt- ing til hækkunar a stöðu frétta- manna hljóðvarps og sjónvarps innan launakerfis BSRB. Blaðamannafélag íslands bendir a þa miklu abyrgð, sem a blaðamönnum og fréttamönn- um hvilir, þar sem störf þeirra eru skoðanamyndandi fyrir al- menning og verða launin því að vera með þeim hætti, að í þau veljist menn með góða mennt- un og hæfileika. Verði ekki veruleg hækkun a kjörum fólks, sem þessi störf vinnur, er veruleg ástæða til að ■óttast um bæði areiðanleik og gæði íslenzkrar blaða- mennsku," sagði í aiyktun Bí. Nýkomið! 8tegundiraf fallegum náttkjólum, náttföt og náttkjólar átáningana, munstraöir sokkar fkuldann. Muniðskozku ullarnærfötin Verzlunin____ Glæsibæ — Sími 83210 Einstök þjónusta fyrir Stór-Reykjavík. Við mælum flötinn og gerum fast verðtilboð. Þér komið og veljið gerðina, við mælum og gefum yður upp endan- legt verð - án nokkurra skuldbindinga. Athugið, að þetta gildir bæði um smáa og stóra fleti. Þér getiö valiö efni af 70 stórum rúllum eða úr 200 mismunandi gerðum af WESTON teppum. Við bjóðum mesta teppaúrval landsins í öllum verðflokkum: 1.260 pr. ferm til kr. 17.000 pr.ferm. Jll | ílaiffi Bl íifii iff n b aa a.p i ii Jón Loftsson hf. i is i ffl" f Hringbraut 121 Sími 10600 Sinfónían gafst ekki upp íverkfalli: FÍutti alit sitt íBú- staðakirkju —en þar geta hljóðf ærin strandað meðan á verkfalli stendur Haskólabíó er lokað vegna verkfalls eins og kunnugt er, en tónlistarunnendum líkaði ekki við þá tilhugsun að fá ekki sinn haifsmánaðarlega skammt af klassískri tónlist. Málið var leyst á sérstæðan hátt. Framkvæmdastjórinn, Sigurður Björnsson, sótti um undanþágu til þess að dyra- vörður fengi að opna húsið. Var það góðfúslega leyft, enda héldu þeir hja BSRB, að hljóm- listarmennirnir ætluðu aðeins að sækja hljóðfæri af minni gerðinni. Hins vegar tóku þeir sig til og fluttu allt sitt hafurtask inn í Bústaðakirkju, þar sem þeir æfðu f gær og halda tónleika í kvöld kl. 20.30. (Á efnisskránni eru valin verk, m.a. Konsert fyrir klarinett eftir Mozart, Toecata eftir Frescobaldi og Vatnasvítan eftir Handel ). Nú er hins vegar komin upp sú staða að húsvörðurinn, sem er í BSRB og sér jafnframt um flutninga, þó hann hafi ekki gert það í þetta sinn, er I verkfalli. Hljóðfærunum hefur verið stillt upp í kirkjunni við altarið og þar fara hljómleikarnir fram í kvöld. Torvelt getur hins vegar orðið að fá leyti til þess að hreyfa hljóðfærin úr stað, hvað þá að flytja þau úr kirkjunni. Kemur það sér illa, því á sunnudaginn a að ferma í kirkjunni. -HP- BUR: Engin laun en vinna samt Vegna verkfalls BSRB hefur ekki verið hægt að greiða starfs- fólki Bæjarútgerðar Reykjavíkur laun. Skrifstofa útgerðarinnar er lokuð og einnig Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavikurborgar. Þeir sem vinna hjá BUR fá því engin leun út reiknuð og þar af leiðandi ekki greidd. Að sögn Halldórs Péturssonar sem starfar meðal annars við skýrslugerð um tímavinnu fólks hjá BUR hafa menn þar fallizt á að halda afram vinnu og fá laun sín greidd þegar verkfall leysist. Þetta er gert til þess að verðmæti fari ekki forgörðum. Hélt Halldór að BUR væri eina fyrirtækið, sem héldi uppi svona starfsaðferðum i verkfallinu. -DS. Nýjastatízkan: ÍÞRÓTTAGALLAR VIÐ ÖLL TÆKI- FÆRI Iþróttaföt elns og þessi eru orðin nýjasta tfzka og þykja þau hæfa við öll tækifærl. Fyrir nokkru var birt mynd af litlum strakum, söluhetjum Dag- blaðsins, og sagt eitthvað a þa leið að búningur sá sem þeir klædd- ust, iþróttagallar, væri nýjasta tízka meðal barna. En nú hefur komið í ljós að það eru ekki ein- ungis börn sem halda upp á iþróttaföt. I nýlegu hefti banda- riska blaðsins Star er grein um íþróttagallatízku sem gripið hefur um sig meðal kvenna þar í landi. Agæti gallanna er þar mjög rómað og sagt að þá megi nota við öll tækifæri, hvort heldur er verzlunarleiðangur eða kokkteil- boð. Iþróttafatatizkan er nokkurs konar afleiðing af þeirri sport- legu tízku sem undanfarið hefur verið hæstmóðins. Það þykir íþróttamannlegt . og jafnframt hraustlegt að klæðast svona göll- um og jafnvel þeir sem engar íþróttir stunda vilja fá það orð a sig. Ekki spillir fyrir að mjög auð- velt er að þvo fötin-og þau fara nær öllum vel. Fataframleiðendur hafa nú brugðizt við hart og framleiðsla svona fata eykst hröðum skrefum. Og auðvitað er það ekki af tómri hugsjón, eitthvað græða bjessaðir mennirnir liklega á þessu. DS þýddl og endursagði.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.