Dagblaðið - 17.10.1977, Síða 20

Dagblaðið - 17.10.1977, Síða 20
MOTOROLA Allcrnalorar i hila «k hála, li/12/24/:i2 volla. riatímilausar (l ansislorkvcikjiir i flcsla bila. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Ariimla :I2. Simi .'17700. C'tastv«>od' Þungavinnuvélar : Vllar íícrúir ok stærðir vinnuvéla og vörubíla á söluskrá^ íltvcKuin úrvals vinnuvélar og bíla erlcndis frá. Vlarkaústorjíiú, Kinholti 8, sími 28500 or 74575 kvöldsimi. BUCHTAL keramikflísar. „ÚTI & INNI“ Á GÓLF 0G VEGGI. Komið og skoðið eitt mesta flísaúrval landsins. JL-húsið Byggingavörukjördeild Sími 10600. „Meira ofbeldi í sjón varps fréttum en í Því þyngri sem konan er þeim mun betri bólfélagi Stórar konur eru beztu ból- félagar sem hægt er aö hugsa sér, að mati Stellu nokkurrar Refch- man sem auk þess að vera í hópi þeirra sem hún kallar „stórar konur“ rekur verzlun sem sér- hæfir sig í klæðnaði fyrir feitt kvenfólk. Stella sem sjálf er tæp hundrað kíló og segist ekki vilja missa eitt einasta gramm kallar sig ekki feita eða þunga heldur einungis STÖRA. „Við hinar stóru konur erum þær sem karlmönnum þykir vænzt um,“ segir hún. „Stór lík- ami þýðir líka stór sál. Þessar mögru eru alveg fjör- lausar og leiðar a öllu. Hvatir magurra kvenna eru löngu upp- þornaðar. En stórar konur kunna að njóta ásta og matar. Þær hafa mikla lífslöngun og vilja fa sem mest út úr lífinu. En öllu máli skiptir samt ekki hversu stór þú ert heldur hvernig þú berð það. Bezt er að éta eins og maður hefur lyst á og eins mikið af því og maður getur,“ segir Stella. Stella gefur konum þeim sem eru stórar eins og hún orðar það eftirfarandi ráð: „Komið alltaf inn í herbergi þannig að eftir ykkur sé tekið. Siglið undir fullum seglum eins og skútur. • Klæðíst ekkí kjólum sem eru eins og tjald í laginu. Allar konur hafa eitthvert sköpulag. Hví að fela það? • Kaupið engin föt sem eru of þröng. • Varizt þröng belti. Ef mittið er mjög „vítt“ notið þá alls ekki belti. • Kaupið ekki of stutta kjóla. . Hnésbætur eru ljótar. • En kaupið ekki heldur of síða kjóla. • Sólkjólar eða aðrir kjólar með víðum handarkrika eru ekki æskilegir. • Ef heitt er í veðri klæðist þá fremur kjólum með víðum ermum. • Klæðizt skærum litum. • Skoðið ykkur sjálfar í spegli á hverjum degi. Og ef þið eruð ekki ánægðar þá stundið æt- ingar til þess að koma ykkur í gott form. • Eldið ljúffengan mat. Enga megrunarvitleysu. • Verið ekki hræddar við að klæðast kynæsandi kjólum ef þið eigið von á karlmanni í heimsókn. Sannarlega eru svona ráð hugg- un harmi gegn nú á megrunarár- inu mikla. - DS þýddi. a»—... > Stella Reichman er 100 kíló og vill ekki missa eitt einasta gramm og ráðleggur öðrum kon- um að gera slíkt hið sama. flestum kvikmyndum " Við verðum jafnvel að eyðileggja Gamla testamentið. Clint Eastwood sem flestir hér á landi kannast við fyrir leik í kvikmyndum, sem ein- Kennast meira og minna at ofbeldi og stjórn á sams konar myndum hefur látið hafa eftir séi að hann hafi áhyggjur af sivaxandi ofbeldi í nútíma sam- félagi. En ekki hyggur leikarinn að þar sé bíómyndum um að. kenna. „Ef útrýma á ofbeldi," segir hann „verðum við að út- rýma verkum Shakespeares og öllum grísku harmleikjunum. Við höfum lifað við ofbeldi frá því að sagan hófst og það þýðir ekkert að kenna ein- hverju einu um, við verðum bara að fjalla um þetta af skynsemi." Eastwood hefur einnig borið að ofbeldi í kvik- myndum hafi ekki að sínum skilningi langvarandi áhrif a fólk. Fréttirnar í sjónvarpinu komi þar miklu meira við sögu því í þeim sé meira ofbeldi en í vel flestum kvikmyndum. Hann sagðist til dæmis hafa séð fréttamynd, þar sem sýnd var mótmælaganga hóps manna. Og allt í einu byrjuðu menn að lemja og sparka hver í annan. Og þarna var ekki verið að leika, þetta var lífið sjálft. Og ekki segir hann dagblöðin skárri. Yfir þvera forsíðu sé ef til vill sagt frá manni sem Algeng sjón i myndum þeim sem Eastwood hefur leikið i, hann með byssu. barinn hafi verið til bana eða eitthvað álíka. Hann segir nær allar fréttir einkennast af slys- um, ofbeldi og öðrum mannleg- um óförum. Sjálfur ver Eastwood ofbeldi í sinum myndum með þvi að þá sé alltaf verið að berjast við glæpamenn, ofbeldið sé ekki bara eitthvað sem slitið er úr sambandi við annað og að ástæðulausu eins og í mörgum öðrum kvikmyndum. En vísan góða segir líka eitthvað á þá leið, að hverjum þyki sinn fugl fagur þó hann sé bæði lúsugur og magur. -DS þýddi. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. OKTÖBER 1977. Sími 40299 0&B INNRETTINGAR Auðbrekku 32. Kópavogi. Eldhúsinnréttingar. Hnotaogeik. Til afgreiðslu innan 2ja til 3ja vikna. Uppstilltar á-staðmmi. Verzlunin ÆSA auglýsir: Setjum gulleyrnalokka i eyru W með nýrri tæknl. ^ ! Notum dauðhreinsaðar gullkúlu ^insamlega pantið í sima 23622. ^ Munið að úrvalið af tfzkuskart gripunum er í ÆSU. I. Á

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.