Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.10.1977, Qupperneq 28

Dagblaðið - 17.10.1977, Qupperneq 28
28 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. OKTÓBER 1977. „Rúgbrauð með fluðe ” RAGNAR TH. SIGURÐSSON ~ RÆÐIR VIÐ SÖNGVARANNIVAN REBROFF Skyndilega heyrðist rödd Rebroffs drynja aftur i miðjum sal. Áhorfendur sneru sér allir við í sætunum. — Eg held 320-340 tónleika ð ári. Ivan Rebroff drakk feiknin öll af sódavatni ð meðan viðtalið fór fram. Jú, Ivan Rebroff kvað eitt lag vera öðrum leiðinlegra. En hann var í vafa, hvort hann ætti aðsegja frá þvf. Ivan Rebroff er nafn, sem fyrir nokkrum Srum heyrðist að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar í ísienzkum ðskalaga- þáttum í hverri viku. Rödd hans þekkja allir og þð að vin- sældir hans séu nokkuð teknar að dvína á hann sér samt fjölda aðdáenda hér á landi ennþá. Minnugur þess brá ég mér á tðnleika Rebroffs, þegar hann var á ferð í Svíþjóð í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að salurinn, sem hann skemmti í, tæki ekki nema á annað þúsund áheyrenda, var hann ekki nærri fullur. Þeir sem komu þurftu þð ekki að sjá eftir aur- unum sfnum, þvi að virkilega gaman var að heyra karlinn syngja. Er hljómsveitin, sem Ivan Rebroff hefur með sér, hafði leikið tvö lög birtist kempan sjálf á sviðinu. Rebroff er vel yfir 1.80 á hæð og þrekinn í meira lagi, sumir myndu kalla hann feitan. Klæddur var hann viðum, svörtum buxum og svartri mussu með rauðum bryddingum, sem í voru saum- aðir glitrandi steinar eða gler- molar. Hann hafði volduga, svarta kðsakkahúfu a höfði og svart belti með gylltri arnar- sylgju um sig miðjan. Hélt að hann vœri geltur Kempan byrjaði á að syngja eitt lag, en ávarpaði siðan áhorfendur. Hann kvaðst hafa hitt konu fyrir nokkru sem hefði verið mjög undrandi a því að hann gæti bæði sungið með kvenmanns- og karlmannsrödd. „Konan spurði mig hvort ég væri bara ekki hálfgeltur,“ sagði Ivan Rebroff og hlð mikið. „Ég bauð henni að koma heim með mér um kvöldið og athuga málið.“ Fólkið tðk vel undir hlátur Rebroffs, sem þá virtist allur fara hjá sér. Siðan komu lögin hvert af öðru. Ivan Rebroff útskýrði hvert lag fyrir sig en sagði litið af bröndurum. Meðal þess sem hann söng var Bjórkjallarinn frægi og Ef ég væri ríkur úr Fiðlaranum a þakinu. Ekki gat ég betur séð en að hann væri orðinn hálfleiður á þessum lög- um sem eru búin að ganga í áraraðir. Eftir hlé komu hljóðfæra- leikararnir einir á sviðið. Þeir voru nú fimm talsins, — einn fiðlari hafði bætzt í hópinn. Hinir léku a harmóniku, gitar og tvær balalaikur. Fiðluleikar- inn tók listagott sóló, sem féll í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Að þvi loknu heyrðist rödd Rebroffs skyndilega drynja aftur f miðjum sal öllum að óvörum. Söngvarinn var nú kominn í græna mussu og með hvíta kósakkahúfu. Hljóðfæraleikar- arnir snöruðu sér þegar niður af sviðinu og gengu aftur i sal- inn til Rebroffs. Siðan fóru þeir vitt og breitt um salinn og sungu og léku. Rebroff beindi athygli sinni að fallegustu kon- unum í salnum sem fóru allar hjá sér. Það féll í góðan jarðveg og fögnuðu áheyrendur óspart. Enn einu sinni hvarf Ivan Rebroff úr salnum og hafði fataskipti. A meðan söng og spilaði harmóníkuleikarinn tvö lög. Tónleikarnir stóðu nú i um klukkustund til viðbótar og að þeim loknum röðuðu hljóðfæra- leikararnir og Rebroff sér upp og hneigðu sig djúpt. Ung stúlka kom með blómvendi handa þeim og þegar röðin kom að Rebroff tók hann við vendin- um og kyssti stúlkuna innilega. í sömu andránni slokknuðu öll ljós í salnum áheyrendum til óblandinnar ánægju. — Frá íslanui: hrópaði hann hissa Ég náði tali af Ivani Rebroff í búningsherberginu hans að tónleikunum loknum. Reyndar þurfti ég að bíða f hálftíma þar til hann mátti vera að því að tala við mig. Við vorum kynnt- ir, eins og lög gera ráð fyrir, en þegar Rebroff heyrði að ég væri frá íslandi fórnaði hann höndum. „Frá íslandi!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Þú meinar það ekki? Veiztu, að það hefur verið draumur minn í fimmtíu ár að komast til íslands. Mig hefur alltaf langað til að sjá þessa stórkostlegu náttúru, blómin, dýrin, jöklana og svo auðvitað eldfjöllin. Þetta heillar mig allt sarnan." — Var þér kunnugt um að þú ert vel þekktur á tslandi og plötur þínar heyrast oft í út- varpi? spurði ég kappann. „Já, ég hafði frétt af þvi,“ svaraði hann. „Sjáðu til. Einu sinni, þegar ég hélt tónleika I Kaupmannahöfn hitti ég nokkra tslendinga, og þeir sögðust einungis hafa komið til að hlusta á mig, þvf að þeir könnuðust við mig og lögin min úr útvarpinu. „Rúgbrauð með fluðe“ Hjá þessum tslendingum lærði ég að segja .Rúgbrauð með fluðe á‘ á íslenzku." — Eitthvað var fslenzkukennslan farin að ruglast i kollinum á Ivani, þvi að það var með naum- indum að mér tókst að skilja hvað hann sagði. „En segðu mér,“ hélt söngv- arinn áfram, „er ekki andskoti kalt á íslandi?" Ég var ekki alveg viss um, hvernig ég ætti að lýsa veðrinu og wellaði og hummaði nokkr- um sinnum. „Nei, ekki fyrir þig,“ svaraði ég loks. — Þetta svar líkaði karli vel, því að hann rak upp hrossahlátur og sagði að það væri sennilega rétt hjá mér. Rebroff kvaðst vera á hljóm- leikaferðalagi um allan heim, sem lyki ekki fyrr en 10. desem- ber. Ferðalagið hófst fyrsta þessa mánaðar og alls á að halda 60—80 tónleika á þessu timabili. „Við getum haldið svona marga tónleika þvi að stundum komum við fram oftar en einu sinni á dag,“ sagði hann. 320—340 tónleikar ó óri — Hversu marga tónleika haldið þið á ári? „Ég veit ekki hvort þú trúir þvi,“ svaraði hann, „en þeir eru eitthvað 320—340 á ári. Frá Svfþjóð liggur leiðin nú til Kaupmannahafnar og þaðan til Los Angeles og San Francisco.“ — Millilendið þið þá ekki á tslandi? „Nei, þvi miður. Við fljúgum beint yfir norðurpólinn og síðan niður hinum megin. Hins vegar er ég alvarlega að velta þvf fyrir mér að koma þar við eftir 10. desember." Nú var tlmi þessa spjalls farinn að styttast verulega. Ég spurði Ivan Rebroff að lokum að þvi hvort hann ætti sér eitt- hvert uppáhaldslag. „Jú, það heitir Legend Of The Twelve Robbers.“ — En það ieiðiniegasta? „Æ, nú veit ég eiginlega ekki. Jú, annars; veiztu, að einu sinni gerði ég rússneskan texta við lag, sem ég er búinn að þurfa að syngja tugþúsund sinnum. Ég veit ekki hvort ég á að þora að segja þér það, en það heitir Dr. Sivago.“ Með þeim orðum lukum við spjallinu og Ivan Rebroff skol- aði niður síðasta sopanum af sódavatninu sínu. Hann hafði svelgt mikið magn af því á meðan við ræddum saman. • ÁT/Ragnar Th. Sigurðsson. Ivan Rebroff og hljómsveit hans í lok tónleikanna. Svo sem sjá má eru hljómsvéitarmeðlimirnir engin unglömb lengur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.