Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.11.1977, Qupperneq 7

Dagblaðið - 02.11.1977, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1977. 7 HOLLAND: , CARANSA FRJALS FYRIR EJNN MIUJARÐ KRÓNA Hollenzki auðmaðurinn, sem rænt var í síðustu viku, fannst heill á húfi í morgun á torgi einu í Amsterdam. Að sögn hollenzku lög- reglunnar munu hafa verið greiddar tíu milljónir líra í lausn- argjald fyrir Mauris Caransa. Mun það jafngilda um það bil einum milljarði íslenzkra króna. Caransa er sextíu og eins árs gamall og hefur að sögn aðallega auðgazt á kaupum og sölu fast- eigna. Hann var við góða heilsu þegar hann fannst í Amsterdam og fékk að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að hafa skýrt lögreglunni frá reynslu sinni. Ekki hafa borizt neinar frekari fregnir af hver rændi Caransa eða hvernig honum var rænt, en kona sem var á ferð um götur Amster- dam varð hans fyrst vör eftir að ræningjarnir slepptu honum úr haldi. Hvort mannræningjarnir voru félagar í einhverjum hópi öfga- manna til hægri eða vinstri hefur ekki komið fram og alveg eins gætu hér hafa verið á ferðinni venjulegir glæpamenn sem telja mannrán arðbæra atvinnugrein. Fyrstu dagana eftir að Caransa var rænt bárust litlar fregnir af honum og þær fregnir sem bárust voru mjög ruglingslegar. Taldi lögreglan að flestar væru blekkingar framkvæmdar af VINNUMÁLASTOFNUN: Israel hugleiðir að fylgja Bandaríkjunum ísrael hugleiðir nu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna og segja sig úr Alþjóðavinnumála- stofnuninni, sem er ein af hliðarstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Carter Bandaríkjaforseti ákvað að land hans hætti þátt- töku í samtökunum vegna óánægju með rekstur og stefnu þeirra en hann telur Bandarík- in ekki hafa næg áhrif á hana, sérstaklega þegar haft er í huga að fjórðungur kostnaðar af rekstrinum hefur hingað til verið greiddur af Bandaríkjun- um. Bandaríkin voru mjög á móti því í fyrra þegar samþykkt var að Palestínuarabar fengju aðild að samtökunum. Israelsmenn tóku að sjálf- sögðu undir þá andstöðu og í gær sagði talsmaður þeirra að samtökin hefðu sífellt á síðustu árum verið að fjarlægjast markmið sitt sem stofnun, sem ætti að hugsa um vinnu og vinnandi fólk. I stað þess hefðu komið afskipti af ýmsum póli- tískum deilumálum, sem kæmu markmiði stofnunarinnar ekk- ert við. Talsmaðurinn sagði að veeur Alþjóðavinnumálastofnunar- írinar minnkaði óneitanlega mikið þegar stórveldi eins og Bandaríkin segðu sig úr þeim. Þess vegna mundi Israelsríki hugleiða úrsögn úr samtökun- um, sem stefndu í svo þveröf- uga átt við það sem þau vildu. Heimildir í Israel sögðu í gær að margir áhrifamenn þar í landi hefðu lengi óskað þess að ríki þeirra yfirgæfi Alþjóða- vinnumálastofnunina. Þó er talið víst að ákvörðun muni ekki verða tekin um það í ísrael án þess að málið verði rætt vandlega í ríkisstjórn landsins. meira og minna rugluðu fólki. heyra og gefa til kynna á full- A sunnudaginn komu ættingjar nægjandi hátt að auðmaðurinn Caransa þeim boðum til væri 1 þeirra umsjá. ræningjanna í gegnum fjölmiðla Virðast þessi tilmæli hafa borið að þeir grátbæðu þá að iáta í sér tilætlaðan árangur. Iðnaðar- og verzlunarhúsnæði óskasttilleigu 150-200 fermetrar. Upplýsingar ísfma 28588. Símaskráin 1978 Símnotendur íReykjavík, Seltjarnamesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaöahreppi og Hafnarfiröi Vegna útgáfu nýrrar símaskrár er nauðsynlegt að senda skriflegar breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 15. nóv. nk. til skrifstofu símaskrárinnar, Landssímahúsinu vií Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi símanúmers til- kynni skriflega um breytingar^ ef einhverjar eru. Athug- ið að skrifa greinilega. Athygli skal nánar vakin á auglýsingu um breytingar í simaskrána á baksíðukápu símaskrár 1977, innanverðri. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prentuð í gulum lit og geta símnotendur birt smáauglýsingar þar, sem eru ódýrari en auglýsingar í nafnaskrá, enda takmarkaður fjöldi auglýsinga sem hægt er að birta í nafnaskránni. Nánari upplýsingar í símum 22356 og 26000 og á skrif- stofu símaskrárinnar. Ritstjóri símaskrórinnar. Strandaði og missti réttindin Yfirvöld i Líberíu hafa ákveðið að skipstjórinn á risaoliuskipinu Argo Merchant skuli missa skip- stjórnarréttindi sfn vegna mistaka í starfi. Úr skipi hans, sem strandaði á vesturströnd Massachusettsríkis í Banda- ríkjunum, munu hafa runnið um þrjátíu milljónir lítra af olíu í hafið. Skipstjórinn Georgios Papadopoulos var ekki staddur á stjórnpalli, þegar atburðurinn varð síðast í desember. Fulltrúi skipaeftirlits Liberíu sagði að ákvörðun um réttindamissi skipstjór- ans hefði verið tekin vegna þess að rannsókn hefði leitt i ljós, að hann hefði gert ýms- ar vitleysur við stjórn skips- ins. Áskorun Áhugamenn um að Albert Guðmundsson haldi áfram að gæta hagsmuna Reykvíkinga á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur hafi bundizt samtökum um að skora á hann með símskeytum að gefa kost á sér á listaSjálf- stæðisflokksins í næstu kosningum. Fólk er hvatt til að senda Albert Guðmunds- syni alþingismanni svohljóðandi símskeyti strax í dag: „Skorum á þig að halda áfram sem þing- maður okkar Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðis- flokkinn næsta kjörtímabil.“ Skeytið má senda á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Háaleitisbraut 1, eða heim til Al- berts að Laufásvegi 68. N0KKRIR KJÓSENDUR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.