Dagblaðið - 02.11.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977.
it.
„Meira drepið en til stóð”
—segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur um smásildina sem sjómenn fá í veiðarfærin
„Ég hygg, að það hafi verið
drepið meira þarna en stóð til I
upphafi," sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræðingur I við-
tali við DB um þær fréttir sem
borizt hafa af síldveiðimiðun-
um sunnan við landið. Segja
sjðmenn þar, að heilar torfur af
smásild fljóti þar upp, eftir
veiðar hringnótaskipa að
undanförnu. „Smásildin lifir
af, ef henni er sleppt, áður en
verulega er farið að herða að,
en enginn vafi er á þvl, að hún
drepst, ef margsinnis er kastað
á sömu torfurnar, eins og mun
vist hafa gerzt,“ sagði Hjálmar
ennfremur.
Hiálmar var leiðangursstjóri
á Arna Friðrikssyni á miðun-
um fyrir'siðjistu helgí og sagði
hann að þá hefði verið tekin
ákvörðun um að loká svæði við
Hrollaugseyjar. „Við fylgjumst
einnig með veiðisvæðunum
austan Ingólfshöfða’ og' á
öræfagrunni en þar hafði
ástandið skánað, þrátt fyrjr að
sildin væri enn töluvert blönd-
uð.“
„Við ætlum að kanna enn
betur lokaða svæðið . við
Hrollaugseyjar i dag,“ sagði
Jakob Jakobsson fiskifræðing-
ur um borð i Arna Friðrikssyni
i gær er DB hafði samband við
hann vegna þessa máls. „Ef
mikið hefur verið drepið af
smásild verðum við að gripa til
enn frekari lokunaraðgerða."
Sagði Jakob, að aflinn virtist
samt vera sæmilegur, hvað
varðar stærð sildarinnar, sér-
staklega i Lónsvikinni og sagði
hann veður á miðunum vera
afskaplega gott. - HP
SKARTGRIPAÞJÓFAR
Á FERÐ Á ÍSAFIRDI
— íþriðja sinn sem brotizt er
innísömu búðinaþar
„Ég verð liklega að hætta að
stilla svona fallega út i glugg-
ann,“ sagði Axel Eiriksson úr-
smiður á Oðinsgötu 1, en hann
rekur jafnframt úra- og skart-
gripaverzlun á Isafirði. Brotizt
var inn i Isafjarðarútibúið aðfara-
nótt sl. föstudags og þaðan stolið
gripum að verðmæti tæplega 400
þúsund kr.
verið að verki. Fyrsta innbrotið,
sem framið var fyrir þremur
árum, hefur aldrei komizt upp,“
sagði Axel.
Að þessu sinni voru það tölvu
karlmannsúr sem stolið var, kven-
mannsör, gullhálsmen, silfur- og
gullhringir, armbönd og ein vasa-
tölva.
„Þetta er í þriðja sinn sem brot-
izt er inn í Isafjarðarbúðina. öll
þrjú innbrotin hafa verið með
þeim hætti að rúðan í sýningar-
glugganum er brotin. Fyrir rúmu
ári síðan var stolið fyrir um það
bil 200 þúsund kr. Þá var lögregl-
an svo snögg að upplýsa málið að
hún hafði ákveðna menn grunaða
og sótti þá heim strax um nóttina.
Voru það heimamenn sem höfðu
Guðmundur Sigurjónsson full-
trúi bæjarfógetans á Isafirði
sagði að unnið væri að rannsókn
málsins bæði á Isafirði og I
Reykjavík. Er sjálfsagt að biðja
fólk að vera á verði ef það verður
vart við að einhver býður eitthvað
af þýfinu til kaups á „frjálsum
markaði" og gera þá lögreglunni
aðvart.
- A.Bj.
Li'W
T -Sfc'**-£■ PrBmLT
% * *//% n j B
Námslán:
Tilkynningar
sendar út í dag
Blikksmiðir berjast
gegn vágestinum
„Við komumst yfir fyrstu
umferðina af erlendum um-
sóknum í gær og sendum út
tilkynningar til lánabeiðenda
og umboðsmanna þeirra," sagði
Sigurjón Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Lánasjóðs isl.
námsmanna, f viðtali við DB.
„Fólk getur því átt von á til-
kynningum um haustlánin til
þeirra, sem stunda nám er-
lendis næstu daga.“
Sigurjón sagði, að sennilega
myndi afgreiðsla naustlánanna
til námsmanna hér heima drag-
ast um viku.
„Það er hins vegar ljóst, að
■við getum varla afgreitt nema
um 10% af þeim umsóknum,
sem nú hafa verið sendar út
tilkynningar um,“ sagði Sigur-
jón. „Það vantar alltaf geysi-
mikið af fylgiskjölum og eins
hefur verkfallið tafið fyrir
heimsendingum þeirra."
- HP
Reykjavíkurskákmötið ífebrúar:
H0RT 0G SPASSKY
GETA EKKIK0MIÐ
Hort og Spassky geta hvorugur
tekið þátt f 8. Reykjavíkurskák-
mótinu i febrúar næstkomandi.
Larsen hefur boðað komu sína og
nýlega barst bréf frá brezka stór-
meistaranum Miles um að hann
komi til leiks.
Hort getur ekki komið þar sem
hann er bókaður í Tito-skákmótið
í Tékkóslóvakíu. Hann býst við
þvf, að Smejkal geti komið í sinn
stað.
Einvígi þeirra Spasskys og
Korchnois kemur í veg fyrir þátt-
töku Spasskys. Það hefst í Bel-
grad i Júgóslaviu hinn 15. nóvem-
ber næstkomandi. Telur Spassky
sennilegt, að einvígið kunni að
standa út ailan janúar en Reykja-
vikurmótið hefst hinn 4. febrúar,
eins og áður hefur komið fram.
Bandaríski stórmeistarinn
Walter Browne hefur þegið boð
um þátttöku. Biður hann í bréfi
sínu afsökunar á þvi, hversu seint
hann svari, en hann hafi verið svo
önnum kafinn undanfarið við að
vinna Bandaríkjameistaramótið i
þriðja sinn í röð. Hann tekur boð-
inu um þátttöku i Reykjavíkur-
mótinu með þökkum og kveðst
munu láta gamminn geysa. i
hverri skák sem hann tefli hér.
Von er á Tal og Romanishin til
þátttöku frá Sovétrikjunum, enda
þótt ekki hafi borizt svar frá þeim
enn. Þá er beðið eftir svari frá
þeim Ljubojevic og Kurajica frá
Júgóslavíu.
Frá Bobby Fischer hefur enn
ekkert þeyrzt. Ekki er þó útilokað
að hann komi á óvart með þátt-
töku.
Alþjóðlega meistaranum
norska, Leif ögaard.hefur verið
boðið til mótsins. Þá er talið, að
vestur-þýzki stórmeistarinn
Hílbner hafi hug á að þiggja boð,
ef hann fær það. Þá er einnig rætt
um Kavalec og Lombardy frá
Bandaríkjunum, og Timman og
Sosonko frá Hollandi.
Friðrik, Guðmundur og Ingi R.
verða með í mótinu eftir því sem
bezt er vitað, auk þeirra Jóns L.
Árnasonar og Helga Olafssonar.
- BS
Það er ekkert gamanmál fyrir voðum. Nýlega samþykkti stjórn að vinna að og koma á verklegum
þá sem verða fyrir barðinu á elds- Félags blikksmiða á fundi sfnum kennsluæfingtim i brunavörnum
fyrir starfsfólk í iðnaðinum.
Markmiðið er æfing fyrir hverja
blikksmiðju, en þær eru 18 á
Reykjavíkursvæðinu. I fyrradag
fór fyrsta æfingin fram. Það var 1
Biikksmiðjunni Vogi I Kópavogi,
og þar var þessi mynd tekin.
DB-mynd BJarnlelfur.
r
===== H0LASP0RT =
HÓLAGUM—BREIÐHOLTI
Nýkominn
Sundfatnaður
frá SPEED0 ogARENA
Merkin sem allirþekkja
Allar stærðir, margirlitir
VERÐ:
Sundbolir fró 2.060—3.100
Sundskýlur fró 900—1.670
Einnig sundgleraugu,
sundhettur, sundspaðar,
sundboltaro.fi. o.fl.
Póstsendum um land allt
HÓLASP0RT
Hólagarði — Lóuhólum 2-6
Sími 75020
-