Dagblaðið - 02.11.1977, Side 13

Dagblaðið - 02.11.1977, Side 13
OAGBLAÐIÐ. MlÐVl KUDAGUR 2. NOVEMBER 1977. 13 Böm Jayne Mansfíeld fá ekkert Jayne Mansfield ásamt elztu dóttur sinni og nöfnu árið 1959. Eftir 10 ára baráttu fyrir dómstólum hefur fimm börnum leikkonunnar Jayne Mansfield heitinnar veriö sagt að líklega muni þau engan arf fá. Leikkonan lézt aðeins 34 ára að aldri í bílslysi og var þá skuldug upp fvrir haus. Það fé sem af- gangs varð fór svo uð mestu í málaferli varðandi arfinn. - DS þýddi. Dauðsföllin í Stammheim Nýafstaðnir atburðir í Vestur-Þýskalandi og það á- stand sem þar er að skapast leiða hugann að þvi ófullkomna uppgjöri sem vestur-þjóðverjar framkvæmdu við hina skuggalegu slóð sem nasisminn skildi eftir sig. Astæðurnar eru fyrst og fremst þær, að við skiptingu Þýskalands í stríðslok voru vestur-þjóðverjar settir i varðstöðu gegn frekari út- þenslu rússa og kommúnismans vestur á bóginn. Þetta leiddi til þess að uppgjör við ýmsa hátt- setta embættismenn Þriðja ríkisins fór ekki fram eða þeir voru kallaðir til starfa á ný sem skeleggir baráttumenn gegn hinni sívaxandi hættu úr austurátt. Það skyldi þó ekki vera að gleymst hafi að segja upp göml- um starfsmönnum I Stammheim fangelsinu eða þeir hafi verið endurráðnir og þar væri að finna ástæðuna fyrir hinum skyndilegu dauðs- föllum hinna einangruðu fanga. Dauðsföllin áttu sér stað af alkunnri þýskri stundvísi. Allir fangarnir virðast hafa stytt sér aldur á svo til sömu mínútunni. Morgunblaðið lýsir þessum atburði sem nýju reiðarslagi fyrir vestur-þjóðverja. Hvernig ætti það að teljast reiðarslag fyrir þá með sllkt „kapazitat" sem þeir höfðu á þessu sviði, þó að tveir borgarskæruliðar skjóti sig 1 hnakkann og einn hengi sig, — nema ef fanga- verðirnir hafi veitt þeim gamal- kunna aðstoð? Það verður ekki auðvelt fyrir vestur-þýsk stjórnvöld að afsanna þann möguleika. Þess má minnast að ekki er langt síðan að föngum í Þýskalandi var gefinn kostur á því að skjóta sig sjálfa eða þola að öðrum kosti hæga hengingu. Þetta átti þó aðeins við ef um mikilsháttar persónur var að ræða. Eitthvað slíkt skeði með hershöfðingjana Rommel og Beck. Þeir sem ekki urðu þessa heiðurs aðnjótandi voru skotnir af SS aftökusveitum eins og von Stauffenberg o. fl. eða fengu hæga hengingu eins og borgarstjórinn I Stuttgart og von Witzleben og margir aðrir. Við henginguna voru notaðir píanóstrengir (músfkalskt). Allt voru þetta meiriháttar og sannir þjóðverjar sem reyndu á sfðustu stundu að bjarga föður- landinu frá tortímingu. Ætli minningu þeirra sé mikill sómi sýndur f Vestur-Þýskalandi f dag? Og hvað með alla hina? Það skýla sér fleiri bak við Berlfnarmúrinn er austur- þýskir kommúnistar. Ymsir vestan múrsins hafa notað hann til að fela sig bak við til að hylja skuggalega fortfð sína. Ekki eru nema fá ár sfðan það kom f ljós að einn af aðalbanka- stjórum eins stærsta banka Vestur-Berlfnar var marg- faldur fjöldamorðingi. Hann var strax tekinn úr umferð þeg- ar sannleikurinn kom f íjós. Hinsvegar var ekki gerð nein „Panik" leit f kerfinu að fleiri slfkum. (Jr þvf farið er að ræða um Berlfnarmúrinn sem skipar svo stóran sess f þýskri samtfma- sögu, þá má lftillega geta um tilkomu hans. Berlfnarmúrinn var nefnileea ekki reistur til að loka austur-þjóðverja inni, heldur lfka til að loka vestur- Berlfnarbúa úti. Þannig var mál með vexti að ýmsar matvörur voru mun ódýrari í Austur-Berlín, heldur en i Vestur-Berlín, svo sem kjöt, smjör, egg og fl. Þar við bættist að austur-þýska markið gekk manna á milli í skiptum fjögur á mó'ti einu vestur marki, þegar opinbert gengi var eitt á móti einu. Þýsku húsmæðurnar sem eru allra húsmæðra hagsýnastar i inn- kaupum streymdu frá Vestur- Berlín með ódýr austur-þýsk mörk og tæmdu mat- vöruverslanir í Austur-Berlfn jafnóðum, þannig að ekkert stóð vió A-þýsk stjórnvöld sáu sér leik á borði, — reistu múrinn og slógu tvær flugur f einu höggi — lokuðu eigin þegna inni og vestur þýskar húsmæður úti. Sú táknmynd sem " Berlínarmúrinn hefur orðið vestan megin („Ich bin ein Berliner," — svo mælti Kennedy) hefur á margan hátt orðið til þess að v-þjóðverjar hafa aldrei gert hreint fyrir sín- um dyrum heima fyrir — og réttlætt ýmsa vafasama aðila og aðgerðir þeirra ef þær hafa beinst gegn vinstri sinnuðum öflum f þjóðfélaginu. Þessi af- staða hefur sfðan kallað fram gagnstæð öfgaöfl. Með þvf að stinga aldrei til fulls á kýlinu frá nasistatímanum hefur grafið út úr þvf á báða vegu, Baader-Meinhof og aðrir slíkir hópar á aðra hlið og nýnasistar á hina. Þýsk stjórnvöld grfpa nú f vaxandi mæli til sérstakra öryggissveita til að halda ástandinu 1 skefjum. Það má kallast söguleg kald- hæðni að v-þjóðverjar og israelsmenn geta nú keppt um Kjallarinn Josef Strauss, sem hrópaði á að lög og reglu yrði komið á með gamalkunnum hætti. Vonandi fer ekki fyrir vestur- þjóðverjum eins og gyðinga- stúlkunni í kvikmyndinni ,jNæturvörðurinn“ sem sýnd var hér fyrir nokkru. Stúlkan hafði f fangabúð nasista gerst lagskona eins af fangavörðum sfnum eftir að hann með sadisma hafði náð valdi yfir henni þannig að hún fór sjálf að hafa nautn af því að vera beitt kynferðislegu ofbeldi. Þegar hún fékk frelsi sitt hvarf hún sfðar meir aftur til böðuls sfns af því að hún hafði nautn af þvf að hlýða og lúta kúgara sfnum. Bjöm Jakobsson það hvort ríkið eigi djarfari stormsveitum á að skipa. Helmut Schmidt kanslari stendur nú frammi fyrir þvf að ekki er nóg að setja upp sams- konar höfuðfat og Ernst Thalmann til að ná jafnvægi. Sennilega þarf hann við mótun stefnu sinnar að rifja upp sögu þýska jafnaðarmannaflokksins og draga lærdóm af því hvaða þátt ákvarðanir f.vrsta kanslara flokksins Friederik Ebert áttu f hruni Weimarlýðveldisins. Annars gæti svo farið að hiö nýja andlit Vestur-Þýskalands yrði það sem bírtist bak við skothelt gler i pcrsónu Franz Hinir viljalausu halda oft að þeir geti leyst vandamál sfn með þvf að gefast öðrum á vald og þeir sem gefast upp fela sig gjarnan Guði á vald, en gleyma því jafnan að það eru þeir sem viljann hafa sem taka völdin og ráð þeirra f hendi sér. Guð kem- ur þar hvergi nærri, enda gaf hann mannskepnunni það for- skot fram yfir aðra að geta hugsað sjálfstætt og tekið ákvarðanir samkvæmt þvf. Hann hefur aldrei helgað rétt eins yfir öðrum. Einstaklingar jafnt sem þjóðir sem ekki glata þessum rétti til annarra eru einir færir um að skapa heilbrigt samlff og samfélag. Ef sjálfstæði einstaklinga er brotið á bak aftur og lýðræðinu er hætt, þá er ekki fyrst og fremst við þá að sakast sem hrifsa til sín völdin, — heldur hina sem beygja sig í auðmýkt og hlýða. Björn Jakobsson. J

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.