Dagblaðið - 02.11.1977, Side 19

Dagblaðið - 02.11.1977, Side 19
\<;m..\t>H> Mim iKru \<;n< 2 movkmhkk 1077. Cirkus tekur upp æfingar á nýjan leik —og nú er frumsamið efni nær eingöngu á stefnuskránni Hljómsveitin Cirkus er byrjuð að æfa á ný eftir að starfsemi hennar hefur lefiið niðri siðan i vor. Meðlimir hljómsveitarinnar dreifðust þá út um allt, ef svo má segja. Sumir fóru út á land og aðrir til annarra landa. ,,Það má segja að við tökum upp þráðinn þar sem við hættum, það er að æfa frum- samið efni eftir meðlimi hljómsveitarinnar," sagði Sævar söngvari Sverrisson, er Dagblaðið heilsaði upp á meðlimi Cirkuss í vikunni. ,,Við vorum nokkuð komnir á veg með þessi lög, er við ákváðum að hætta," bætti hann við. Tónskáld Cirkuss eru þeir Helgi Magnússon hljómborða- leikari og .gitaristinn Örn Hjálmarsson. Þorvarður bróðir Arnar semur textana, — hann leikur á bassa i hljómsveitinni. Fimmti meðlimurinn er síðan Davíð Karlsson trommuleikari. — Þeir voru beðnir um að lýsa þeirri tónlist, sem þeir fást við að leika þessa dagana. „Þetta er eins konar jassfunk," svaraði Örn, ,,þó með danstakti, — engin diskó- tónlist eins og við fluttum síðastliðinn vetur, en samt vel fallin til að dansa eftir." Textar Þorvarðar eru á íslenzku — svona vinnutextar — eins og hann nefndi þá. Þeir hafa í huga að koma þessu frumsamda efni á hljómplötu og hafa þreifað fyrir sér i þeim efnum. „Við erum að bíða eftir svari frá hljómplötuútgefendum þessa dagana," sagði Þor- varður, en bætti því við að þeir b-yggjust þó ekki við við- brögðum fyrr en séð yrði hvernig jólamarkaðurinn þróaðist. „Anr.ars liggur okkur ekk- ert á,“ sögðu þeir Cirkusmenn. Við erum ekki með nógu góð hljóðfæri þessa dagana, því að við seldum allt sem við áttum I vor. Hvenær við byrjun að CIRKUS — Hafa hug á að bæta einum manni í viðbót í hljómsveitina. DB-mynd: Árni Páll. spila? Ja, eftir mánuð, kannski." Þá bættu þeir því við að enn vantaði einn mann í hljóm- sveitina, — hljómborðsleikara, sem gæti raddað undir með Sævari og Erni gítarleikara. Þeir hafa einn mann í huga, — sem þeir vilja reyndar ekki nafngreina, — en hann gefur svar í næstu viku. Þá er stóra spurningin: Hver er maður- inn? -AT- Hljómsveitin Octopus ýtir á flot Þegar kvölda tekur og nóttin færist yfir taka að berast ókennileg hljóð út úr húsi einu, gömlu, sem stendur við Sigtún i Reykjavik (götuna vel að merkja). Þeir sem nær ganga eiga vafalaust erfitt með að fá botn í hljóðin, en ef þeir gerast svo djarfir að gægjast á glugga, koma þeir auga á unga menn í þrekleikfimi. En ekki gefa tilvonandi þrekmenni frá sér siik firn af hávaða að stundum mmmr helzt á þotuhljóð. Nei, ef lengra er farið, kemur í ljós að í hinum endanum er rokk- hljómsveit við æfingar og dregur ekki af sér. Þessa hl.iómsveit skipa fimm manns ogkalla sig Orlopus.Dagblaðið heimsótti þá á æfingu á mánu- dagskvöldið. „Blessaður, við erum nýbyrjaðir. Við fengum þetta æfingahúsnæði fyrir hálfum mánuði og vorum þá aðeins komnir með fjögur lög," sagði gítarleikari Ocopusar, Sigur- geir Sigmundsson, er hann var spurður hvort hljómsveitin hefði komið einhvers staðar fram opinberlega. Hann bætti því við að hljómsveitin skemmti f.vrst á miðvikudags- kvöldið (í kvöld) á fjölbrauta- skólaballi. „Við ætlum að halda okkur við skólaböllin, þar til hagurinn hefur vænkazt og við getum fengið okkur al- mennileg hljóðfæri," bætti Sigurgeir við. Þá voru þeir spurðir hvers konar tónlist þeir hygðust aðallega flytja. „Múísk." Þeir brosa út að eyrum og ranghvolfa í sér augunum. „Ætli megi ekki kalla það alhliða rokk," segja þeir loks. Auk Sigurgeirs, sem áður er nefndur, skipa hljómsveitina þeir Gústaf Guðmundsson trommuleikari, Jóhann Friðrik Klausen píanóleikari, Birgir Ottósson bassaleikari og söngvarinn, Eiríkur Hauksson. — En hvar skyldu þessir menn hafa leikið áður. Þeir líta hver á annan. „Blessaður, við skulum ekki minnast á það," sagði Sigur- geir, en einhver, sem ekki vill því út úr sér að þeir hafi komið við sögu á Röðli og í Þórskaffi hér fyrr á árum. En hvað um það. Hljómsveitin Octopus er að ýta á flot. OCTOPUS — Halda sig við skólana þar til þeir eiga fyrir almennilegum hljóðfærum. DB-mynd: Árni Páll. LúdóogStefán: ISAMA FARIÐ LUDÓ OG STEFÁN Utgefandi: SG hljornplotur (SG-107). UpptökumaAur: Sigurður Ámason. Utsetningar og hljomsveitarstjorn: Jón Sig- u'ðsson. Upptakan fór fram í Tóntækni. Þessi nýja hljórrplata Lúdó og Stefáns er beint framhald af þeirri fyrri sem kom út í fyrrahaust. Sú hlaut aldeilis óvæntar viðtökur og eitt lagið, Öisen. ólsen, hljómaði i út- varpi langt fram á vor. Svo rammt kvað meira að segja að vinsældunum að einn stjórn- andi i.aga unga fólksins sá sig tilnevddan að bannfæra lagið í þætti sínum — hefur kannski ekki þótt það nógu menningar- legt til að það fengi að hljóma í þætti sínum. Nýja platan ber þess nokkur merki að nú hefur aftur átt að leika sama leikinn og áður. En þarna er enginn Ölsen ólsen né annað lag sem er vænlegt til neinna svipaðra vinsælda. Þá er lagavalið ekki eins ferskt og á fyrstu plötunni. Sama gerðist er American Graffiti-plöturnar voru gerðar. Sú fyrsta var ágæt en plata númer tvö ekki svipur hjá sjón. Hljóðfæraleikur Lúdó- manna er svipaður og áður og breytist tæplega úr þessu. Þar ber ekki á neinum öðrum fremur. Þeir Stefán, Berti, Hans og Elvar Berg hafa starfað meira og minna saman að hljómsveitamálum síðan 1959 og þekkja orðið hver ann- an. Þvi eru þeir ekki að glíma við neitt sem þeir vita að þeir ráða ekki við heldur koma því til skila sem þeir ætla sér. Þetta er stærsti kostur Lúdó og Stefáns. Fyrir þessi jól koma út þrjár plötur sem eru eins konar upp- rifjun á gömlu lögunum. Auk Lúdóplötunnar eru þetta plata Dúmbósextettsins og Gamlar, góðar lumraur. Markaðurinn fyrir þessar upprifjunarplötur ætti því að vera sæmilega mettaður i bili. - ÁT -

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.