Dagblaðið - 02.11.1977, Síða 28

Dagblaðið - 02.11.1977, Síða 28
Fyrirhugað er að setja dælu- búnað á varnargarð umhverfis Kísiliðjuna í Mývatnssveit og freista þess að leika sama-leik- inn og i Vestmannaeyjum, nefnilega að dæla vatni á hraunstraum sem þangað kynni að leita. Verða dælur verksmiðjunnar sem notaðar eru til þess að dæla úr vatninu notaðar við þennan útbúnað, en ennþá er ekki búið að tengja búnaðinn. Valdimar Jónsson verkfræði- verði i dag Mikill viðbiínaður íbyggðinni ogvið stórmannvirki sveitarinnar prófessor sem var yfirdælu- meistari í Vestmannaeyjum við eldsumbrotin þar, mun hafa skipulagt aðgerðirnar við Kísil- iðjuna. Ekki tókst að hafa upp á honum, en prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson, einn þeirra manna sem framarlega stóðu í tilrauninni í Vestmannaeyjum sagði að reyna ætti að verja verksmiðjuna með þessum út- búnaði. ,,Það er samt alltaf undir hælinn lagt, hvers konar hraun kemur þarna upp á yfirborðið," sagði Þorbjörn. „í Vestmanna- eyjum var hrauirið svo þykkt, að það lagðist utan í garðana og styrkti þá þannig enda rann það mjög hægt. í Mývatnssveit gæti hraunið verið það þunnt að hætta væri á því að það færi undir garðana. Tilraunin verður því fólgin i því að kæla hraunkantinn og freista þess að láta hann styrkja varnargarð- ana.“ - HP Fyrstu snjó- kornin íhöfuð- borginni í morgun Undanfarna daga hefur verið frost i höfuðborginni og f morgun féllu fyrstu fisléttu snjókornin þar til jarðar. Það var þó ekki meira en svo að rétt mátti greina snjófölið upp við gangstéttar- brúnirnar. Spáin hljóðar upp á áframhaldandi kulda sunnan- lands og skýjað með köflum. Sunnlendingar mega vel við veðurfarið una og náttúrufegurðin bæði kvölds og morgna er ólýsanleg. Það er með ólíkindum að komið er fram í nóvember og ekki bólar á neinu „vetrarveðri“ enn sem betur fer. DB-mynd Bjarnleifur. -A.Bj. Kælingar- útbúnaður við Kísiliðjuna: „Hraunið gæti runnið undir vamargarðana” —segir Þorbjörn Sigurgeirsson „Það er heldur að draga úr gosóróanum," sagði Jón Illuga- son, formaður almannavarna- nefndar Mývatnssveitar í við- tali við Dagblaðið um kl. hálf- níu í morgun, en það var rétt fyrir kl. hálfsjö, að almanna- varnanefndarmenn voru ræstir út til stjórnunarstarfa. Þá hafði orðið vart við stöðuga jarð- skjálftahrinu á öllum skjálfta- mælum í sveitinni og bjuggust menn við tíðindum þá og þegar. „Upptökin eða mesti gosóró- inn virðist vera í Gæsadal, sem er skammt frá Gæsafjöllum, og ekki langt þar frá, sem hraunið rann 8. sept.,“ sagði Jón enn- fremur. „Landsig við Kröflu hætti núna um kl. átta og það sem virðist undarlegast, er að hola nr. 5 hefur ekki breytt sér enn, eins og hún gerði fyrir siðustu umbrot, en þá lækkaði vatnsborð hennar skyndilega." Jón sagði að felld hefði verið niður kennsla í barnaskólanum í morgun og að Kísiliðjan hefði verið rýmd um sjö-leytið. Þá væru allir við Kröflu í við- bragðsstöðu og verið væri að hringja út nánari fyrirmæli til fólks. „Hér eru allir hinir róleg- ustu, fólk hefur búizt við þessu svo lengi,“ sagði Jón ennfrem- ur. „Við erum með varðmenn sitt hvorum megin við Bjarnar- flagið og hér í nýju stjórnstöð- inni eru átta menn á vakt. Við eigum svo von á liðsstyrk frá Húsavík. Veður er gott I Mývatnssveit, logn og átta stiga frost, en mikil hálka á vegum. Hefur öll ónauðsynleg umferð um sveit- ina verið bönnuð um stundar- sakir. - HP Hörkuárekstur ímiðunum: Amí íGÖrÖUIII íHættU UIU tíma Það óhapp varð á síldarmiðun- um við Suðausturland i fyrrinótt að vélbátarnir Jón á Hofi og Árni í Görðum rákust harkalega sam- an. Það var stefni Jóns á Hofi sem gekk inn í bakborðssíðu Árna í Görðum. Varð af mikil rifa niður fyrir sjólínu og fossaði sjór í lest Árna í Görðum. Þegar verst stóð var Arni í Görðum orðinn mjög siginn og var allt gert klárt til að yfirgefa skipið. En um leið og áreksturinn varð hófu skipverjar á Arna með aðstoð áhafnar á Jóni á Hofi að reyna að þétta rifuna. Var jafn- framt dælt með mörgum dælum úr skipinu. Um síðir tókst að loka rifunni á skipshliöínni að mestu og hélt þá Arni í Görðum af stað til Eyja fyrir eigin vélarafli. Þagnað var komið um miðnætti og hafði ferðin gengið vel. Varðskip fylgdi bátnum á leiðinni til Eyja og varð- skipsmenn aðstoðuðu einnig við rifuþéttinguna. - ASt. „Krossaprdfið” varð ofan á Fimm spumingar um þjóðmál samfara prófkjöri D-listans —og þær fimm fyrstu sem berast verða valdar Fimm spurningar um lands- mál verða lagðar fyrir kjósend- ur i prófkjöri sjálfstæðismanna í borginni. Nú verður vafalaust handagangur í öskjunni þvi að teknar verða þær fimm fyrstu sem berast með tilskildum fjölda undirskrifta. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfél'ag- anna í Keykjavik í gærkvöldi. Samþykkt var að spurningarn- ar mættu ekki vera perxónuleg- ar. það er ekk-i „beinast að ti 1 - teknum einstaklingum eða hópi“. Að minnsta kosti 300 flokksbundnir, reykvískir sjálf- stæðismenn þurfa að undirrita beiðni um spurningu. Énginn má bera fram fleiri en eina •spurningu. Spurningu þarf að leggja fyrir stjórn fulltrúaráðs- ins fyrir 8. nóvember og skal þa lengin staðfesting á að hún veiði tekin til greina, ef hún sé studd tilteknum fjölda. Spurn- ingu skal síðan, með tilteknum fjölda undirskrifta, skilað á eigi skrifstofu fulltrúaráðsins síðar en 10. növember. Ef færri en þrjár spurningar berast, getur stjórn fulltrúa- ráðsins ákveðið að þessi skoðanakönnun fari ekki fram. Haraldur í fullum gangi A fundinum í gærkvöldi voru 50—60 manns. Aðeins nokkrir voru andvígir slíkri skoðana- könnun samfara prófkjörinu. Haraldúr Blöndal lögfræð- ingur, einn frambjóðenda i prófkjörinu, hefur boðað undir- skriftasöfnun um spurningu um afstöðu til kaupa ríkisins á Víðishúsinu. Hann sagði i morgun, að undirskriftum yrði safnað i dag og stefnt að því að flýta söfnuninni sem mögulegt er. Haraldur er andvígur kaup- um á Víðishúsinu, af því að hann vill ckki flutning stjórnarráðs úr miðbænum. - HH irjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 2, NÓV. 1977. Dágóð sfld- veiðiínótt Dágóð síldveiði var enn í nótt hjá reknetabátunum. Er síldin nú komin vestur undir Skaftárósa að •sögn Jakobs Jakobssonar á Árna Friðrikssyni. Hringnótabátar. sumir fengu og sæmilegan afla. Aðrir hringnótabátar leituðu fyrir sér á Lónsbugt en ekki hafði frétzt um nein uppgrip þar, en vart hefur þar orðið stórsfldar þó lítið hafi fengizt. Síldin er þokka- leg, en ekki hrein stórsíld að sögn Jakobs. Veður fór versnandi síðari hluta nætur. - ASt. Norðurland vestra: Sjö íframboð íprófkjöri hjá framsókn Framsóknarmenn I Norður- landi vestra eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings og verður prófkjör haldið í kjördæminu sfð- ar í þessum mánuði. Sjö manns hafa tilkynnt um þátttöku slna í prófkjörinu, Bogi Sigurgeirsson, bæjarfulltrúi flokksins á Siglufirði, Brynjólfur Sveinbergsson á Hvammstanga, Guðrún Benédiktsdóttir á Hvammstanga, Magnús Ölafsson á Sveinsstöðum, Ólafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra og for- maður flokksins, Páll Pétursson alþingismaður og Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki. - HP Nýjar smáauglýsingar: Fimm sinnum fleiri ÍDB Yfirburðir DagDlaðsins í smáauglýsingum fara vaxandi. Á mánudaginn var svo komi$, að Dagblaðið hafði fimm sinn- um fleiri nýjar, áður óbirtar smáauglýsingar en það blað, isem næst kemur I röðinni. Þennan dag voru 159 nýjar, áður óbirtar smáauglýsinear í Dagblaðinu, en aðeins 32 í Vísi. 47 nýjar bílaauglýsingar voru I DB á móti 10, 20 á móti 3 i Húsnæði óskast, 8 á‘ móti 2 i Húsnæði í boði, 12 á móti 1 í Atvinna óskast, 6 á móti 3 í Atvinna í boði, 4 á móti 0 í Hljóðfæri, 3 á móti o I Heimilistæki og 15 á móti 3 I Húsgögn. Svo virðist sem treg sala sé í þeim hlutum, sem auglýstir eru annars staðar en í Dag- blaðinu. Til dæmis hefur einn smáauglýsandinn í Vísi reynt að selja sama gula Volvoinn f næstum þrjár vikur. I því blaði eru smáauglýsingar flestar inni dögum saman, en í Dag- blaðinu eru þær oftast aðeins birtar einn dag. Enda nægir það.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.