Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977.
Kollhnís ílandbúnaðarmálum:
BÆNDUR KREFJAST AÐ RÍKIÐ KAUPI
HLUTA SMJÖRFJALLSINS OG FELLI
NIÐUR SÖLUSKATT AF KJÖTI
— í staðinn ætla þeir „að taka á sig” jaf nháa upphæð í nýjum
kjarnfóðurskatti sem renni til landbúnaðarins
„Nei, það var ekki með glöðu
geði sem bændur á aukafundi
Stéttarsambands bænda sam-
þykktu heimild til Framleiðslu-
ráðs til að leggja 25% gjald á
innflutt kjarnfóður miðað við út-
söluverð í Reykjavík,“ sagði
Agnar Guðnason blaðafulltrúi
sambandsins í viðtali við DB.
„Þetta er heldur ekki neinn
smáskattur sem bændurnir
gangast undir að taka á sig.
Skatturinn getur þýtt um 300
þúsund króna aukagjald á
meðalbýli. Gert er ráð fyrir að
gjaldið gefi um 1200 milljónir
króna, sem ganga á til verðbóta á
framleiðsluna."
í landinu eru nú um 3700
bændur sem hafa aðalframfæri
sitt af landbúnaði. Hefuibændum
fækkað jafnt og þétt. Fyrir fáum
árum voru þeir yfir 5000 talsins.
Nýja álögugjaldið á kjarnfóðrið
var upphaflega áætlað 8% af
kjarnfóðurverði. Sú prósentutala
var rædd á aðalfundi stéttar-
sambandsins í ágúst. Nefnd sem
unnið hefur að samningu frum-
varps til nýrra framleiðsluráðs- H
laga taldi hins vegar 8% gjald
ekkert duga og reiknar með 25%
gjaldi. Sú upphæð gjaldsins var
svo kynnt á bændafundum að
undanförnu og loks samþykkt á
aukafundi sambandsins á
miðvikudag með 32 atkvæðum
gegn 7.
Jafnframt þessari nýju álögu á
kjarnfóðri samþykkti auka-
fundurinn heimild til handa
framleiðsluráði til að ákveða mis-
munandi hátt verð á búvöru til
framleiðenda (kvótakerfi) ef
markaðsaðstæður einhverrar.
búvörutegundar eru þannig að
framleíðslutakmarkanir séu
nauðsynlegar.
Nýja kjarnfóðursgjaldið er
heimilt að endurgreiða til bænda
í byggðarlögum, jem hafa of lítið
heyfóður eða þar sem ástæður eru
þannig að endurgreiðsla er talin
nauðsynleg.
Nýja gjaldið á ekki að hafa
áhrif á útsöluverð búvöru.
I staðinn krafðist fundurinn
þess að stjórn Stéttarsambandsins
vinni að því við ríkisstjórnina að
hún felli niður söluskatt af kjöti
og kjötvörum, án þess að niður-
greiðslur verði skertar, einnig að
ríkissjóður veiti landbúnaðinum
fjárhagslegan stuðning til sölu
smjörs á niðursettu verði og að
verðmætaútreikningi land-
búnaðarframleiðslunnar verði
breytt vegna ákvarðana um út-
flutningsbætur, þannig að ríkis-
stjórnin komi til móts við bændur
að einhverjum hluta, svo tekju-
skerðing þeirra verði minni en
ella.
Þessi samþykkt felur. í sér að
bændur halda því fram að
verulega komi til með að vanta
upp á að útflutningsbætur dugi til
að tryggja bændum fullt verð
fyrir framleiðsluna. Blaðafulltrúi
Stéttarsambandsins áætlar nú að
ef ekkert er að gert muni þessi
upphæð nema um 300 þúsund kr.
á meðalbú á þessu verðlagsári,
eða sömu upphæð og talið er að
nýja kjarnfóðurgjaldið nemi á
meðalbú. -A.St.
Eitthvað fyrir sælkera hjá klúbbi matreiðslumeistara
Þrír félagar úr Klúbbi mat-
reiðslumeistara halda þarna á
sýnishorni af þeim krásúm sem
þeir bjóða upp á næstkomandi
sunnudag í salarkynnum Hótel-
og veitingaskólans í Sjómanna-
skólanum. Þar ætlar klúbburinn
að halda kaldaborðsbasar. Húsið
verður opnað kl. 11 f.h. Þarna
verða á boðstólum allskyns
kræsingar sem unnar eru af
klúbbfélögunum sjálfum. Basar
þessi er haldinn til styrktar starf-
semi klúbbsins en tilgangur hans
Torfunnier
hægtað
bjarga
- segja Torfumenn og
saka stjómvöld um
sinnuleysi um varð-
veizlu menningar.
verðmæta eða alltað
menningarfjand-
samlega afstöðu
Það er ekkert of seint að hefja
endurreisn Bernhöftstorfunnar,
segja forystumenn Torfusam-
takanna. Árum saman hafa þeir
háð baráttu fyrir þvi að Torfan
fái lífi að halda. Hún verði aftur
glædd lífi og þar fari fram líf og
starf. Eldurinn sem lagði hluta
húsanna í auðn breytir engu um
þetta, segja Torfumenn.
„Á undanförnum árum hefur
með ýmsu móti verið reynt að
vinna að því að fá ráðamenn til að
taka ákvörðun um að hefjast
handa um viðreisn Torfunnar.
Ekkert hefur áunnizt í þessu
máli. Viðbrögð ríkisstjórnar við
margvíslegum ábendingum og
uppástungum hafa allar verið á
einn veg — engu svarað, ekkert
gert," segir í fréttatilkynningu
samtakanna.
Torfan er u.þ.b. 150 ára gömul
húsaröð, sem allir sem til Reykja-
víkur hafa komið, þekkja mæta
vel. Hugmyndir um stjórnarráðs-
byggingu á þessum stað virðast
útilokaðar því borgarstjórn hefur
ákveðið að leyfa einungis
þriðjung þeirra bygginga á
þessum stað miðað við eldra
skipulag. „Niðurrif húsanna
getur úr því sem komið er ekki
talizt neitt annað en fullkomið
sinnulevsi um varðveizlu
menningarvcrðmæta ef ekki
hreinn menningarfjandskapur,“
segja Torfumen í tilskrifi sínu til
blaðsins.
Á sunnudaginn kl. 15 halda
Torfusamtökin aðalfund sinn í
Iðnó. Nánar er greint frá efni,
fundarins i dagbók blaðsins í dag.
-JBP-
er að vernda faglegan rétt klúbb- Það er vissara að vera ekki föt af mat á fimm stundarfjórð-
félaga og siuðla að bættri faglegri seinn á férðinni. Þegar svona bas- ungum. Og hvílíkar krásir!
þekkingu hér á landi. ar var haldinn í fyrra seldust 200 Ummmm. -A.Bj.
Norski
jólaplattinri
1977
kominn
SMMUtdKM
lðnartarhúsið
Ingólfsstra-ti
Bröttugötu 3a
sími 29410
Foreldrar — kennarar -
fóstrur
Hver bók
úrvalsbók
Berin á lynginu
ÖRVAR-ODDS
SAGA
Ættum við
að vera saman?
Þorskurinn
Jólafatamarkaður!!!
Tækifæriskaup!!!
Herra- og kvenfatnaður: ®
Blússur, peysur, buxur
ogfl. ogfl.
Barnafatnaður:
Úlpur, buxur, pey§ur,
síð pils, samfestingar
ogbolir
Verksmiðjuútsala
Model Magasfn
Ferðin að Tunguhálsi 9, Árbæ, borgarsig