Dagblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977.
frýálzi,áháð dagblað
Útgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. Handrit:
Ásgrímur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
Halldórsson.
Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8P kr.
eintakiö.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Freki frændinn
Við lítum á Færeyinga sem
frændur og vini. í huga flestra
íslendinga er sú þjóð okkur ná-
komnust. En þetta rættlætir ekki
pólitík stjórnvalda. í stað þess að
sækja hart á fiskimið okkar og
skerða kjör okkar ættu Færeyingar að sjá sóma
sinn í að leyfa íslendingum að búa að sínu.
Færeyingar hafa í ár hert sóknina á íslands-
mið. í fyrra var hér að meðaltali 3,1 færeyskur
togari þá daga, sem þeir veiddu hér við land. í
ár hefur þessi tala hækkað í 3,7. í fyrra voru að
meðaltali 9,7 færeysk línu- og handfæraskip. Sú
tala hefur hækkað mikið í ár og er komin upp í
17,2 skip að meðaltali á dag.
Við höfum komið Bretum og Þjóðverjum af
okkur, þótt seint gengi. Hér eru enn færeysk,
norsk og belgísk veiðiskip. Ráðherrar segjast
ekki vilja segja þessum samningum upp og tína
ýmislegt býsna lítilvægt til sem rök fyrir af-
stöðu sinni.
Færeyski samningúrinn leyfir togveiðar tíu
tiltekinna skipa, auk línu- og handfæraveiða.
Þeir mega veiða allt að sautján þúsund
tonn, þar af átta þúsund tonn af þorski. Auk
þessa samnings hafa Færeyingar fengið að
veiða loðnu.
Þegar sjávarútvegsráðherra ver þessar
veiðar höfðar hann gjarnan til tilfinninganna
með því að útlista, að Færeyingar séu svo
skyldir okkur, að hann líti ekki á þá sem aðra
þjóð. Þeir séu einnig smælingjar, sem þurfi á
aðstoð okkar að halda. í reyndinni hugsa Fær-
eyingar um sinn eigin hag. Afstaða þeirra í
síðasta þorskastríði okkar við Breta kom okkur
illa, þarsem brezkuskipin gátu leitað athvarfs í "
Færeyjum og þurftu ekki að sigla alla leið til
Bretlands, þegar þeim þótti slíkt henta. í reynd
eru Færeyingar ekki þeir smælingjar, sem ráð-
herra vill vera láta. Þeir eru yfirleitt á undan
okkur í nýjungum í veiðitækni og vinnslu. Þeir
búa við hærri laun en fólk á íslandi.
Sjávarútvegsráðherra telur það mjög mikil-
væga ráðstöfun, þegar hann bannar veiðar
íslenzkra skipa í nokkra daga og aflinn
minnkar við það kannski um ein tíu þúsund
tonn. Átta þúsund tonn, sem Færeyingar hirða,
jafngilda veiðibanni á íslenzk skip í viku. ís-
lenzkum sjómönnum þykir þessi gjafapólitík
gagnvart Færeyingum á kostnað okkar eigin
veiða býsna sárgrætileg.
Samningar um loðnuveiði eru í undirbún-
ingi. Á nýafstöðnu þingi Farmanna- og fiski-
mannasambandsins var því harðlega mótmælt.
Engin vissa er til staðar um það loðnumagn,
sem óhætt er að veiða á miðunum hér við land,
án þess að stofninum stafi hætta af. Loðnu-
stofninn ætti að vera baktrygging okkar, þegar
takmarka þarf aðrar veiðar. Islenzkir sjómenn
eiga að vera einir um þær veiðar.
Þótt við höfum mikla samúð með Færeying-
um, eigum við ekki aó láta þá vaða yfir okkur.
Öllum samningum um veioar út'hendinga á ís-
landsmiðum á að segja upp, einnig samningun-
um við hina freku frændur okkar.
Júgóslavía:
JOVANKA - TRYGGUR
FÖRUNAUTUR TÍTOS
HEFUR EKKISÉZT
í FIMM MÁNUÐI
Fimm mánuðir eru síðan
Jovanka, eiginkona Titos, sást á
opinberum vettvangi. Búizt
hafði verið við að hún kæmi
opinberlega fram á þjóðhátíðar-
degi Júgósiavíu á laugardaginn
var, en svo varð ekki. Opinberir
aðilar höfðu sagt erlendum
sendimönnum að Jovanka yrði
viðstödd móttöku ásamt manni
sínum en á síðustu stundu var
tilkynnt að hún yrði ekki við-
stödd.
Fjarvera hinnar fimmtíu og
tveggja ára forsetafrúar kostaði
að afturkalla varð boð til allra
eiginkvenna erlendra sendi-
manna sem boðað hafði verið til
móttöku á þjóðhátíðardaginn.
Mun þetta vera í fyrsta skipti
síðan þau Tito forseti gengu í
hjónaband árið 1952 að
Jovanka stendur ekki við hlið
manns síns á þjóðhátíðardag-
inn. Sama mun verða uppi á
teningnum þegar forsetinn
býður fulltrúum erlendra ríkja
til haustveiða en það er árlegur
viðburður í byrjun desember.
Ekkert fréttist af eiginkonu
Titos þrátt fyrir að margir hafi
talið sig sjá hana í bifreiðum á
götum Belgrad. Vegna þess að
engar fregnir berast af forseta-
frúnni, sem hingað til hefur
verið mjög áberandi í opinberu
lífi, hefur margur orðrómurinn
komizt á kreik.
Mikið hefur verið skrifað um
fjarveru forsetafrúarinnar í
blöð í Vestur-Evrópu en yfir-
völd í Belgrad hafa verið þögul
sem gröfin ef undanskilin eru
tvö skipti. í öðru tilvikinu sagði
starfsmaður í júgóslavneska
utanríkisráðuneytinu að
Joyonka væri heil heilsu og
Jovanka og Tito forseti í höll sinni í Belgrad fyrr á þessu ári.
dveldist í forsetahöllinni í Bel-
grad. Á blaðamannafundi fyrir
nokkru sagði háttsettur með-
limur kommúnistaflokksins að
allar fregnir um rannsókn á
starfsemi forsetafrúarinnar
væru rangar.
Brúðkaup Titos og Jovönku
árið 1952, en þá var hún
tuttugu og átta ára, kom heim-
Umferðarmenning eða
„rússnesk rúlletta”
Á hverjum degi birta dag-
blöðin fréttir um árekstra og
umferðarslys. Sagt er frá
beinbrotum, höfuðáverkum og
öðrum limlestingum í næstum
stöðluðu formi. Dauðaslysum er
gert svolítið hærra undir höfði,
gjarnan nefnd röð þeirra í
dauðaslysakeppninni og borið
saman við árið á undan.
Einstaka sinnum má lesa í
blöðunum viðtöl við þá sem
starfa að umferðarmálum, bæði
lögreglufólk og aðra. Yfirleitt
endar viðtalið á því að sagt er
mikið óunnið á þessu sviði en
fjárskortur sagður þrándur í
götu.
Fréttamenn sjónvarpsins
hafa gert heiðarlega tilraun til
þéss að leiða áhorfendur inn á
baksvið umferðarslysa með við-
tölum við limlest fólk á sjúkra-
húsum og er vonandi að því
verði haldið áfram. Við, sem
enn erum svo heppin að hafa
komist í gegnum lífið stórslysa-
laust vitum alltof lítið um þær
afleiðingar slysanna sem ekki
eru taldar fréttaefni dagblaða.
I sjónvarpsviðtölum við fólk,
sem lent hefur í umferðarslysi,
hafa verið sýndar glefsur af
framandi tilveru, sem er
vörðuð þjáningum og kvíða
þess sem var fullfrískur í gær
en þarf nú á öllum sínum styrk
að halda til þess að reyna að
sætta sig við fötlun í þessu
þjóðfélagi hins tillitslausa
hráða.
Tjón af völdum umferðar-
slysa verður aldrei metið til
fjár af nokkru viti. Þótt hægt sé
að mæla eignatjón og dánar-
bætur til peningagildis, eru
stærri liðir sem aldrei koma inn
á hagskýrslur, svo sem sorg,
kvalir, fötlun og langur og
þreytandi endurhæfingartími.
Umferðarslysin kosta þjóðina
miklu meira fé en okkur órar
fyrir. Dauðsföll af völdum um-
ferðarslysa eru ægileg blóðtaka
i okkar litla þjóðfélagi og
grunurinn um að það sé á valdi
okkar, að einhverju leyti, að
forða frá dauðaslysum hlýtur
að vera hverjum hugsandi
einstaklingi með öllu
óbærilegur.
OBBINN KANN EKKI
UMFERÐARREGLUR
Flest dauðaslys af völdum
umferðar i Reykjavík á árinu
eiga rót sina að rekja til brota á
umferðarlögum. Næstum þvi
hvert einasta gangbrautarslys
er vegna framúraksturs ;við
gangbrautir sem er brot á úm-
ferðarreglu. Enginn þarf að
vera lengi á ferli um miðjan
dag í Reykjavík til þess að sjá
ólöglegan framúrakstur á gang-
brautum, brot á þeirri reglu
skipta tugum á hverri
klukkustund. Mikill meirihluti
ökumanna hefur ekki hugmynd
um að þetta er bannað, dæmin
sanna þá staðreynd. Það blasir
við hverjum sem kanna vill að
umferðarreglurnar kunna ekki
nema sárafáir ökumenn á göt-
um borgarinnar og enn færri
fótgangendur.