Dagblaðið - 02.12.1977, Side 28
Konan enn án
meðvitundar
Tíu daga þorskveiðibann á vetrarvertíð:
„ÓFRAMKVÆMANLEGT”
— segja sjómenn og telja að þetta sé gert til að stöðva flotann lengur
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út reglugerð um veiðar í
þorskfisknet og í fjórðu grein
þeirrar reglugerðar segir: að allar
veiðar með þorskfisknetum skuli
bannaðar í 10 daga á vetrarvertíð
árið 1978 og auglýsir sjávarút-
vegsráðuneytið með að minnsta
kosti 7 daga fyrirvara á hvaða
tímabili bann þetta skuli gilda.
Keglugerðarákvæði þetta hefur
valdið nokkrum kurr^meðal sjó-
manna og sagði Sigurpáll Einars-
son skipstjóri í Grindavík í viðtali
við DB í gær að menn hefðu virt
Matthías Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra hingað til því hann hefði
sett reglugerðir, sem hægt hefði
verið að fara eftir, þveröfugt við
næstu fyrirrennara hans í
embætti.
,,En nú hefur hann skipað
mönnum að taka upp netin í 10
daga á vetrarvertíð. Þessar reglur
eru að mestu óframkvæmanlegar.
Það er varla hægt að fara eftir
þeim. Um borð í venjulegan neta-
bát er ekki hægt að taka öll þau
net, sem leyfilegt er að leggja í
sjó. Það má þykja gott að
helmingur neta í sjö komist fyrir i
bátnum, án þess að skipi og skips-
höfn stafi hætta af. Ef veður er
slæmt sjá menn sér oft ekki fært
að draga eina einustu trossu, hvað
þá að ferðast með þær í land.
Þá er reiknað með því að
sjómenn verði kauplausir þessa
10 daga, því varla fara útgerðar-
menn að borga ef skipunum er
bannað að sækja sjóinn. Það
hefur verið erfitt að manna flot-
ann og líkur á því að menn hætti
áður en þeir þurfa að stoppa. Það
er þá ekki nema að ríkissjóður
taki að sér að borga sjómönnum
þessa 10 daga. Ekki fara menn að
leggja á sig tveggja daga auka-
starf við að ná upp netum, ef ljóst
verður að þeir verði kauplausir
.næstu tíu dagana eftir þá fyrir-
höfn.
Þar sem veiðileyfi verða tekin
af bátunum, ef þeir fara ekki eftir
reglugerðinni, er augljóst að ráð-
herrann ætlar að stoppa stóran
hluta flotans með þessari reglu-
gerð. U.þ.b. 80% flotans yrðu'
dæmd til þes's að brjóta þessar
reglur og þeir bátar yrðu þvi að
hætta veiðum það sem cftir lifði
vetrarvertíðar."
JH
Garnla konan sem fyrir rúmri
viku varð fyrir bifreið í
Álfheimum liggur enn í gjör-
gæzludeild Borgarspítalans.
Hefur hún aldrei komið til með-
vitundar og sé um einhverja
breytingu á líðan hennar að ræða
er það til hins verra að því er talið
er.
Mikið hefur verið um árekstra
og umferðaróhöpp í borginm
undanfarna daga enda skyggni
slæmt af ýmsum orsökum. I gær
urðu árekstrarnir upp undir 30
talsins. Lítið var um slys í þessum
óhöppum en þó fékk einn höfuð-
högg og tveir aðrir voru fluttir í
slysadeild. Af þessari áreksíra-
súpu urðu 20 árekstrar á níu
minútum.
ASt.
Óvenju miklar bilanir á hitaveitunni:
TVÆR FIOLSKYLDUR
FLYJfl KULDANN
„þeir eru f Ijótari að loka ef ekki er borgað skilvíslega...”
íbúum fjögurra húsa við
Spitalastíg í Reykjavík hefur
verið svo kalt stðan á sunnu-
dagskvöld að tvær fjölskyldur
hafa nú flúið íbúðir sínar.
Astæðan fyrir kuldanum er sú,
að ekki kemur dropi af heitu
vatni inn í húsin.
,,Það hefur komið einn
sveppur á dag hér inn og viður-
kennt að hér væri kalt og að
eitthvað þyrfti að gera í mál-
inu,“ sagði íbúi á Spítalastíg 4,
Garðar Jónasson, í samtali við
fréttamann DB í gær. ,,En samt
gerist ekkert,“ bætti hann við.
„Þeir virðast engan áhuga hafa
á að laga þetta. Það eru fjórar
íbúðir í þessu húsi og nú hefur
fólk flúið úr tveimur."
Garðar taldi afleitt að hafa
engar skýringar féngið frá hita-
veitunni á því hvers vegna ekki
hefði farið fram viðgerð á hita-
veitukerfinu, þannig að hægt
væri að fara úr lopapeysunum
og fækka teppunum, sem nauð-
synlegt væri að sofa undir um
nætur. „Maður er vanur góðum
hita og þolír því illa kuldann,“
sagði hann. „Þetta er þó öllu
verra fyrir systur mína, sem
býr hér með mér, þvi hún er
nýlega komin heim af sjúkra-
húsi og þolir kuldann sérstak-
lega illa. En þeir hafa náttúr-
lega enga hugmynd um það,
mannagreyin. Þeir eru fljótari
að loka fyrir hitann þegar
maður borgar ekki skilvíslega
en þeir eru nú að koma honum
á aftur.“
Dagblaðið sneri sér vegna
þessa til Steinþórs Ingvars-
sonar hjá bilanadeild Hitaveitu
Reykjavíkur, og innti hann
eftir ástæðunni fyrir kuldanum
á Spítalastíg 4.
„Skýringin er sú að þar eru,
stíflaðar heimæðar,“ sagði
Steinþór. „Eg veit raunar ekki
betur en að einmitt núna sé
verið að gera við þetta eða blása
þær út. Svona nokkuð getur
alltaf gerzt, ýmislegt kemur
upp úr borholunum, leir og
sandur til dæmis, og það endar
náttúrlega einhvers staðar,
gjarnan í heimæðunum.“
Hann sagði að þær miklu og
óvenjulegu bilanir sem urðu á
hitaveitukerfinu í Reykjavík
um og eftir helgina stöfuðu af
þenslu í kerfinu, þ.e. hitabreyt-
ingum í jörðu og andrúmslofti.
Hefði það m.a. haft þær afleið-
ingar að allt heitt vatn hefði
farið af heilum borgarhverfum
um stundarsakir. „Það hefur
verið unnið við viðgerðir á
þessu langt fram á nótt síðan og
ástæðan fyrir því að þessu er
ekki lokið er einfaldlega sú, að
við erum yfirkeyrðir, mann-
skapurinn er á haus í þessu!“
Hann taldi að viðgerðum ætti
öllum að vera lokið fyrir helg-
ina.
-OV
DB auglýsti eftir tunnunni góðu fyrir Tryggva sl. þriðjudag og tveim dögum síðar var hun kömin uín á tún. Var Tryggvi að vonum
glaður og þakklátur. DB-mynd: Hörður.
„TUNNAN VAR K0MININN A TUN”
„Tunnan mín góða var bara
komin hér inn á túnið áður en
ég vissi af,“ sagði Tryggvi
Þorvaldsson íhlaupabóndi að
Selási 13A við Norðlingabraut
skammt frá Rauðavatni. „Ég
veit ekkert hver hefur verið að
flækjast með tunnuna og það
skiptir ekki máli — ég er yfir
mig glaður að fá hana inn í
heildarmyndina á ný.“
Ekki höfðu borizt neinar
ábendingar til lögreglunnar um
tunnuna er hún kom fram og er
ánægjulegt til þess að vita að
menn sjái að sér, eftir að hafa
framið svona afbrot — að stela
hluta úr tilveru fólks upp á
grín.
HP
Hluta úr
tilveru Tryggva
Þorvaldssonar
skilað
frjálst, óháð daghlað
FÖSTUDAGUB 2. DES. 1977.
Húsnæðismálakerfið
hveturtil bygginga
einingahúsa:
Greiða %
þegarhús
verður
fokhelt
— afganginn
6 mánuðum síðar
Framleiðendur og kaupendur
einingahúsa, hvort heldur er úr
timbri eða steini, hafa nú fengið
aukinn stuðning og fyrirgreiðslu
hjá Húsnæðismálastofnun
ríkisins. Lán til slíkra húsa, sem
áður voru veitt eftir sömu reglum
og önnur lán Húsnæðismálastofn-
unar, þ.e. greidd út í þremur
hlutum, verða hér eftir greidd út í
tveimur hlutum. Tveir þriðju
hlutar heildarláns hverju sinni
koma til útborgunar eftir að húsið
er fokhelt og þriðjungur síðan sex
mánuðum síðar.
Sigurður E. Guðmundsson
sagði í viðtali við DB um þetta
mál, að stjórn stofnunarinnar
hefði samþykkt þetta í vor en
heimild ráðherra væri nýlega
fengin. Með þessum hætti er veru-
lega stutt við bakið á þeim sem
stunda húsbyggingar í verk-
smiðjum eða verkstæðum svo og
þeim sem slík hús kaupa. Eftir
sem áöur er söluskattur á eininga-
húsum, en fram er komið frum-
varp á Alþingi þar sem lagt er til
að hann verði afnuminn.
ASt.
Prófkjörí Eyjum:
Árni Johnsen
feríframboð
Ákveðið hefur verið, að próf-
kjör Sjálfstæðisflokksins í Vest-
mannaeyjum fari fram 10. og 11.
des nk.
Frestur til að skila framboðum
rennur út á laugardaginn kl. þrjú
og hefur einu framboði verið
skilað, framboði Árna Johnsen,
blaðamanns. Tilkynnt hefur verið
um tvö önnur framboð Björns
Guðmundssonar útgerðarmanns
og Guðmundar Karlssonar fram-
kvæmdastjóra.
Formaður kjörstjórnar er Páll
Scheving.
HP