Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977.' 8 Geysilegt f lóð við suðurströndina Bátarnir fjórir þar sem þeir endudu. Stokksevrarbátarnir eru uppi í fjöru og Bakkavík Eyrarbakka á bryggjunni. Tjónið nemur hundruðum — Fjórir bátar ónýtir milljóna á Stokkseyri Mikiö tjón varrt á Stokkseyri í gtermorgun er saman fór mikiö flóó og lirim. Mun þetta mesta flórt virt surturströndina í rúmlega 50 ár. Mest fjárhagst jónirt varrt er þeir fjórir bátar sem voru virt bryggju kösturtust upp á land og brotnurtu þart mikirt art vafasamt er art virtgerrt horgi sig. l>rír Stokkseyrarbátar. þeir Vigfús Þórrtarson, Hásteinn og Jósef (Jeir bárust upp á land og Evra- bakkabáturinn Bakkavík barst upp á bryggjuna og brotnarti þar töluvert. Varnargarrtar iirtistu og sjór flæddi vírta um þorpirt og sjór flæddi í kjallara húsa og stórgrýti og þari þakti götur. Þá rofnarti skarð í veginn vestan við þorpið og varrt þar ófært tiin tima. FISHER Glæsilegt úrval af hinum viðurkenndu amerfsku hátölurum frá Fisher Höfum einnig úrval hátalara frá Scott, Wellex og Amstrad Hvergi meira úrval af hátölurum Hvergi betra verð á hátölurum Kdaiooær Armúla 38. Símar 31133 og 83177. Veiðarfærahús Hólmsteins h'f. sem stendur á sjávarkambinum. brotnaði mikirt i sjávarganginu. Stokkseyrarbúar brugðu skjótt virt og sjálfbortaliðar unnu virt gatnaheinsun og vatnsdælingu úr húsum fram eftir degi. Jóhannes Reynisson sveitar- stjóri á Stokkseyri sagrti í virttali virt DB í gær að bátarnir væru mikið brotnir, sérstaklega kjölur- inn á þeim og hæpirt art viðgerð borgi sig, en þart væri þó tryggingarmanna að meta þart. Þótt ekki væri gott að gera sér grein fyrir hve tjónið er mikið væri það nokkuð ljóst að ef bátarnir væru ónýtir væri tjónið á þriðja hundrað milljóna. ..Hér hlýtur viðlagatrygging að koma inn í spilið,“ sagði Jóhannes. Þeir bátar sem lentu nú uppi í fjöru eru þeir bátar Stokks- eyringa sem komast inn í höfnina á Stokksevri. Síðan leggja þrír stærri bátar upp í Þorlákshöfn. ,,f>að er ljóst að þessir þrír bátar skapa engan veginn næga atvinnu fyrir okkur nú á vetrarver- tíðinni," sagði Jóhannes ,,Og því verður ástandið alvarlegt í atvinnumálum hér. Auk þess stöðvaðist frystihúsið fyrir skömmu vegna rekstrarörðug- leika og því voru bátarnir bundnir við bryggju hér. Ef við hefðum fengið eðlilega lánafyrir- greiðslu hefði enginn þessara báta verið hér nú þvi þeir hefðu ailir verið í slipp til undirbúnings fyrir vetrarvertíðina. En áfalleins og þetta sýnir þörfina á brú yfir Ölfusárósa og öryggisleysið sem íbúar Stokkseyrar og Eyrarbakka búa virt." Sjór flæddi einnig á land á Eyrarbakka og bar mikinn sand. þara og grjót á land. En Eyrbekkingar voru svo heppnir að enginn bátur var við bryggjuna er ósköpin gengu yfir og urðu því ekki fyrir eins gífur- legu tjóni og nágrannar þeirra á Stokkseyri. En ýmsar smærri skemmdir urðu. T.d. brotnuðu rúður í húsurn á sjávarkambinum og sjór flæddi inn i húsin og oili skemmdum. Þá flæddi sjór einnig í kjallara húsa. Þá stóðu einnig tveir vinnuskúrar við brvggjuna. og þegar upp var staðið var annar skúrinn kominn langt upp á land og hafði hann siglt eins og bátur en ekki hefur enn spurzt til hins og ekki fundizt tangur né tetur af honum en hann var fullur af verkfærum. JH Þessi grafa var á sjávarkambinum en flóðið tók hana og hún grófst sandinn og er talin ónýt. Vegurinn vestan Stokkseyrar grófst í sundur og varð ófær um tíma._ DB-myndir Hörður Viihjálmsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.