Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 3
.GBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977. ENN ER HJÓLUNUM STOLIÐ Alma Róberts, Flókagötu 56 Reykjavík, skrifar: Nú verð ég að gera smáfyrir- spurn. Eru til foreldrar sem láta börn sín komast upp með a‘ð stela hjólum og selja, svo að þau þurfi ekki að skaffa þeim vasapening? Ef svo er, eru þau meðsek í þjófnaði. Ég á afskaplega erfitt með að trúa því, svo nú skora ég á það foreldri, sem hefur séð barn sitt með nýtt grænt SCO kvenmannshjól, að láta vita í stma 27827, eða koma því að húsinu Flókagötu 56, en þaðan var því stolið á þriðjudagsmorg- uninn milli kl. 8.30 og 9.30. Hjólið stóð á bak við hús og þar undir svölum og var læst með takkalás. Ég er með núm- erið af hjólinu svo að ef ég sé það þá tek ég það svo sá sem kaupir hjólið tapar því, og sama er með lögregluna, þar sem ég er búin að kæra það. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hjóli er stolið frá sama barni svo það Einar Pálsson hefur þegar valdið þáttaskilum í ástundun islenzkra miðaldafræða — segir bréfritari. Einar Pálsson ogákvörðun Þingvallar I Trú og landnámi (Reykja- vík 1970), öðru bindi ritverks síns, Róta íslenskrar menn- ingar, sem þegar hefur valdið þáttaskilum í ástundun is- lenskra miðaldafræða, segir Einar Pálsson um ákvörðun þingstaðar á upphafi þjóðveld- isins: „Þannig hníga öll rök að því, að ginnheilög lína liggi milli Álftaróss og Steinkross, milli landnáms Skalla-Gríms og Ketils. Þingstaðurinn við Flosa- gjá er á miðju þeirrar línu. Þingvellir ættu að vera Miðja frá sjónarmiði þeirrar hugtaka- fræði, sem hér er við miðað.“ (Bls. 42). t Steinkrossi (Reykjavík 1976), fjórða bindi ritverks síns, leggur Einar Pálsson óbeinlínis, þótt ekki berum orðum, drög að annarri skýringu á ákvörðun Þingvall- ar: „Á dögum Tólfta konung- dæmisin? var höfuðborg Egyptalands færð til Þebu. ...Breiddarbaugurinn var val inn af kostgæfni: hann var lína ,sú, sem afmarkaði nákvæmlega 'tvo sjöundu af vegalengdinni frá miðbaug að norðurskauti jarðar. Var hnattstaðan mörkuð I Mið-herbergi þess hofs, sem helgað var guðinum Amon.“ (Bls. 29) „Griski sagnaritarinn Heródótus greinir frá því, að hin forna gríska véfrétt í Dódóna hafi verið stofnsett af egypskri konu, sem seld hafi verið mansali til Grikklands af Fönikíumönnum. Síðar er önn- ur véfrétt sett upp, sú sem frægust varð af sögum, í Delfi. .. .Hér skal þess aðeins getið, að setrið í Delfí virðist nákvæm- lega miðað 3/7 af vegalengd- inni frá miðbaug að pól. Sex mínútna frávik leikur þarna mikilvægt hlutverk vegna að- stæðna, sem skiljast í egypsku samhengi. Slík staðsetning getur vart talist tilviljun, þegar tekið er tillit til þess, að arf- sögnin telur Delfi og Dódóna, egypskar að stofni.“ (Bls. 183- 185) Af þessu tilefni skal vakið máls á, að suðurmörk Þing- vallar eru sem næst 64 gráður 16 mínútur norðlægrar breiddar. Markar Þingvöllur þannig 5/7 hluta vegalengdar- innar frá miðbaug að pól (sem svarar nálega til 64 gráðna 17 mínútna). Þá skal þess getið, að breiddarbaugur London, en þar mun hafa verið byggð fyrir komu Rómverja, mun marka sem næst 4/7 hluta vega- lengdarinnar frá miðbaug að pól. Hjá lögreglunni er heilmiklð af óskilahjólum. Ef þau eru ekki sótt innan ákveðins tíma eru þau seld á uppboði. DB-mynd: Sveinn Þorm. lítur helzt út fyrir að hér sé um skipulagðan þjófnað að ræða. Svo að lokum, foreldrar sem f hlut eiga, komið hjólinu til skila, eða nágrannar sem sjá hjól sem ekki á heima í næsta húsi og er með þessari lýsingu: Dökkgrænt SCO kvenmanns- hjól. Hjálpumst að við að stöðva þá sem í hlut eiga. c&jörfo ■•£•$*& ■ '*JS .. Björk Guðmundsdóttir er aðeins 11 ára Reykvíkingur. Hún syngur, hún spilar og hún semur lög. Nú hefur hún sungið á plötu með aðstoð nokkurra af þekktustu popptónlistarmönnum landsins. Þetta er einstök plata sem á án efa eftir að veita æskufólki á hvaða aldri sem er mikla ánægju. GÓÐA SKEMMTUN! Getur verið að foreldrar séu meðsekir? Reykjavík, 5 dqsember 1977 Haraidur Jóhannsson hagfræðingur Ertubúinn aðskrifa jólapóstinn (Síðustu forvöð að koma jólapóst- inum til skila annað kvöid). Jóna Jónsdóttir húsmóðir, 28 ára: Nei, ég er ekki búin að því. Jú, ég verð að fara að drífa mig. Ég sendi svona um tíu kort. Einar Eggertsson verzlunar- maöur, 56 ára: Já, ég er búinn að því og búinn að koma honum i póst. Ég sendi svona tutiugu til þrjátiu kort. Spurning dagsins Jenný Forberg húsmóðir, 32 ára: Nei, ég er ckki búin. Ég sendi svolítið af jólakortum en ekki mjög mikið. Fanney Hjaltadóttir heimavinn- andi húsmóðir, 64 ára: Nei. þvi miður er ég ekki búin að því. Eg ætla að fækka eitthvað þeim kortum sem ég sendi, ég held að fólk sé eiginlega orðið dálítið þrevtt á jólakortum. Ragnheiður S. Einarsdóttir afgreiðsluma*r í Gevsi, 16 ára: Nei, ég er ekki búin að því. Hve mörg kort ég sendi, ja. þau eru allavega mörg, ég veit ekki hve mörg. Sr. Oskar J. Þorláksson, 71 árs: Nei, ekki er ég alveg búinn að ganga frá honum. -Vona að ég verði búinn í tæka tíð. Ég er búinn að koma töluverðu í póst. Ætli jólakveðjurnar mínar séu ekki upp undir hundrað talsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.