Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977. 11 Belfast: Hermaður skotinn í bakið —tveir lögreglumenn særðir Brezkur hermaður var skotinn til bana í einu úthverfa Belfast á írlandi í gær. Einnig særðust tveir lögreglumenn þegar sprengja sem leyndist í jólapakka sprakk í miðborginni. Hermaðurinn var að sinna skyldustörfum en óeinkennis- klæddur þegar hann var skotinn i bakið og einnig mun skot hafa farið í höfuð hans. Fannst hann á götunni við bifreið en hún stóð í Ijósum logum skömmu eftir að sjúkrabifreið hafði farið með her- Bretland: PRINSESSUMAÐUR FER ÚR HERNUM OG í BÚSKAP manninn áleiðis á sjúkrahús. Lögreglumennirnir særðust, þegar þeir voru að leiðbeina fólki af hættusvæði í kringum sprengj- una, sem fannst i blómabúð, en einn afgreiðslumaðurinn hafði borið jólapakkann með henni út á gangstéttina. Pakkinn sprakk áður en lögreglumennirnir gátu leitað skjóls. Aðra sprengju sem komið hafði verið fyrir í fatahreinsun við hliðina á blómaverzluninni tókst að gera óvirka. Nougat mOHllll rlOKKa Mark Phillips eiginmaður Önnu Bretaprinsessu hefur ákveðið að hætta í brezka hernum á næsta ári og snúa sér að búskap. Var þetta tilkynnt í Buekingham höll í fyrradag. Eiginmaður prinsessunnar sem verið hefur í brezka hernum í tíu ár hefur starfað við brezka varnarmálaráðuneytið siðan í febrúar siðastliðnum. Ætla þau hjónakorn að hefja búskap á 242 hektara búgarði — Gatcombe Park — en hann keypti Elisabet Bretadrottning, móðir Önnu prinsessu, fyrir einu og hálfu ári. Mark Phillips, sepi er tuttugu og níu ára, ætlar aó k -nna sér búskap verklega í no! kra mán. en síðan fara ti náms \ið Hinn konunglega brezka búnaðarskóla í eitt ár. Talsmaður brezku hirðarinnar ságði að þó bæði Anna prinsessa og eiginmaður hennar væru miklir áhugamenn um hesta- mennsku væru ekki uppi neinar fyrirætlanir um að reka reiðskóla á búgarðinum við Gatcombe Park. Verzlunin Hamraborg Vorum aö taka upp geysimikið og fallegt úrval af dönskum barnapeysum Mjöghagstætt verð HAMRABORG - FA TA VERZLUN Hamraborg 14 — Kópavogi Volur Faonnr GULLSMIÐUR viðLækjartorg — Reykjavík — Símar 16488 & 40767 Uas/yi. rS/6 . A&?íí£/*!ssoa/ Bjóðum margs konar glæsilegan tískufatnað fyrir dömur svo sem buxnadress, samfestinga, smekkbux- ur, anorakka, kjóla, pils, flauelsbuxur, vesti og margt fleira. Saumað og hannað í klæðagerðinni Lorelei. Það er vel þess virði að líta inn og verðið er hóflegt. Tiskuverslunin GLAUMBÆR HVERFISGÖTU 32 SÍMI 13880

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.