Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977. 113 "N SÖNGUR OG UNDIRLEIKUR Um Ijóöabækurnar Augaö í fjallinu eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur, Ljóöhús, 84 bls. og Flæöi eftir Jóhann G. Jóhannsson, Sólspil, 100 bls. Ljóðabækur byrjenda eru venjulega taldar áhættuspil fyrir útgefendur, ekki síst ný 'útgáfufyrirtæki og eru af mörgum reyndar taldar nauð- synleg gustukaverk. Það er því hugrekki af Ljóðhúsi Sigfúsar Daðasonar að gefa út á vand- aðan hátt fyrstu bók ungrar skáldkonu að vestan, Elísabetar Þorgeirsdóttur og nefnist hún Augað í Fjallinu. En það er auðsætt að smekkur Sigfúsar skálds hefur ekki brugðist honum, því bókin, með alla sína frumraunarveikleika er samt þokkafullt verk og bendir til þess að einhvers megi vænta af skáldkonunni í framtíðinni. Bókinni er skipt í fimm kafla, ýmis ljóð, náttúruinnlifanir, skólaljóð, lífsreynslukvæði og svo nokkrar prósastemmn- ingar. Ekki er þetta nákvæm flokkun því mörg ljóðanna gætu eflaust tilheyrt hvaða flokki sem er. Helsti kostur Ellsabetar er hve hreint og beint hún gengur að efninu. Þótt hún noti á köflum hátfð- legt mál, þá er ljóst a,ð það er reynslan sem ræður ferðinni en ekki orðin og hljóman þeirra. Þetta kemur vel fram I fyrsta hluta bókarinnar, Fjöll, mjöll, haf og vindar, — ekki er hægt annað en skilja vald þeirra ef maður býr á tsafirði en Elísa- bet freistast hvergi til að lof- syngja þessar höfuðskepnur hlutlaust, heldur verða þær henni Iíkingar I tjáningu á eigin sálarástandi, sorg, gleði, leiða o.s.frv: Fjallið sem aldrei getur brosað / því í því ólgi gleðin / fjallið hvítt / sýnist kalt / en getur gosið fyrr en varir, segir I upphafsljóði bókarinnar, Alagafjallið. Helst er að skáldkonan freistist til málalenginga og þjappi ekki hendingum sínum saman sem skyldi: Niðri I djúpunum ólgar — / hugsanirnar heitar — langanirnar rauðar (Komdu til mín — selur). Hér færi betur að "stytta orðin í „djúpum“, „hugsanir“ og ,,langanir“. Einna síst þykja mér skóla- ljóðin sem útgefandi telur á bókarkápu að muni vekja mesta athygli, en I þeim er tónn sem nálgast það að vera nöldur og sú skáldpersóna sem talar er ekki eins persónuleg og sú sem annars staðar heldur á penna. Þriðji kaflinn, Höldum áfram, ber vott um meiri lífsreynslu en fyrr, ástin er orðin dýpri og ljúfsárri og tilvitnanir I kvik- myndastjörnur, borgarskáld. skemmtistaði og klassíska tón- list sýna annað umhverfi, sem virðist ekki gera skáldkonuna ýkja hamingjusama og það er eins og ljóðin verði ívið sjálfs- meðvituð og I þeim er varla sá ferski hljómur sem finna má I fyrri hluta bókarinnar. Skáld- konan hvetur aðra og brýnir raustina, en tapar við það ein- hverju, — einlægni? Ég er ekki viss. Prósaljóðin eru svo sér á parti, hlaðin lýsingum, innlif- unum og eru lipurlega skrifuð. Jóhann G. Jóhannsson er óþreytandi I sköpunarverkum, spilar, syngur, semur lög, málar. Nú síðast ræðst hann út á ritvöllinn fyrir alvöru með snoturlega útlítandi kveri er nefnist Flæði gefin út af Sól- spili hf. Oft hefur verið rætt um það hvort dægurlagatextar séu skáldskapur. Auðvitað er ekk- ert sem segir að sá texti geti ekki verið það, það fer eftir höfundinum. I útlöndum höfum við skýr dæmi, Bítlarnir, Slmon & Garfúnkel, Kris Kristofferson, Joni Mitchell o.fl. Fátt er hins vegar um söng- menn hérlendis sem sameina tónlist og orðlist. Helst er það Megas og svo stöku texti á stakri plötu. Ljóð Jóhanns eru Jóhann G. Jóhannsson. ekki hugsuð sem lagatextar, en þau bera mörg einkenni þess- konar smíðar af og til. Það verður að segjast eins og er að bók hans hefði átt að grisja stórlega. Jóhann er t.d. hreint afleitur rímari: En ef andinn nær nógu hátt / þá lúta efnisins lögmál svo lágt / að leikur einn er að vefja þeim um sinn fingur / þú hirt getur allt heimsins glingur (Þeir krýna). Og eins og margir sem fengist hafa við dægurlagatexta á hann það til að setja fram hið alkunna, án þess að gefa því nokkurn per- sónulegan blæ: Einlægni er undirstaða sannrar vináttu. / Þú veizt ekki hvað þú ert, fyrr en þú ert. / Að trúa á sjálfan sig / er undirstaða velgengni. Svona afórisma er ágætt að hafa uppi á vegg hjá sér, en tæpast sem uppistöðu I ljóðum. önnur lífsfflósófía sem fram kemur I ljóðum Jóhanns virðist fremur setningar sem höf- undur hefur gripið, án þess að þær séu fullmeltar og samsam-, aðar heillegri ljóðrænni bygg- ingu. Hins vegar er Jóhanni ekki alls varnað og með meiri ögun á hann eflaust eftir að spjara sig. Á þetta benda ljóð eins og í Speglinum: Ég horfi I augu mér / og undrast / hve stutt ég sé / hve lítið ég skil / aðeins spegillinn segir / að ég sé til. Einnig mætti nefna Ösk, Klukkan og Ég undrast. tr— ■ AÐALSTEINN m INGÓLFSSON L. Bók menntir Ný viðhorf f herstöðvamálinu Kjallarinn Ekki er um það deilt að eitt mál hefur öllum öðrum fremur skipt Islendingum I andstæðar og ósættanlegar fylkingar und- anfarna 3 áratugi. Þetta mál er herstöðvamálið. Afstaða manna til bandarísku herstöðvarinnar hér á landi hefur komið I veg fyrir samstöðu hópa sem ella hefðu getað sameinast I stjórn- málastarfi. Átökin um her- stöðina, sem sumir mundu vilja flokka undir utanríkismál, hafa valdið því að íslensk stjórnmál og flokkaskipan eru þversagna- kenndari og sundurleitari en við mætti búast þegar þróun og gerð þjóðfélagsins að öðru leyti er höfð I huga. Sá sem skynjar ekki hvernig herstöðvamálið hefur gegnsýrt nær allar mikilvægar stjórnmála- ákvarðanir eftirstríðsáranna mun seint botna I íslenskum nútímastjórnmálum. HERSTÖÐVA- ANDSTÆÐINGAR Við sem erum herstöðvaand- stæðingar vitum að forsendur okkar eru nokkuð mismunandi þótt við sameinumst heilshugar um það markmið okkar að koma hernum úr landi. Fyrst og fremst ofbýður okkur hreinlega sú fífldirfska að bjóða með þessum hætti heim sovéskri kjarnorkuárás I upphafi hugsanlegra heims- átaka, að bjóða sig fram til að vera eins konar bein til að henda I rússneska björninn, svo að þeir sem máli skipta, þ.e. Bandaríkjamenn sjálfir, fái ögn betra tóm til undirbúnings. Sumir leggja höfuðáherslu á þau spjöll sem hersetan veldur á íslenskri menningararfleifð; öðrum er efst I huga sú niður- læging fullvalda þjóðar að hafa vopnað erlent herlið I landi sinu; margir I hópi her- stöðvaandstæðinga líta á bar- áttuna gegn herstöðinni sem lið I alþjóðlegum stéttaátökum; enn aðrir telja að íslenska þjóðin sé með því að eiga bandaríska heimsveldið að bandamanniþar með orðin sam- sek I blóði drifnum glæpaferli þess um lönd Suðaustur-Asíu, Suður-Ameríku og víðar undan- farinn aldarfjórðung. Loks hafa sumir herstöðvaand- stæðingar I huga til hversu mik- illa óþurfta herstöðin er I efna- hags- og atvinnulífi íslendinga. Hvað sem líður áherslunum á ofangreind atriði þá eru her- stöðvaandstæðingar sameinaðir um það sjónarmið að við íslendingar séum ekki sjálfstæð þjóð á meðan við höf- um erlendan her I landinu. HERSTODVASINNAR Andstæðingar okkar, her- stöðvasinnar, hafa að þvl leyti átt auðveldari leik en við að þeir berjast ekki fyrir breytingu, heldur bara fyrir því að ríkjandi ástandi verði ekki haggað. Þeir vilja hafa herinn áfram, þeir hafna rök- um herstöðvaandstæðinga og meðan ekkert breytist þurfa þeir ekki að hirða um annað en halda I horfinu. Herstöðvasinnar hafa ætíð sýnst vera sýnu einlitari hjörð en þeir eru I raun og veru. Meðal þeirra er að finna menn sem gera sér grein fyrir hugsanlegu hlutverki hersins I inrrlendri stjórnmálabaráttu. Þar eru aðrir menn sem eru haldnir lifandi ótta við Sovét- ríkin og gera sér I hugarlund að herstöðin hindri árás af þeirra hálfu. Allfjölmennur og mjög áhrifamikill hópur vill áfram- haldandi hersetu vegna beinna persónulegra gróðasjónarmiða sinna. Það eru hermangararnir sem spanna vítt pólitískt svið innan borgaraflokkanna. í hópi herstöðvasinna mun vera að finna menn sem í einlægni (og einfeldni) héldu að við gætum haft herinn I landinu áratugum saman án þess að þess gætti I gildahug- myndum almennings, án þess að þjóðernisvitund eða sið- ferðiskennd biði minnsta hnekki. Þessir menn hugleiddu 'varnaðarorð herstöðvaand- stæðinga en höfnuðu þeim vegna þess að þeir töldu að her- stöðvaandstæðingar væru að mála skrattann á vegginn. í hópi herstöðvasinna er að finna aðra menn sem ekki ómaka sig við að hugleiða aðvaranir her- stöðvaandstæðinga. Ástæðan er sú að þeim stendur nákvæm- lega á sama um hugmyndir sem lúta að fullveldi þjóðar þeirra, stjórnmálalegu sem menning- arlegu. Þeir hugsa um það eitt að græða á hernum. Þeir vilja „leysa“ vanda landbúnaðarins með því að láta herinn éta íslenskt smjör og íslenskt lambakjöt og gera þannig áframhald hersetunnar að tilveruskilyrði íslenskra bænda. Þeir vilja láta herinn fjármagna og þar með ábyrgjast samgöngurnar I landinu. Þeir treysta þjóð sinni ekki einu sinni til þess að eiga og reka nauðsynlegustu björgunartæki. KLOFNINGUR Öhætt er að fullyrða að sá grundvallarágreiningur sem upp er kominn milli þessara tveggja arma í hópi herstöðva- sinna er óleysanlegur. Hingað til hefur hann verið bældur, styrkur hvors um sig verið óljós og hópurinn virst samstæður út á við. Þetta breyttist á einni nóttu í prófkjöruppákomu Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vík. Þar gerðist það I sömu and- rá að þorri þátttakenda tók aL stöðu með gróðahyggju og þjóðlausum vesaldómi og foringi flokksins uppgötvaði að hann hefði hlotið mörg þúsund atkvæði til að vinna gegn eigin sannfæringu. Hermangsöflin og þjóðleysingarnir eru nú búnir að staðfesla í eitt skipti fyrir öll það sem herstöðvaand- stæðingar hafa haldið fram I Þorbjöm Broddason heilan mannsaldur að herinn er ekki í þágu Islendinga. HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Viðbrögð hins armsins meðal herstöðvasinna hafa verið í fullu samræmi við alvöru ástandsins. I Morgunblaðinu birtist hver leiðarinn af öðrum, hvert Reykjavíkurbréfið (I tvöfaldri stærð) á fætur öðru, þar- sem málstaður landsölu- manna er fordæmdur. Röksemdir Morgunblaðsins byggjast á ýmsum veigamiklum þáttum I málflutningi her- stöðvaandstæðinga frá upphafi sem fram til þessa hefur ekki verið fyrirferðarmikill á síðum Morgunblaðsins. Nú blasir við öllum, sem sjá vilja að viðvaranir herstöðvaandstæð- inga um þá eitrun á hugum mannasem langvarandi herscta mundi valda hafa reynst átakanlega réttmætar. Viðbrögð herstöðva- andstæðinga í þessari nýju og nokkuð óvæntu stöðu hljóta að vera að ganga tvlefldir til leiks við að koma hernum úr landi í þeirri von að það sé ekki um seinan. Þorbjörn Broddason lektor

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.