Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977. 43, Utvarp Sjónvarp 0 Útvarp í kvöld kl. 20.10: Hvernig Helgi Benjamínsson fékk nýjan tilgang ílífínu Leikrit með löngu nafni UM MANN SEM ÆTLAR AÐ KÁLA SÉR „Gamansamt alvöruleikrit” Róbert Arnfinnsson leikur sál- fræöinginn sem kvaddur er Helga til hjáipar. Það lítur helzt út fyrir að það só komið í tízku meðal íslenzkra leik- ritahöfunda að láta verkin heita nógu löngum nöfnum. Davíð Öddsson kemur fram með Róbert Eliasson kemur heim frá útlönd- um og í útvarpinu í kvöld verður flutt annað leikrit með ennþá lengra nafni, einnig eftir íslenzk- an höfund. Það er Hvernig Helgi Benjamínsson bifvélavirki öðlast nýjan tilgang í lífinu, eftir Þor- stein Marelsson. Greint er frá bifvélavirkjanum Heiga Benjaminssyni sem finnst orðið tilgangslaust að lifa lengur. Hann leggst því í rúmið og af- ræður að neita einskis matar ef það megi flýta fyrir himnaríkis- vist. Kona hans og börnin, sem eru á unglingsaldri, reyna auð- vitað með öllum ráðum að fá Helga ofan af þessari vitleysu en ekkert gengur. Þau kalla til liðs við sig sálfræðing, en hann getur ekkert gert heldur. Meira að segja lætur kona Helga sig hafa það að Höfundur útvarpsleikritsins: Þorsteinn Marelsson UNGUR EN AFKASTAMIKILL Höfundur útvarpsleikrits kvöldsins fer að verða að góðu kunnur um allt land því búið er’ að færa upp 3 leikrit hans á sviði og flytja eitt þeirra ásamt tveimur nýjum i útvarpi áður. Þorsteinn Marelsson er fæddur í Rangárvallarsýslu árið 1941. Hann er prentari að atvinnu og vinnur hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Þorsteinn sagði að prentarastarfið hentaði leikrita- samningunni ekki beinlinis vel og væri á margt betra kosið. Leik- ritagerðin hefur verið meira unnin i tómstundum. Á sviði hafa eins og áður sagði verið flutt þrjú leikrit eftir Þor- stein. Það er Venjuleg helgi sem Leikfélag Þorlákshafnar setti upp, Venjuleg fjölskylda sem bæði Þorlákshafnarbúar og þrjú önnur áhugaleikfélög hafa fært upp og Legunautar sem Þorláks- hafnarbúar komu með suður til Reykjavíkur fyrir skömmu. i útvarpinu hefur Venjuleg helgi verið flutt, árið 1976 og auk þess Auðvitað verður yður bjargað 1974 og Friður sé með yður 1975. DS Þorsteinn Marelsson skáld. DB-mynd Hörður. Útvarp í kvöld kl. 21,35: SÍDASTIRÓDURINN VERÐUR SÖGULEGUR „Þetta er saga um gamlan sjómann sem fer í sinn síðasta róður eins og nafnið á sögunni bendir til,“ sagði Þorsteinn Ö. Stephensen leikari er hann var spurður um smásöguna í út- varpinu í kvöld. Þorsteinn les söguna sem nefnist Síðasti róðurinn. „Síðasti róður þessa manns, sem er orðinn háaldraður, reynist nokkur sögulegur og öðru vísi en reiknað var með í fyrstu," sgði Þorsteinn. Halldór S. Stefánsson er höfundur sögunnar. Hann er milli fertugs og fimmtugs og hefur þýtt nokkuð af sögum fyrir Lesbók Morgunblaðsins og aðra aðila, þar á meðal útvarpið. Lítió hefur þó komið út eftir Halldór sjálfan en ein og ein saga birzt á prenti. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri útvarpsins taldi þó að bók eftir Halldór væri væntanleg á markað innan skamms. DS hringja í móður sina er sögð er fjölkunnug um margt. En sú gamla getur ekkert gert heldur. Öll sund virðast þannig lokuð. En svo gerist nokkuð sem öllu breytir. En hvað það er verður ekki sagt hér. í upplýsingum frá útvarpinu er sagt að Hvernig IJel^LBenjamíns- son öðlast nýjan'tilgáng i lífinu sé gamansamt alvöruleikrit og þau orð höfð í gæsalöppum. Leikritið greini frá daglegu lífi okkar sjálfra og puði og því tilbreyting- arlausa lífi sem við flest lifum. Lífi sem virðist oft á tíðum hafa •heldur lítinn tilgang. Höfundurinn er sagður færa þetta allt í léttan og skemmtileg- an búning og eru hugmyndir hans sagðar hinar nýstárlegustu. Árni Tryggvason fer með hlut- verk Helga í leiknum. Jóhanna Norðfjörð leikur konu hans og þau Sigurður Sigurjónsson og Ása Ragnarsdóttir börnin tvö. Sálfræðingurinn er leikinn af Róberti Arnfinnssyni. Önnur hlutverk leika svo þau Anna Guð- mundsdóttir. Valdimar Helgason og Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir. -DS. Arni Tryggvason leikur hinn óhamingjusama bifvé’lavirkja semsérengan tilgangdengur með lífinu. Útvarp FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 12.25 Vcðurfi c*Knir o« fréttir./, Tilkynn- ir.ííar. Á frivaktinni. Siíírún SÍKurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 Staðgreiðslukerfi skatta. Ölafur Geirsson sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veóurfregnir). 16.20 Lestur úr nýjum barnabókum. Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 17.30 Lagjð mitt Helga Þ. Stephenscn kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs.. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir.. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Nýtt fslenzkt * útvarpsleikrit. „Hvernig Helgi Bonjaminsson bifvéla- virki öðlaðist nýjan tilgang í lífinu", eftir Þorstein Marelsson. Leikstjóri: ( Helgi Skúlason Persónur og leik- endur: Helgi...Arni Tryggváson. Helga...Jóhanna Norðfjörð. Benni...Sigurður Sigurjónsson. Jóna .....Asa RagnaiAdóttir. Sálfræðingur...Róbert Arnfiitnsson. Þóra....Anna Guðmundsdóttir. Forstjórinn...Valdcmar Helgason. Kona..Þórunn Magnea Magnúsdó(tir. 21.10 Lög eftir Carl Zeller og Karl Millöcker Karl Schmitt-Walter sypgur með öperuhljómsveitinni i Berlin: Walter Lutze og Hansgeorg Otto stjórna. 21.35 „Síðasti róöurinn," smásaga eftir Halldór S. Stefánsson. Þorsteinn Ö. Stephcnsen leikari les. 22.05 Tveir hornkonsertar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Rœtt til hlítar Ölafur Ragnarsson ritstjóri stjórnar umræðuþætti Fréttir. Dagskrárlok. F0STUDAGUR 16. DESEMBER 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Arnhildur Jóns- dóttir les ævintýrið..Aladdín og töfra- lampinn." úr Arabiskum nóttum i þýðingu Tómasar Guðmundssönar (5). Tilkynningar. kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Á bóka- markaöinum kl. 10.2ð: Lesið Úl* þýdd- um bókum. 12.00 Dagskráín. Tónleikar. Tilkynriíng- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kvnningar. Við vinnuna: Tónleikar. w, 'Atún 101 VH Hátún - Símar1-72-60& 1-72-61 Opiðtilkl. 19.00 á föstudagogtilkl. 22.00 álaugardag Nægbílastæði Ódýrír niðursoðnir ávextir JARÐARBER 1/1 DS. BL. ÁVEXTIR 1/1 BL. ÁVESTIR 1/2 PERUR 1/1 PERUR 1/2 FERSKJUR 1/1 FERSKJUR 1/2 APRÍKÓSUR 1/1 APRÍKÓSUR 1/2 ANANAS 1/1 ANANAS 3/4 ANANAS1/2 ANANASMAUK3/4 ANANASBITAR 3/4 KR 433.- 462.- 285.- FRÁ KR. 350.- 210.- 358.- 207.- 378.- 293.- 395.- 315.- 271.- 251.- FRÁ KR. 252.- Þorsteinn Ö. Stepensen Síðasta róðurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.