Dagblaðið - 16.12.1977, Page 10

Dagblaðið - 16.12.1977, Page 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Útgefandi Dagblaöið hf. \ - Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón | Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjalþkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11^ Aöalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8fi kr- eintakið. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Þrjú gild sjónarmið Fullkomið innra samræmi er í því sjónarmiði margra íslendinga, að hér eigi ekki að vera banda- rískt herlið, hvorki með né án sérstakra gjalda á borð við þau, sem rædd hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Og menn geta verið þessarar skoðunar af ýmsum ástæðum, sem hver um sig er fullgild og nægjanleg. Ein ástæðan er, að Atlantshafsbandalagið sé ekki réttur félagsskapur fyrir íslendinga. Önnur er, að við eigum að halda fast við fyrri hlutleysisstefnu og foróast þátttöku í flokka- dráttum ríkja. Þriðja er, að dvöl varnarliðs bjóði heim árásarhættu. Fjórða er, að þessi dvöl valdi fjármálaspillingu. Fimmta er, að hún deyfi þjóðernisvitund íslendinga. Og fleiri ástæður mætti tína til. Einnig er fullkomið innra samræmi í því sjónarmiði margra íslendinga, að hér eigi um sinn að vera bandarískt herlið, án þess að við höfum af því fjárhagslegan ávinning. Forsendur þessarar skoðunar eru hver um sig fullgild og nægjanleg. Ein ástæðan er, að við þurfum sjálfir nauð- synlega þessar varnir vegna ótryggs ástands í alþjóðamálum. Önnur er, að við þurfum að fórna þessum anga af sjálfstæði okkar til að styöja við bakið á nágrannaþjóðum okkar, einkum Norðmönnum. Loks er fullkomið innra samræmi í þeim kenningum, sem Aron Guðbrandsson hefur sett fram og raktar hafa verið rækilega hér í blaðinu að undanförnu, enda sennilega studdar af meirihluta þjóðarinnar. Forsendur ,,aronsk- unnar“ eru hver um sig fullgild og nægjanleg. Ein ástæðan er, að íslendingar fórni miklu fyrir herstöð, sem fyrst og fremst sé í þágu annarra ríkja. Önnur er, að almannavarnir séu hluti af vörnum lands og þjóðar. Hin þriðja er, að ófært sé aó hafa hér eins konar fríríki herraþjóðar í landinu. Hin fjórða er, að for- dæmi sé hjá Norðmönnum og fleiri þjóðum. Og fleiri ástæður mætti tína til. Hvert þessara sjónarmiða býr yfir innra samræmi. Þau eru öll gildur þáttur í þjóðmála- umræðu á Islandi. Hið sama er hins vegar ekki unnt að segja um þá stefnu yfirvalda, sem ríkt hefur frá upphafi. Hún er mitt á milli NATO- hyggjunnar og aronskunnar, full af innri mótsögnum. Á yfirborðinu er því haldið fram, að banda- ríska herliðið sé hér okkur til varnar, þótt löngu sé ljóst, að máttur þess til varnar landi og þjóð er mjög lítill og mun minni en hann gæti verið. Undir niðri hefur dvöl bandaríska hersins svo verið notuð til að setja verðmiða á landið með ýmsum hætti. Sérstaklega valdir flokks- gæðingar hafa verið látnir hagnast á verk- efnum í þágu hersins. Sömuleiðis ýmsir gjald- eyrisbraskarar og smyglarar. Ekki má heldur gleyma verðmiða Marshall- aðstoðar og framhaldi hennar í uppbyggingu aþjóðlegs flugvallar, veganotkunargjaldi, loft- ferðasamningum, hagstæðum lánum, svo og margvíslegri sölu á vöru og þjónustu. Verjendur núverandi ástand eru hinir einu, sem ekkert hafa til síns máls í deilunum um dvöl bandaríska hersins og um fjármálin, sem tengjast þeirra dvöl. t .. ................. Frakkar neyðast til að reisa kjarnorkuver — það er spurning um líf eða dauða, segir yf irmaður kjarnorkumála íp Frakkar hafa lagt mikla áherzlu á byggingu kjarnorku- vera i landi sínu. Þeir vonast til að árið 1985 fullnægi kjarnorka fjórðungi af orkuþörfinni. Nú er tíundi hluti orkunnar sem Frakkar nota kjarnorka. Yfirmaður kjarnorkumála í Frakklandi, Pierre Corbet, hefur sagt að kjarnorkan sé spurning um líf eða dauða fyrir Frakka. Hann segir að Frakk- land setji mark sitt hátt og ráðamenn stefni að þvi að landið verði leiðandi í smíði kjarnorkuvera. Corbet segir að það sé nauðsynlegt að Ieggja mikla áherzlu á kjarnorkuverin vegna þess að Frakkar hafi enga aðra orkugjafa. NÝ GERÐ KJARNORKUVERA Það er lögð mikil áherzla á að þróa nýja gerð kjarnorkuvera á næstu sjö til átta árum. Þá vonast Frakkar til þess að þau verði fullbúin og hægt verði að taka þau i notkun. Sagt er að þessi nýju kjarnorkuver nýti úranið miklu betur en gert hefur verið til þessa. Þess ii. ...... ................... Stalín er víst hér son lýgur og þegar Kjartan Ölafsson lýgur. Þórarinn veit óljóst a.m.k. iivað hann er að gera, hann heldur einasta að það tilheyri leiknum sem hann hefur gert að ævistarfi. En Kjartan Ólafsson \-eit ekki hvað hann er að gera. Hann skvnjar ekki að hann sc að gera rangt. Það tilheyrir svona kommum að halda að hann hafi heilagan málstað i höndunum. sé útval- inn til þess að vernda hann og gæta hans. og þess vegna megi gera allt. Lika ljúga. Aliur j)orri samfélagsins áttar sig á því að þetta hugarfar kommans er einh\rer þjóðfélagsleg sér- vizka, tímaskekkja. Þess \ egna verða þeir aldrei stærri eða fjölmennari en þeir eru núna. Skvnsemi og upplýsing alls |)orra fólks sér fyrir þvi. En Þórður gamli minnir á mcira i nútimanum. Hann minnir á, að á bak við þessa róttækni vfirborðsins og trúna á málstaðinn býr önnur per- sóna. Hún er ihaldssöm. þröng- sýn og hún skiptir meira máli. Skugginn af Stalínsdýrkuninni myrk\ar enn umhverfið og hugarfarið. 1 þessum skugga standa ekki aðeins Lovola- manngerðirnar sem stýra Þjóð- viljanum, heldur og forustu- fólkið í Al|)ýðubandalaginu. Það hefur orðið bert í um- ræðu síðustu mánaða, meðal annars um prófkjör, að i engum íslenzkum stjórnmálasamtök- um er lýðræðið þrengra og mannfyrirlitningin algerari en í Alþýðubandalaginu. Enginn stjórnmálamaður talar af meiri fyrirlitningu um prófkjör og persónukosningar en Lúð\ik Jósefsson, nýkjörinn forustu- maður Alþýðubandalagsins. Og þetta virðist eiga \’ið um alla svokallaða forustumenn Al- þýðubandalagsins. Enginn er harðari verjandi flokksræðis en Lúðvík alþýðuforingi. enginn óviljugri til þess að auka sjálf- sögð lýðréttindi fólks. IIWWM———I—!■ I ■! _«J Þjóðleikhúsið er um þessar mundir að sýna óvenju rismikið íslenzkt leikrit. Það er Stalin er ekki hér. eftir Véstein Lúð\ iks- son. Þar er dregin upp hugstæð mvnd af fjölskvldu og um- hverfi hennar frá árinu 1957. Þórður járnsmiður er kommi af gamla skólanum, verkalýðsfor- kólfur, hefur gengið götu Kommúnistaflokks og siðan Sósíalistaflokks. les Þjóðvilj- ann og trúir á Sovét. Einn af þessum sem hefur einkalevfi til þess að vera róttækur. 1957 er erfitt ár. Rétt áður hafði Krúsjeff flutt leyniræðuna um Stalin — ra'ðuna sem Brvnjólf- ur Bjarnason frétti um á Kastrúp á leiðinni heim — og sjálfur Stalín var þá ekkert annað en ótíndur ghepamaður. Freðinn heimur ganialla hug- sjóna hruninn. 1957 var erfitt ár. Og svo kemur ný kynslóð með nýtt verðmætamat. Það verður ljóst að þessir einka- leyfishafar róttækninnar eru ekki annað en þröngsýnt og þreytt fólk. kjánalegt og brjóst- umkennanlegt. Með leikriti sinu snertir Vé- steinn Lúð\íksson vandamál sem er miklu stærra og stendur okkur miklu nær en Þórður gamli gerði árið 1957. Þórður gamli er allt í kringum okkur. Þetta l>röngsýna fólk, sem hefur ekki snefil af umburðar- lvndi. Dæmigerðast er fólkið sem mest skrifar í Þjóðviljann. Það hefur einkarétt til þess að vera róttækt og vera til „vinstri". Það hefur fundið sannleikann um þjóðfélagið, og helzt á hann að vera visindaícg- ur. Það fyrirlítur sjönarmið sem er Öðruvísi en þeirra pigin. Það er kallað borgaralegt frjálslyndi. En í revnd er þetta þröngsýnt, ihaldssamt og oftast brjóstuntkennanlegt fólk. Alveg eins og gamli Þórður Vé- steins Lúðvíkssonar. Kjallarinn EINKARÉTTUR Á RÓTTÆKNI Þórður gamli ritstýrir Þjóð- viljanum, þó svo hann heiti eitt- hvað annað. Samt hefur margt breytzt. Þeir verja ekki lengur Stalín, þeir verja ekki Iengur fjöldamorð. Obbinn er ekki einu sinni kommúnistar lengur. En kjarni hugarfarsins hefur samt ekki breytzt. Kjarni hugarfarsins er sá, að þeir trúa á málstað sinn. Þeir nálgast um- fjöllun um samfélagið með hugarfari trúmannsins, en ekki með hugarfari skynsemisver- unnar. .Þessir Jesúítar \ orra tíma trúa því. eins og Ignatius Loyola gerði fyrir fjögur hundruð árum, að tilgangurinn helgi meðalið. Þess vegna sé leyfilegt að beita öllum ráðum, öllum brögðum. Það sé leyfilegt að ljúga og endurtaka lygina aftur og aftur. Allt vegna þess að málstaðurinn er heilagur. Það er grundvallarmunur á því, þegar Þörarinn Þórarins- Frá mótmælum i Malville í sumar. Þar komu saman um 50 þúsund anns til að mótmæla bvggingu kjarnorkuvera.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.