Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 32
Þulumar með vara- litinn úti á kinn Sjónvarpsskilyrði á Höfn í Hornafirði hafa verið mjög slæm og að sögn Hafnarbúa sem fjárfest hafa í nýjum lit- sjónvörpum að undanförnu eru þulurnar með varalitinn út á kinnum á skjám þeirra. Þetta á þó aðeins við þegar liturinn næst, sem gerist ekki oft. Dagblaðið hafði samband við Sigurð Þorkelsson fram- kvæmdastjóra Pósts og síma og spurði hann hvort Hafnarbúar mættu vænta einhverrar breyt- ingar á sjónvarpsmálum sínum. Hann sagði að nýr sendir hefði verið tekinn í gagnið á Höfn í fyrrakvöld og væri von til þess að hann gæfi einhverja bót. En nýr sendir segði þó ekki alla sögu. Það sem gerir það erf- iðast að koma dagskránni austur er hvað langt er frá endurvarpsstöðinni, en hún er á Háfelli við Mýrdalssand, rétt austan Víkur í Mýrdal. Vega- lengdin þarna á milli er um 200 km. „Því miður er ekki hægt að gefa nein bjartsýnisloforð um nýja endurvarpsstöð á næst- unni,“ sagði Sigurður. „Allar slíkar framkvæmdir eru dýrar og fjárveiting ekki fyrir hendi.“ - JH RJÚPA FYRIR EINN BLÁAN Nú er fólk alvarlega farið að hugsa fyrir jólamatnum, enda vart ráð nema í tíma sé tekið því aðeins er vika til stefnu. Margir stefna á hamborgarhrygginn eða svínasteik en aðrir eru alltaf veikir fyrir þcgar rjúpur eru í boði. Riúpurnar eru nú komnar á fulla ferð í matsöluverzlunum og eru seldar á 1000 kr. stykkið. Hafa þær hækkað um 300 kr. frá í fyrra. Þá eins og nú og oft fyrr hefur rjúpnaverðið nokkurn véginn fylgt kílóverði af súpu- kjöti. Á myndinni er Pétur Pétursson afgreiðslumaður hjá Tómasi að hampa rjúpnakippum. -ASt./DB-mynd Sveinn Þorm. Vörugjaldið: Lífseig bráða- birgðaráð- stöfun 18% vörugjaldið verður áfram tekið eitt ár enn. Það var lagt á, nokkru lægra í upphafi, fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári og þá til bráðabirgða. I frumvarpi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir því, „að þetta gjald verði áfram 18% og gildi til ársloka 1978. Vörugjaldið- hefur reynzt svo drj’úg tekjulind að ekki er hlaupið að því að fella það niður. Er áætlað að það færi ríkissjóði állt að 7 milljörð- um króna árið 1978. - BS Setuverkfall hjá Togaraafgreiðslunni — vanskil á orlofs- og lífeyrissjóðsgreiðslum o.fl. — vinna hófst afturígær Verkamenn Togaraaf- greiðslunnar fóru í setuverkfall í gærmorgun, þar sem fyrirtæk- ið hafði ekki greitt tilskilið orlof til póstgíróstofunnar, greitt í lífeyrissjóð, eða félags- gjöld til Dagsbrúnar og vanskil jvoru á launatengdum gjöldum. í erfiðutn málum er alltaf bót að fá sér vel í nefið, og þá reglu heldur Guðmundur J. dyggi- lega. DB-myndir Hörður. Skuldir Togaraafgreiðslunnar vegna þessara launatengdu gjalda nema 7-10 milljónum. Verkamennirnlr höfðu gefið fyrirtækinu vikufrest til þess að ganga frá þessum málum, en sá frestur rann út í gærmorgun án þess að nokkuð gerðist. Því kom til verkfallsins. Strax í gærmorgun var hald- inn fundur með forstjóra Togaraafgreiðslunnar, einnig fulltrúa Vinnuveitendasam- bandsins, trúnaðarmönnum starfsmanna og Guðmundi J. Guðmundssyni varaformanni Dagsbrúnar. Þar náðist sam- komulag þar sem forstjóri Togaraafgreiðslunnar skuld- batt fyrirtæki sitt til þess að greiða helming skuldarinnar strax í dag og ljúka greiðslun- um síðan fyrir áramót. Þegar að loknum þessum fundi var þetta samkomulag borið undir verka- mennina þar sem þeir sátu í kaffistofu fyrirtækisins. Guð- mundur J. Guðmundsson reifaði málið, hann tók í nefið ogféKk kaffiogróaði þá sem æstastir voru til frekari átaka. Hann sýndi þá meistara- takta, sem honum einum eru gefnir í samningainálum verka- fólks og samþykkt var að hefja vinnu á nýjan Ieik og sjá til hvort gefin loforð stæðust. Ef loforð stæðust ekki væri augljóst mál að vinna stöðvaðist á nýjan Ieik. Ástæður greiðsluerfiðleika Togaraafgreiðslunnar stafa af því hve fyrirtækið á mikið af útistandandi skuldum. Skuldararnir eru reyndar eign- araðilar í Togaraafgreiðslunni, eins og t.d. Bæjarútgerðin. Utanaðkomandi togarar, sem leggja upp á vegum Togaraaf- greiðslunnar, eins og Vigri og Ögri, eru aftur á móti skuld- lausir. -JH. Guðmundur J. Guðmundsson skýrir málin fyrir verkamönnum sem síðan samþykktu að hefja vinnu á nýjan leik. frjálst, áháð daghlað FÖSTUDAGUR 16. DES.1977. Alfreðsmálið: „Skýrslan send á næstu dcgum” — segir Hallvarður Einvarðsson „Rannsóknin er á lokastigi og skýrsla um málið verður síðan send til ríkissaksóknara til ákvörðunar," sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglu- stjóri rikisins í viðtali við Dag- blaðið. „Ég vona að það geti orðið innan fárra daga og meira er ekki um málið að segja.“ Hallvarður vildi ekkert um það segja hverjar ásakanirnar væru sem bornar væru á Alfreð Þor- steinsson, forstjóra Sölunefndar varnarliðseigna, en hann sat sem kunnugt er í gæzluvarðhaldi í tvo daga eftir að þrjú ungmenni höfðu borið á hann „gróf brot á hegningarlögum", eins og sagt hefur verð í fréttum. Ungmennin .urðu uppvís að því að hafa stólið tékkhefti Alfreðs og svikið þannig út allmiklar fjárhæðir. Hallvarður var að því spurður hvort beðið hefði verið um skýrslu um málið frá dómsmála- ráðuneytinu, en um það hafa gengið sögusagnir eins og vill verða. Á dómsmálaráðherra að hafa mikinn áhuga á því að rann- sókninni verði hraðað, þar eð hér sé um háttsettan mann innan Framsóknarflokksins að ræða. „Slíkt er algjör fjarstæða," sagði Hallvarður. „Það hefur verið unnið að þessari rannsókn á eðlilegan hátt og skýrsla um málið verður send saksóknara, eins og ég sagði áðan.“ Auk Þóris Oddssonar sem stjórnaði rannsókninni auk Hall- varðs unnu að henni þeir Guð- mundur H. Jónsson og Þorsteinn Ragnarsson rannsóknarlögréglu- menn. - HP PrófkjSr sjálfstæðismanna: Ellefuá listaá Reykjanesi Hringurinn í prófkjörum um landið er nú óðum að þrengjast. Framboðsfrestur til prófkjörs hjá sjálfstæðismönnum á Reykjanesi rann út á miðnætti'í nótt og höfðu þá borizt ellefu framboð. Frambjóðendurnir eru: Ár.ni Grétar Finnsson, Hafnarfirði, Björn Þórhallsson, Reykjavík, Eiríkur Alexandersson Grinda- vík, Helgi Hallvarðsson, Kópa- vogi, Matthías Á. Mathiesen, Hafnarfirði, Oddur Ólafsson, Mos- fellssveit, Ölafur G. Einarsson, Garðabæ, Páll V. Daníelsson, Hafnarfirði, Richard Björgvins- son, Kópavogi, Salome Þorkels- dóttir, Mosfellssveit og Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnarnesi. Prófkjörið verður haldið dag- ana 4. og 5. febrúar. nk. -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.