Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 6
I ► q _____________ DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Oddsskarðsgöng opnuð til umferðar —sn jóþyngsti hluti Oddsskarðs því úr sögunni Vegagerðarmenn frá Reyðar- firði voru að leggja síðustu hönd á Oddsskarðsgöngin er fréttaritari DB á Neskaupstað, Skúli Hjalta- son, heimsótti þá nú í vikunni. Verið var að sjóða saman volduga grjóthrunshlíf sem er grind úr stálbitum. Að sögn Páls Elías- sonar verkstjóra er bergið nokkuð laust í sér á þessum stað og er grindin gerð tii þess að fyrir- byggja hrun. Göngin eru 650 metrar á lengd, þar af eru 480 metrar sprengdir í fjallið en síðan eru steyptir skálar út frá fjallinu, sem eiga að koma í veg fyrir að snió setji að opun- um. Hurðir eru fyrir opunum svo ekki skafi inn, og sími ef menn þurfa að gera vart við sig. Charles Magnússon, sem hefur Nýjar vörur rm mm nyjar vorur Vorum aö taka uppkjóla, blússur, mussur ogpeysur Glæsilegt úrval IÐNAÐARMANNAHUSINU VIÐ HALLVEIGARSTIG. haft umsjón með snjómokstri yfir Oddsskarð, sagði í viðtali við DB að mikill munur væri að þurfa ekki að ryðja háskarðið, sem er snjóþyngsti kafli leiðarinnar, og he.fur snjórinn stundum verið 9 metrar á þykkt þar. Það er þvi mikill sparnaður að þurfa ekki að ryðja þann hluta. Göngin eru um 5 metrar á hæð og 4.5 metrar á breidd. Tvö útskot eru fvrir mætingar bíla. Annað er í steypta skálanum norðan megin en hitt er sprengt inn í bergið og þar er áðurnefnd stálgrind. Gerð ganganna hófst árið 1972 og það ár og næsta var unnið við spreng- ingar. Skálarnir hafa veri steyptir á tveimur síðustu árum. Eftir er að setja bundið slitlag á gólfið og stvrkja loftið. Þótt göngin verði opnuð til umferðar nú verða þau ekki formlega vígð að sinni. SH/JH "Oddsskarðsgöngin spara mikið í snjómokstri og bæta mikið samgóngur við Norðfjörð að vetri til. Heildarkostnaður ganganna á núverandi verðlagi er um 600-700 milljónir. DB-mynd Skúli Hjaltason. Krishnamurti/eysirupp Stjörnufélagid A mI■ oUAStIah^ / Ommen 1929 jjfll lllCdlO VCl/.ldll r a Króknum leikf élagið sýnir milli jóla og nýárs verk eftir Pinter í leikstjóm Hauks Jóns Guðmundssonar Leikfélag Sauðárkróks hefur tekið til sýninga leikritið Afmælisveizlan eftir brezka höfundinn Harold Pinter. Hann hefur vakið hvað mesta athygli af þeim höfundum sem fram hafa komið eftir 1950r Pinter byrjaði ungur að skrifa og skrifaði fyrsta leikrit sitt 27 ára gamall. Það var einþáttungurinn The Room. Leik- rit Pintes einkennast af hvers- dagslegum persónum í hversdags- legu umhverfi. Þessar persónur verða svo utanaðkomandi ógn- völdum að bráð. 1 Afmælisveizl- unni eru ógnvaldarnir tveir skuggalegir náungar, Gyðingur- inn Goldberg og írinn McCann, sem notfæra sér dulinn ótta og sketarkennd fórnardýrsins til þess að buga það. Persónur Pinters eru einangraðar og ófærar um að veita eða þigg.ia sanna ástúð. Hlutverkin eru sex talsins. Með þau fara Gunnlaugur Ölsen, Elsa Jónsdóttir, Ölafur Jóhannsson, Elísabet Arnarsdóttir, Jón O. Ormsson og Hafsteinn Hannes- son. Leikstjóri er Haukur Jón Gunnarsson. Hann hefur áður verið á ferð í Skagafirði, setti upp Litla Kláus og Stóra Kláus sem sýnt var í Miðgarði sl. vetur. Nýlega hefur Haukur leikstýrt Skagaleikflokkmim sem setti Höfuðbólið og hjáleiguna á svið. Þótti sú sýning takast með ágætum. Áhugaleikhópar víðs vegar um landið hafa notið leið- sagnar Hauks, svo sem í Þorláks- höfn, á Húsavík og Höfn í Horna- myndir KRISHNAMURT heldur því fram, að frelsi sé einungis hægt að öðlast með gjörbreytingu mannsandans og að sérhver einstaklingur búi yfir afli til að breyta sjálfum sér frá rótum, ekki einhvern tíma í framtíðinni, heldur á stundinni. KRISHNAMURTI hefur aldrei glatað þeim fögnuði sem fyllti hann snemma á fjórða tug aldarinnar og það er þessi fögnuður sem hann þráir að deila með öðrum. Hann veit að hann .hefur fundið lækningu við sorginni og eins og góðum lækni sæmir langar hann til að láta mannkynið njóta hennar. ÞJÓÐSAGA þJngholtstræti 27 • Símar 13510 • 17059 Aðstandendur leiksýningarinnar á Sauðárkróki f.v., aftari röð: Jóhann Ingimarsson, Sólveig Stefánsdóttir, Jónas Þór Pálsson, Elísabeth Arnadóttir, Guðmund- ur Friðriksson, Helgi Gunnars- son, Hafsteinn Hannesson, Gísli Pétursson og Jón Ormar Ormsson Sitjandi f.v.: Anton Ingimarsson, Gunnlaugur Ölsen, ieikstjórinn Haukur Jón Gunnarsson, Elsa Jónsdóttir og Olafur Jóhannsson. firði. Nýlega var sýnt sjónvarps- leikrit eftir Davfð Oddsson, sem Haukur Jón leikstýrði, en það hefur verið ákveðið að það verði einnig sýnt á Norðurlöndum. Haukur hefur einnig séð um þætti í útvarpi og einnig hefur hann starfað sem aðstoðarleik- stjóri í Þjóðleikhúsinu. Næstu sýningar á Afmælisveizl- unni verða milli jóla og nýárs. Sýnt verður í Bifröst miðviku- daginn 28. desember og föstu- daginn 30. desember. Einnig verður leikurinn sýndur í Mið- garði þann 29. desember. KP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.