Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. 31 Útvarp Sjónvarp D Útvarp í kvöld kl. 19.50: Viðfangsefni þjóðfélagsfræða HVAÐ VERDUR UM FJOLSKYLDUNA? „Fjölskyldan er ævagamalt fyrirbæri sem spratt upp úr bændasamfélaginu og þótt sam- félagið sé orðið alveg gjörbreytt sfðar þá hefur fjölskyldan samt haldið sér,“ sagði Þorbjörn Broddason lektor er við hann var rætt um útvarpserindi sem hann flytur í kvöld. Erindið fjallar um þróun fjölskyldunnar og framtfð hennar og er annað í röðinni um viðfangsefni þjóðfélagsfræða. I þjóðfélaginu fyrrum fór öll' vinna, eða nær öll, fram á sjálfu heimilinu. Fjölskyldan vann þvf saman öllum stundum og börnin lærðu vinnubrögð foreldra sinna með þvf að horfa á þau og taka þátt eftir getu hvers og eins. Þar var nóg rými fyrir elliæra jafnt sem ungabörn og allir gátu unnið eitthvað við sitt hæfi, þó ekki væri kosturinn alltaf of mikill. Núna fer nær engin vinna fram á heimilum. Iðnaðarsamfélag hefur tekið við af bændaþjóð- félagi. Foreldrarnir sækja vinnu sína út fyrir heimilið og börnin verða að læra um væntanleg störf f skólum þar sem um engan annan einn stað er að ræða. Fjöldi starfs- sviða hefur einnig aukizt jafnt og þétt og sérhæfingin er orðin meiri. Þrátt fyrir þessa grundvallar- breytingu á þjóðfélaginu er fjöl- skyldan ennþá við lýði. Að vfsu er hún breytt þar sem börn eru í flestum tilfellum færri og gamla fólkið er ekki með á nema fáum heimilum, heldur eru þvf skammtaðir sérbásar, en fjöl- skylda er það samt. Hvaða framtfð skyldi hún eiga fyrir sér? Upp hafa komið hreyfingar, t.d. hippar, sem viljað hafa kollvarpa núverandi fjöl- skyldufyrirkomulagi og stofna svonefndar kommúnur. Af ein- hverjum ástæðum hafa þær flestar orðið skammlífar. Slfkar hreyfingar hafa verið mjög fyrir- ferðarlitlar á íslandi og flest ungt fólk gengur beint inn í núverandi Þorbjörn Broddason lektor. skipulag en ekki er'vtst að svo verði alltaf. Mjög erfitt er að spá nokkru um það sem gerast kann og hlýtur það allt að velta að meira eða minna leyti á þróun samfélagsins í heild. DS Sjónvarp í kvöld kl. 22.30: Koma tímar koma ráð ÞÓTTIGÓÐ MYND Á SÍNUM TÍMA —fyrir22á nátt- og undirfatnaðurinn kominn. Undirkjólar, stuttir og síðir, litir: hvítt, hiiðlitað og svart. Undirpils, stutt og síð, litir: hvítt, hiiðlitað og svart.Allar stærðir. Bómullamáttkjólar og sloppar í settum. Altfordameme Pantaniróskast sóttarsemfyrst Sfeni URVAL Skrifborðsstólar í m jög f jölbreyttu úrvali. Framleiðandi: Stáliöjan Kópavogi KRÓMHÚSGÖGN Smidjuvegi 9f Kópavogi-Sími43211 Bfómynd kvöldsins í sjón- varpinu er orðin nokkuð við aldur eða nákvæmlega 22ja ára en hún hlaut mjög góða dóma þegar hún kom fyrst fram. En margt breytist á 22 árum, þar á meðal álit manna á kvikmyndum. Kvikmyndahand- bókin okkar gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu, en mest er hægt að fá fjórar. A íslenzku hefur myndin fengið nafnið Koma tímar, koma ráð_ en á frummálinu heitir hún Come Next Spring. Greint er frá drykkjumanninum Matt Ballott er kemur heim til sfn í Arkansas FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 20.00 Fréttir og vefiur. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.45 Prúöu leikararnir (L). Gestur í þess- um þætti er leikkonan Nancy Walker. Þýrtandi Þrándur Thoroddsen. 21.20 Kastljós. (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður C.uðjón Einarsson. 22.30 Koma túnar, koma ráð. (Come Next SprinfO. Bandarísk biómynd frá árinu 1955. Aðalhlutverk Ann Sheridan og Steve Cochran. Myndin geríst 1 Arkansas árið 1927 o« hefst á þvi. aó Matt Ballot kemur aftur heim til sín eftir níu ára fjar\’eru sökum óreglu. Þýóandi óskar InRÍmarsson. 00.00 Dagskrárlok. árið 1927. Þá er hann búinn að vera milli átta og níu ár á flakki sökum drykkjuskapar. Kona hans og aðrir fjölskyldumenn fagna Matt gamla ekki beinlínis inni- . lega. Aðalhlutverkin í myndinni eru í höndum Ann Sheridan, Steve Cochran, Walters Brennan og Sonny Tufts. Leikur þeirra þykir hinn bezti og er myndin sögð •mjög áhrifamikil. Handritið er einnig sagt sérlega gott. Þýðandi myndarinnar sem er svart/hvft er Öskar Ingimarsson. DS JÓLAMARKAÐURINN Blómaskreytingar, kransar, krossar, skreyttar greinar, skreytingaefni. Mikið oggottúrval. Berið saman verð ogga ði , , v/Kársnesbraut BLÓMASKALINN Laugavegi63 SPEGLAR Jolin nálgastí Amerískur jólapappír -k Jólaskraut -k Jólakort * Leikfóng Jolagjófin handa bílnum og bilstjóranum fæst hjá okkur. . . Sjon er sögu ríkari Opið til kl. 6 laugardag Súni 86780 Innrammaðir í faHega skrautramma. Ódýrarjólagjafir. Rammaiðjan Óðinsgötu 1 Fyrsta sinn á íslandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.