Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. „Stór lukka brosir við litlum manni’' Bók menntir Haminyjan er ekki alltaf ótukt eftir Guömund Gislason Hagalin. Almenna bóka- felagið, 1977, 238 bls. Sagan hefst þar sem Markús Sveinbjarnarson, „Litli maður- inn" eúa Móa-Móri, sjötuKiir karlinn, er aö leggja upp í sjó- ferð á gamalli seglskútu með hina sérkennilegu áhöfn sina, telpu 12 ára, fjóra drengi 13-14 ára og til aðstoðar Sigga Jósúa, dugandi sjómann á þrítugs- aldri. í stuttum inngangskafla kynnir höfundur okkur sögu- hetjuna, nteð því að viðstaddir þar á bryggjunni láta í ljósi álit á uppátæki karlsins og má þegar i upphafi ljóst vera að hér er onginn aumingi á ferð, þótt ljótur sé með afbrigðum og lítill. — Það vekur strax nokkra eftirvæntingu lesandans hvernig karli reiðir af með krakkana. En höfundi liggur ekki á að skýra frá þvi heldur hregður hann sér aftur í tímann, kynnir upprúna aðalpersónunnar og lýsir höfuðeinkennum hennar: „Markús var óskilgetinn sonur vinnukonu á stórbýlinu....Hann var snemnta hagur og \ iljugur til verka. og svo fljótnæmur og minnugur ....Um hann var sagt, þegar hann fermdist, að hann væri ekki bara minnstur, heldur líka ófríðastur allra þeirra barna, sem fermzt hefðu i manna minnum í Urðar- kirkju." Aðalviðfangsefni sögunnar er barátta Markúsar við unt- hverfið, þessa afstyrmislega ljóta, dvergvaxna manns, sem samkvæmt hefðbundnu Iögmáli samfélagsins ætti að vera utan gátta. En Markús býr yfir leyni vopni sem dugar honum vel þvf að hann „hefur engan heila kálfs..í sinni svarðarkrús* (98). VITAMIN UR ÆGI Um fermingaraldur hefur hann til að bera þann sálar- þroska að geta hent gaman að líkamsgöllum sinum og af- vopnað með því væntanlega óvini sína áður en þeir geta lagt til atlögu. Hann hefur líka lært hógværð og lítillæti, þolinmæði og þrautseigju, haldbestu eigin- leika lítilmagnans; hann gætir þess að ögra ekki hinum stóru og sterku, þó i kyrrþev sé hann að undirbúa sig að mæta þoim sem jafningi, ef ekki yfirburða- htaður á flestum sviðuir. nema i likamlegri glæsi- mennsku, sem þegar allt kemur til alls hefur ekki úrslita- þýðingu. Höfundur lýsir því hvernig þessi sérstæði ungling- ur verður að nýtum manni. Strax að kvöldi fermingar- dagsins kemst drengurinn til sjós og þótti mikið lán. Hann reynist líka hagur smiður, |tegar hann er í landi og nýtur til allra verka. f þessum hluta verksins, sem er tæpur þriðjungur þess, og nær yfir ævi Markúsar fram að sjötugu, er farið fljótt yfir sögu, þó með lengri og styttri dvölum við einstaka atburði og tekst höfundi að draga upp bráð- skemmtilega og skýra mynd af Móa-Móra og hans fólki, vest- firsku alþýðufólki, sem mann fram af manni hefur hokrað undir bröttum fjöllum með nokkrar kindur og eina kú en sótt lífsbjörgina og vitamínið t greipar Ægis. Afbragðsgóð er lýsingin af hinu eftirminnilega bónorði Markúsar við Guðnýju sína. Þar er höfundur í essinu sínu og lýsir af leiftrandi kimni hvernig tildragelsi og trúlofunarstand var meðal alþýðunnar áður en rómantíkin barst til landsins. 1 lok þessa hluta sögunnar missir Markús Guðnýju, konu sína, og er þá í fyrsta sinn á langri ævi yfirbugaður maður, kominn fast að sjötugu. MÓRI OG HREKKJUSVININ En saga Móa-Móra er ekki öll, þvert á móti. Ævisaga hans var aðeins inngangur að aðalsög- unni, þar sem segir frá afrekum Hrunakallsins, þ.e. Markúsar Sveinbjörnssonar, litla ljóta karlsins með mörgu viðurnefnin sem hann gefur 'sér sjálfur. Hér segir frá hinu einstæða hlutverki öldungsins að gera dugandi menn úr illa öguðum unglingum þorpsins Fagureyrar. Grunntónninn er: Látið stálpaða krakka hafa næg verk- efni og nýt og komið fram við þau eins og manneskjur, eða eins og Hruna-kallinn orðaði það: ....ef þið sýnið það við hrognkelsaveiðarnar og í öllu ykkar framferðiý að þessari litlu og lítilsvirtu þjóð henti það ekki, að láta tólf til fjórtán ára ungviði ganga eins og land- eyður og freistast til að gerast þeim mun meiri skemmdar- vargar og jafnvel skitmenni sem meiri dáð er í þeim.“ (174). Frásögnin af þvf, hvernig Markús er vel til þess fallinn að betrumbæta unglingana, er vel undirbyggð fyrr í bókinni, þar sem lýst er hvernig hann sigrast á eigin örðugleikum. Hann verður vinur óknytta- unglinga, því hann skilur hvar skórinn kreppir. Það er t.d. góð lýsing á kynnum hans og Flyðru-Jens eða Holu-Kráks, „hrekkjusvtns, áflogahunds og þjófs“ og hvernig hann vinnur þennan þrjóska ungling á sitt band, segist munu kalla hann Krák og ráðleggur honum að nota það nafn um sjálfan sig, svo að engum finnist lengur gaman að uppnefna hann. Sálfræðileg skýring á umskiptum Kráka er kannski fulleinföld á köflum, en þarna Rannveig G. Ágústsdóttir hefur sérstæður persónuleiki hins litla og ljóta Móa-Móra ákveðnu hlutverki að gegna, að vekja undrun og forvitni unglingsins og síðar traust og vináttu. Ekki er að sökum að spyrja — sigling öldungsins með unglingana út á ólgandi lifsins haf, þ.e. sjóferðin á skútunni sem verið er að undirbúa í upp- hafi sögu, tekst giftusamlega, en sú sjóferð var um leið hin síðasta fyrir vin okkar Móa- Móra. Sagan er skemmtilega skrifuð og spennandi — iðar af kímni — vestfirska „Kristrúnar í Hamravík“ oft kostuleg — svo að unglingar nú á tímum eiga kannski erfitt með að samsama sig jafnöldrum sínum í sögunni. En ég tel að sagan sé fremur ætluð eldri kynslóðinni. Þetta er dídaktískt verk í hæsta máta, og gefur hinum eldri ærið umhugsunarefni og tilefni til að „þenkja, útgrunda og fúndera". Rannveig G. Agústsdóttir MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT UjlÞWfCWt OPIÐ TIL KL. 22ALLA DAGA Bökunarvörur á tilboðsverði Hdtidamatur á hvers manns borð Ódýru reyktu rúllupylsurnar Hangiframpartar ágamla verðinu meðan birgðirendast Það verða gleðilegjól íKjörvali VERIÐ VELKOMIN Þverholti - 270 Mosfellssveit - Sími 66620 íslenzkar bækur. Leikföng frá Airfix, Bamhola, Lego, Matchbox, Playmobile og m.fl. Jólakort og jólaskraut í úrvali, fallegt jólakort af Lágafellskirkju. Ritföng. Erlend blöð. Vasabrotsbækur. Filmur, filmuframköllun. Hop- timistarnir vinsælu. Gjafavara. Opið til kl. 8 alla virka daga nema föstudaga til kl. 10. Opið laugardaga. Verið velkomin og reynið viðskiptin. RADÍÓVAL SF. MOSFELLSSVEIT - SÍMI66640 r Utvarps- ogsjónvarpsverkstœði — verzlun Tiljólagjafa: Mikið úrval if hljómplötum og kassettum, kassettutöskum. Plötustatif, hillusett, skúffuskáp- ar, ferðatæki, segulbönd, tölvuúr, vasatölvur og nt.fl. Útvarpstæki, kassettutæki, bíl- tæki, biltæki m/kassettum, kass- ettutæki i bíla, hljómflutnings- tæki, hátalarar í bíla. sjónvarpsi loftnet. Opið 9-8 virka daga, einnig á laugardögum ÞVERHOLT MOSFELLSSVEIT BENSÍNOG OLÍUR FRÁSHELLOGBP —Filmur og tóbak— r —Is ogístertur — Gos ogsœlgæti— A th. Mikið úrval afkonfektkössum MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT - MOSFELLSSVEIT J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.