Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. 1 Þrátt fyrir þessa skoðun s'\t?ja franskir ráðamenn að það sé ekkert athugavert'við að selja kjarnorkuver til annarra landa. Þeir telja að það sé hægt að leysa þetta vandamál með fúll- kominni þróun kjarnorkuver- anna, þannig að þau fullnýti allt úranið svo að ekkert plútonium safnist upp. Carter Bandarikjaforseti er á annarri skoðun en franskir ráðamenn. Bandaríkjamenn telja að ekki verði komið í veg fyrir ef svo b'>ri undir að hægt v'-rði að nota kjarnorkuv''rin í ófriðsaml'>gum tilgangi. Frakkar benda á að Banda- ríkjamenn hafi nægilega mikið af orkugjöfum, olíu, kolum og úran, «r endist þeim um ókomin ár. Aftur á móti eru Frakkar fátækir af orkugjöfum og hafa aðeins úranbirgðir til 25 ára. Vegna þessarar stað- reyndar segir Pierre Corbet, yfirmaður kjarnorkumála Frakka, að ekki sé hægt að taka aðra stefnu í þessum málum en þá sem Frakkar hafi nú ákveðið. Pierre Corbet ræður yfir miklum mannafla og nú eru um 30 þúsund manns sem starfa að kjarnorkumálum í Frakklandi. ÞÚSUNDIR MÓTMÆLA STEFNU STJÓRNVALDA í KJARNORKUMÁLUM Það eru ekki allir á eitt sáttir með stefnu stjórnvalda i kjarn- orkumálum. Síðastliðið sumar -var efnt til mótmæla í Frakk- landi gegn byggingu kjarnorku- vera. Fólk víðs vegar að úr Evrópu streymdi til Lyon, en þar í grennd er kjarnorkuver, Kjarnorkurannsóknastöð Frakka i La Cattarache. eða í Malville. Um 50 þúsund manns söfnuðust til Malville og þar kom til blóðugra átaka. Nokkrir létu lífið. 1 Malville er nú í byggingu geysistórt kjarnorkuver og hefur það verið nefnt „Super Phenix“. Það á að verða tilbúið árið 1982. Frakkar gera sér vonir um að geta selt kunnáttu þá sem þeir búa yfir og nota við gerð „Super Phenix“ til ann- arra landa, þegar þeir hafa lok- ið byggingunni. Náttúruverndarmenn hafa margoft bent á þá hættu sem af kjarnorkuverum stafar. en þrátt fyrir mótmæli af ýmsu tagi láta frönsk stjórnvöld þau sem vind um eyrun þjóta og halda fast við þá áætlun að koma upp miklum kjarnorku- verum. vegna safnist ekki eins mikið plútonium fyrir, en það efni er notað í kjarnorkusprengjur og kjarnavopn. Lögð er mikil áherzla á að nota sem minnst af úrani, vegna þess að þá muni þekktar birgðir endast lengur. Mikið hefur verið rætt og rit- að um þá hættu sem fyrir hendi er þegar miklar birgðir safnast upp af plútonium. Carter for- seti Bandaríkjanna og fjöldi annarra þjóðhöfðingja hafa látið í ljósi ugg um að þessar birgðir verði notaðar í vopn. FRAKKAR 0G BANDA- RÍKJAMENN EKKI SAMMÁLA UM STEFNU í KJARNORKUMÁLUM Frönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu ekki hlynnt því að sífellt fleiri ríki fái kjarnorkuvopn til umráða. Einhverjum kann að þykja þetta skrýtið. En þetta er hvorki skrýtið eða órökrétt. Þetta er sú myndin af Þórði gamla, sem sjaldnar blasir við. Fyrir þetta fólk, sem trúir því að það hafi öðlazt vísindalegan sannleika á öllum vandamálum samfélagsins, þá er fólk aðeins spýtukallar í valdatafli, en skiptir ekki máli að öðru leyti. Ef fólkið fellst ekki alls kostar á að láta fara þannig með sig, þá skilur það ekki póli- tík. Ef fólkið fellst ekki á að lúta foringjum sem hafa vís- indalegan skilning á samfélag- inu og hafa eytt beztu árum ævi sinnar í að berjast fyrir það, þá er það vanþakklátt og heimskt. Lýðréttindi er borgaralegur lúxus, en ekki það sem máli skiptir. Pólitík snýst nefnilega um málefni og ekki menn. Og Þórður gamli á sér mál- gagn, Þjóðviljann, sem í um- fjöllun um þjóðmál er ekki ann- að en þröngsýnt og auvirðilegt sóðablað, lygið og rætið. Ég vil segja sögu til fulltingis svo þungum orðum: 1 ágústmánuði sl. sat ég á ritstjórastóli á Al- þýðublaðinu. Einn dag birtist þar heilsíðugrein eftir Eggert G. Þorsteinsson, alþingismann. Eggert drakk um skeið of mikið brennivín, og eins og fjölmarg- ir viljasterkir íslendingar fór hann til Bandaríkjanna og fékk fullan bata. Þessu hefur hann sjálfur lýst á opinberum fundi og tekur á þann hátt þátt í einhverju virðingarverðasta félagsstarfi aldarinnar. Við hliðina á grein Eggerts kom í föstum dálki blaðamanna klausa um Freeport, fyrir minn smekk heldur ósmekkleg og óþörf, en kirfilega merkt ein- um blaðamanni blaðsins. Kjartan Ölafsson ritaði hálf- síðugrein, þar sem hann tíund- aði þetta og laug því kalt, að höfundur þessa væri Vil- mundur Gylfason og til þess gert að koma höggi á Eggert vegna íhöndfarandi prófkjörs. Og það þótt klausan væri merkt — og það flokksbundnum komma og formanni Húsbygg- ingasjóðs Þjóðviljans að auki! Maður sem lýgur eins og Kjart- an Ólafsson (greinin var merkt honum) gerði þarna, er ekki illa innrættur. Hann veit ekki betur. Hann trúir á málstað sinn, er þjóðfélagslegur sýkó- pat. Þetta er Þórður gamli mynstri, þessum þjóðfélags- strúktúr upp á aðra. Þjóðfélags- vísindi þessa fólks gera ekki ráð fyrir því að einstaklingar séu mismunandi eða hafi mis- munandi þarfir. Það hatast við innflutningsverzlun og talar gjarnan um innfluttan óþarfa, drasl, skran. Og hver er svo innflutti óþarfinn, draslið og skranið? Það er varningur sem það sjálft vill ekki eða hefur ekki þörf fyrir, og þá hefur náunginn auðvitað ekkert með það að gera. „Ef ég kemst af án rafmagnsritvélar, þá hefur ná- unginn ekkert að gera með hana.“ En að náunganum sé sjálfum treystandi til þess að velja og hafna, það er af og frá. Þarna er vísindalegt vitið. Og Þórður gamli gengur aftur í mörgum, mörgum mynd- um. STALÍN ER VÍST HÉR Sá Stalin, sem gengur aftur á síðum Þjóðviljans og í frysti- kistuhugarfari þreyttra og þröngsýnna komma og hálf- komma, er ekki gamli Jósef Stalin, sem myrti milljónir. Það er einasta skugginn af honum, hugarfar skylt hugarfari hans. Afturgangan birtist í óum- burðarlyndu fólki, sem trúir á málstað sinn og vill þröngva hugmyndum sínum og lífsstíl upp á aðra, með góðu eða illu. Afturgangan birtist í blaða- mönnum sem skilja ekki mun- inn á ritskoðun og ritstjórn og sem ljúga kalt í nafni heilagrar pólitískrar hugsjónar. Aftur- gangan birtist í flokksforingj- um, sem fyrirlíta aukin lýðrétt- indi, fyrirlíta fólk, og vilja eins og Mússólíni að allt sem máli skiptir gerist innan flokksins og ekkert utan hans. Þessi afturganga er ótrúlega rík í ótrúlega mörgum. En það er rétt upp á síðkastið sem æ fleirum er að verða ljóst að þessir sjálfstimpluðu róttækl- ingar eru iðulega engir róttækl- ingar, hreyfing þeirra er engum til góðs og málgagn þeirra er upplýsingu og and- legu heilbrigði til vanza. Þvert á móti er þetta íhaldssamt og þröngsýnt afl, hrætt fólk sem óttast ekkert meir en þann frjálslvnda gust, sem nú um nokkurt skeið virðist hafa verið að losna úr læðingi og blása um samfélagið. Þórður gamli járnsmiður er ekki einasta lýsing á einstaklingi. Hann er lýsing á samtökum og hann er lýsing á málgagni. að sameinast um einn stjórnmálaílokk, AlhýðiAanM^^Vinstrim^^ru ekki aokks- okks- ; svip itisku tjórn, milli Sjálf- :sam- :a af. ithýst telur S jR.' ' * 1 Jn vera jnBini að jHBurinn |h| ,V^\Íi BÍMstuafl StrpS" Hér jlmMgu að K fleiri V ”fyrir. ■’ ðlMÉ^P^tff\- "i3k 'instri flokkur, sem flokkur íaunamanna. Svo er vinstrimönnum sjálfum fyrir að þakka. Þannig eru félög Aiþ>rðubandalagsmamia **álSQgn sósinr ve*k°mhre“£ma’ Þjóðviljinn, Vésteiryi og Staiín. vorra tíma. Brjóstumkennan- legur og ekki einu sinni hættu- legur lengur. INNFLUTTUR OÞARFI er einkenni !>essa fólks að eiga íhaldssemin og þröngsýnin sér lifsmynstur og vilja allt tekur á sig margar myndir. Það hvað af tekur troða jtessu lífs-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.