Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 13
DÁGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. V* Nýbók eftir Halldór Laxness SEISEIJÚ, MIKIL ÓSKÖP Um bókina segir K.K. Það er viðburður á tslandi, þegar Halldór Laxness skrifar grein. Oft er eins og annað blaðamál gleymist þá í svipinn með öllu. Ef litið cr til baka, eru það heil undur, hve svo annríkur sagna- og Ieikrita- höfundur hefir afkastað af ritgerðum og látið margt til sín taka í ritgerðum: dægurmál, stjórnmál, fólk og fénað, mannasiði, tungu, sögu og bókmenntir. Þess er skammt að minnast, að hann gerði hinn ógæfusama bókstaf z að umtalsefni í grein, sem er svo skarpleg og kjarnviss, að i hennar Ijósi virðist flest, sem um þennan ómagastaf hefir verið ritað, verða aftaka raus (greinin er í'þessari bók). Ég er ekki viss um, að vér gerum oss alltaf ljóst, hve dauf og máttleysisleg svokölluð almenn eða opinber umræða í vorum að- kreppta íslenzka andans heimi mvndi revnast, ef rödd Halldórs brygði ekki margoft fyrir í ritgerðum og blaðagreinum. Auðvitað er stundum ekki síður heilsusamlegt að vera honum andvígur eins og sammála. Ég hefi ekki trú á því, að ég geri neinum rangt til, þó ég fullvrði, að Halldór sé mest lesni ritgerðahöfundur á landi voru og sá frumlegasti. í þessu safni, sem hér birtist, er höfuðgreinin vafalaust Fáeinar athuganir um „kristinréttarákvæði elstu" og fjallar um fornsöguleg efni, em H.L. hefir mjög látið til sin taka, bæði frá nýstárlegum sjónarmiðum, út frá afskekktri þekkingu og af mikilli fyndni. Jólabók íslendinga Helgafellsbók Unuhús, Veghúsastíg 7 'ttftf* 4'M. '?*i4 (“’ÍCíSWU....... - • • VíaVh****-* »**VV..V^** (4 «**«>*♦»* ********** 44 fiúi*i*** ***»!* * •4if«***«*»*‘**««*** * * i4ií)M***********«*»«* . \é4'lt*-M*********tM** V»#-#4*4*******i****is *

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.