Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Hlutabréfin hafa 120 Eim skip á nú 8,5% —430milljónkr. hlutaféerekki nema faldazt ■'|X__ « hlutiafverði ál5árum: ,,af sjalfu sei nýjasta skipsins Eimskipafélag íslands á nú 36.8 milljónir ,,í s.iálfu sér,“ éöa með öðrum orðum á félagið sjálft þennan hlut í 430 milljóna króna hlutafé félagsins. Allt hlutaféð nemur ekki nema hluta af kaupverði nýjasta skips félagsins en þau' eru nú 24 talsins. Er þá ekki minnzt á húseignir félagsins í Reykiavík og annars staðar, auk tóla og tækja. Upplýsingar um hlutaféð koma fram í nýútkomnu frétta- blaði sem ber nafnið „EIMSKIP“. Það er gamall góðvinur blaðamanna sem þar heldur um stjórnvöl, Sigurður Magnússon fyrrum blaðafull- trúi Loftleiða. Fyrsta eintak fréttablaðs Eimskips ber með sér að í því eigi að kynna inn- viði félagsins, margháttaðar deildir og víðfeðma starfsemi. Er að mörgu að hyggja i 20 síðna vönduðu, myndskreyttu blaði. í kaflanum um hlutabréf segir að hluthafar séu í dag 12600 talsins, eða um 5.5.% allrar þjóðarinnar. Árið 1961 var nafnverð hlutabréfanna 1,7 milljónir. Á aðalfundum 1962 og 1967 var ákveðið að tvítug- falda það og 1971 að þrefalda með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 1976 var þáverandi upp- hæð hlutafjár tvöfölduð. Eftir allar þessar margfaldamr er þúsund króna hlutabréf frá 1961 orðið að 120 þúsund króna hlut í dag. Og eins og í upphafi segir er heildar hlutafé félags- ins ekki nema hluti af verði nýjasta skipsins. Þess vegna mætti kannski enn hundrað- falda hlutabréfin eða meir. í hinu nýja fréttablaði segir: ,,A þessu tímabili hefur hlut- rtöfum verið gefinn kostur á að auka eign sína með kaupum nýrra bréfa og 1975 ákvað félagsstiórnin að taka 10 milliónir króna af óseldu hluta- fé félagsins og selja það í smekklegum möþpum nýjum hluthöfum. Varð þessi breyting mjög vinsæl. Stjórnin hefur jafnan kappkostað að koma í veg fyrir að mikið hlutafé safnaðist til fárra eigenda og þannig verið trú þeirri stefnu, sem i upphafi var mörkup, að sem allra flestir ættu þess kost að eiga litla en verðmæta eignarhluta í Eimskipafélagí íslands. ASt. TÍZKAN VIKULEGA ískAlafelu Í ■ J P iLJ •»* *rt“ iffr i lllf* •“ ’Ur*® Hótel Esja ætlar að veita borgarbúum og gestum í borginni tækifæri á að kvnnast tizkunni í kven- og karlmannafatnaði núna í vetur. Eflaust verður það vel þegið í skammdeginu að setjast niður í skemmtilegu umhverfi Skálafells, efstu hæðar Hótel Esju, og horfa á það sem f.vrir augun ber um leið og veitinga er neytt. Módelsamtökin undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur sjá um framkvæmd sýningarinnar. Myndin er af sýningarfólki samtakanna við vínstúkuna í Skálafelli. Hræddir við Hilmar? „En ég er afskaplega hræddur við Hilmar, sérstak- lega vegna þess,- að hann sést ekki fyrir.“ Þetta er haft eftir Matthíasi Jóhannessen, rit- stjóra Morgunblaðsins, á kápu- nýrrar bókar eftir Hilmar Jóns- son rithöfund. Fleiri hafa sagt sitt um Hilmar. Fáir eru jafnumdeild- ir. Kristmann Guðmundsson rithöfundur sagði: „Hann sker í gegnum alla lygafroðuna.1' Bók Hilmars nefnist Undir- heimarnir rísa. Þarna er um að ræða safn greina og erinda Hilmars með meiru Margar greinarnar birtust í Dag- blaðinu. Bókin kosar 2200 krónur. IHH Hef ur einhver týnt bátnum sínum? Smábáturinn sem er í vörzlu Þormóðsson. lögreglunnar. DB-mynd Sveinn 1 vörzlu Rannsóknarlögreglu ríkisins er bátkæna úr trefia- plasti sem fannst á reki sunnu- daginn 11. desember. 3-400 metra undan Bakkavör á Seltiarnarnesi. hann fannst en eigandi hans hefur ekki gefið sig fram. Þeir sem eitthvað vita um bát þennan eru beðnir að hafa samband við Jónas Hallsson hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Ef þú ert bókaormur og vantar bók til að gleypa í þig þá gæti þetta verið bókin. Ef þú ert reiður og vantar bók til að grýta, þá gæti þetta verið bókin. Búrið eftir OLGU GUÐRÚNU ÁRNADÓTTUR er skáldsaga fyrir unglinga (og annað fóik) sem segir sannleikann um viðkvæm efni — skólakerfið. Verð kr. 3336,-. Félagsverð 2855. Mál og mennfng Laugavegi 18 Báturinn var mannlaus þegar A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.