Dagblaðið - 16.12.1977, Blaðsíða 18
Brúður sem gráta þegar
snuðið er tekið frá þeim.
Verðfrá 4.950.-
Brúður sem skríða
Brúður sem hlæja
LEIKFANGAVER
Klapparstíg 40 — Sími 12631
Haukar—Svo á réttunni:
Stuðhljómsveitir eiga
að gera stuðplötur
Haukar — SVO Á RÉTTUNNI
Utgofandi: Hljomplutgafan Haukur (H-002)
002).
Upptökumaður: Tony Cook.
Hljóðblöndun: Tony og Haukar.
Hljóðritun: Hljóðriti í maí-júní '77.
Svo á réttunni hefst á hressi
legu stuðlagi eftir Jóhann
Helgason, Austur fyrir fjall.
Lagið er dæmigert Haukalag
með góðum danstakti og
rugluðum texta eftir Þorstein
Eggertsson og Hauka:
Við skulum þe.vsa i austur,
það er ball í kvöld
sá sem er nógu hraustur
skilur það.
Já, við þeysum í austur
þurfuui alis engin tjöld.
Viltu ganga í klaustur eða
hvað?
Síðan er eins og Haukar
gangi í klaustur allt aftur að
næstsfðasta laginu á hlið tvö,
sem nefnist í leti. Lögin þar á
milli eru svo sannarlega ekki í
þeim anda, sem maður væntir
frá Haukum. Þetta hefðu verið
ágætis uppfyllingarlög, en þar
sem þau eruímeirihluta hlýtur
platan í heild að mótast af
þeim.
Haukar eru fyrst og fremst
stuðhljómsveit á dansleikjum
og njóta vinsælda sem slíkir.
Þvi get ég ómögulega fengið
það inn í minn ferkantaða
haiis, hvers vegna meðlimirnir
taka upp á því að gera jáfn
meðalrhennskulega plötu og
Svo á réttunni. Hún er áreiðan-
lega ekki það, sem aðdáend-
urnir væntu. Ég vona bara að
hljómsveitin verði búin að
finna sig á Tjútt, tjútt tra la la
la.
Þrátt fyrir þetta eru fram-
farir talsverðar frá plötunni
Fyrst á röngunni, sem kom út í
fyrra. Sér í lagi þykir mér gott
að rödd Gunnlaugs Melsted
skuli nú vera orðin eins og hún
á að sér. Hljóðfæraleikur allur
er dágóður en án tilþrifa
Gunnlaugur Melsted og
Engilbert Jensen komast ágæt-
Iega frá söngnum. Valgeir
Skagfjörð syngur sjálfur lag
sitt um Stebba strý. — Þeim
söng hefði að skaðlausu mátt
sleppa.
Sem sagt. Ég vona að stuð-
hljómsveitin Haukar komi
næst með .plötu við sitt hæfi.
Lifi Haukastuðið! .At
.PAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977.
Jóla-
strengir:
Úrvalslið ijólaskapi
JÓLASTRENGIR-Ýmsir flytjendur.
Útgefandi: Hljómplötuútgófan hf. (JUD
011)
Stjórn upptöku: Jónas R. Jónsson.
Utsetningar: Karl J. Sighvatsson.
Hljóöritun: Hljóöriti.
Skuröur: Atlantic.
Við niðurröðun laga á
plötuna Jólastrengi hefur
verið valin sú leið að hafa létt
lög á hlið eitt, en þung, hátíð-
leg lög hinum megin. Fyrir
bragðið verður mjög sterk
skipting þarna á milli, — ekki
þó hvað gæði varðar heldur er
um gjörólikt andrúmsloft að
ræða.
Tónlistin á hlið eitt minnir
mig á þá jólamúsík, sem fólk
hlustar á á aðventunni. Hlið
tvö er eins og aðfangadags-
kvöld i útvarpinu. Allt er
hátíðlegt og tilkomumikið, —
jaðrar við að vera drungalegt.
Utgefandi Jólastrengja,
Hljómplötuútgáfan hf., tók þá
ákvörðun er platan var skipu-
Iögð að gera hana að nokkurs
konar minnisvarða um fyrir-
tækið, færi svo að það hætti
starfsemi um næstu áramót.
Því skyldi ekkert til sparað.
Þetta minnir reyndar dálítið á
það þegar upptökur á Vísna-
ROCK-REYKJAVIK
EFNIR TIL
/ÓLAGLEÐI
M —Eikleikurfyrirdansi
M^ðlimum fAlagsins Roek-
Reykjavík gofst nú kostur á
að sk<'mmta sér ærl'>ga
saman áður »n jólin koma.
Félagið r-fnir n'>fnilega til
jólagleði á morgun, laugar-
dag, þar s<>m m'‘ðlimum
'•inum verður leyfður
aðgangur.
Það «r að sjálfsögðu ein af
hljómsveitum Rock-
Reykjavíkur, sem l»ikur á
jólagleðinni, — hljómsveitin
Eik.
Þeir meðlimir, snm hafa
áhuga á að mæta á laugar-
daginn, fá allar nánari
upplýsingar um danslejkinn
hjá Þór Ottesen fram
kvæmdastjóra Roek-
Reykjavík í slma 11988.
Sömuleiðs eru gefnar
upplýsingar 1 verzluninni
Tónkvfsl, síminn þar er
25336.
bókarplötunni Ut um græna
grundu voru hafnar. Þá átti
heldur ekkert til að spara.
Árangurinn er líka sá, að
þessar tvær plötur eru þær
vönduðustu, sem komið hafa
út á árinu og þó að lengra sé
litið aftur.
Platan ber sterkt svipmót út-
setjarans, Karls Sighvatssonar.
Hann hefur frekar harðan stíl,
— er rokkari í húð og hár.
Útsetningar hans á lögum eins
og til dæmis Jólasveinninn
kemur og Eg sá mömmu kyssa
jólasvein eru ekki ýkja frum-
legar, en smekklegar. Við allt
annan tón kveður í laginu
Klukknahreim. Það er
eingöngu leikið og fer
Manuela Wiesler flautuleikari
með aðalhlutverkið af stakri
prýði. Ég man ekki eftir að
hafa heyrt skemmtilegri út-
setningu á Klukknahreim.
Úrvals söngvarar hafa verið
valdir á Jólastrengi. Vil-
hjálmur Vilhjálmsson stendur
alltaf fyrir sínu. Ruth Regin-
alds er ágæt og Berglind
Bjarnadóttir stendur sig vel í
sálminum Nóttin var sú ágæt
ein (ekki svo ágæt eins og
stendur á plötuumslagi). Þá
syngur barnakór öldutúns-'
skóla þrjú lög og sálma á plöt-
unni. Kórinn er nú orðinn
ómissandi, þegar vanda skal
sérstaklega til hlutanna. Hann
bregzt ekki að þessu sinni
frekar en endranær.
Sá eini, sem ég er ekki alveg
sáttur við, er Egill Ólafsson
meðlimur Spilverks þjóðanna.
Egill er raddmaður góður, en
heldur þykir mér hann
uppskrúfaður í lögunum
tveimur, sem hann syngur á
Jólastrengjum. Það jaðrar við
að hann sé tilgerðarlegur.
Tvennu til viðbótar vil ég
finna til foráttu. A allri hlið
tvö og síðasta laginu á hlið eitt
kveður við svotil samfelldan
bassatón, sem fer dálítið í
taugarnar á mér. Bassi þessi
kemur að mestu úr kirkju-
orgeli, en jafnframt heyrist í
sellói. Þetta er leiðigjarnt til
lengdar. Allt í lagi hefði verið
að nota svona bassa í einu eða
tveimur lögum, en ekki sex í
röð.
Seinna atriðið er, að í Heims
um ból kemur fram bjogun í
söng öldutúnsskólakórsins.
Þetta er í Ijóðlinunum Signuð
mær, son guðs ól. himneskt
ljós, lýsir ský, englasöng og
hallelúja. Að sögn Jóns Ólafs-
sonar hjá Hljómplötuútgáf-
unni mun þessi bjögun ekki
vera 1 nema örfáum plötum.
Þetta er smávægilegur galli,
en leiðinlegur samt.
Jólastrengír eru áreiðanlega
vandaðasta jólaplata, sem
gerð hefur verið og með þeim
skemmtilegri. Hún er aðstand-
endum öllum til sóma.
AT
t/