Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 5
DA(iBI.Af>If> MANl’DAdl'K li. KKBKl'AK 1H7H __ 5 VIRÐIST EKKIKAFWA UNDIR ÞVÍ NAFNI milimilllllllllllllllllllllllllllllHllllllf Fríörík sýndi gamla takta og lagði Larsen í25. leik Er Friðrik Ölafsson hafði leikið 25 leikjum á hvítt móti Bent Larsen í 2. umferð Reykjavíkurmótsins, voru þeir báðir komnir í tímahrak. Bent Larsen Ieitaði í örvæntingu en þó fumlaust að einhverjum leik til björgunar en sá leikur mun vart hafa verið til. Það var þvi klukkuvísirinn sem endanlega dæmdi Friðrik sigurinn. En skákstíll Friðriks í þessari skák minnti á hans fyrri tíma, þá er fáir sem engir stóðust djarfa sóknarleiki hans. Þessi skák var eins og ,,com-back“ hjá Friðrik Ólafssyni og lofar góðu. Friðrik eyddi miklum tíma i byrjun, jafnvel svo að ugg tók að setja að aðdáendum hans. Larsen gekk mikið um gólf og virtist ekki meta stöðuna rétt. Snemma hafði peðasókn Frið- riks það í för með sér að riddar- ar Larsens urðu illa virkir úti á drottningarvæng. í 10. leik urðu þáttaskil með g4 leik Friðriks. Þarna þóttu margir kenna einn af þessum gömlu góðu stungusóknarleikj- um Friðriks. Larsen fataðist vörnin. Hann e.vddi meiri og meiri tima, en fann í vörninni e.t.v. ekki réttustu svörin enda ekki auðfundin. Samt varðist Larsen af festu og ör.vggi og mátti vart á milli sjá fvrr en í 22. leik að taflið hrundi hjá Larsen. Örlögin urðu ekki um- flúin. Þeim kaus hann að mæta með dómi klukkuvísisins. - ASt. Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: Bent Larsen 1. e4 — Rf6 2. e5 — Rd5 3. d4 — d6 UNGU MENNIRNIR ENN ÁN VINNINGA — enstanda sigvel Ungu og ,.titillausu“ ís- lendingarnir sem þátt taka í Reykjavíkurmótinu hafa í fyrstu tveimur umferðunum sýnt sig vel þátttökunnar verða, þó ekki hafi þeir haft betur í slagnum við stór- meistarana. Jón L. Árnason tefldi mjög athyglisverða skák á móti Miles í 1. umferð. Hóf hann óhræddur sókn á kðngsvæng og þjarmaði i raun að Miles um tíma. En tímahrak háði Jóni, sem þó komst mjög vel frá skákinni. Á móti Polugajevsk.v í 2. um- ferð átti Jón frá bvrjun í erfiðleikum. Margeir tefldi ..maraþon- skák" við Hort í 1. umferð en varð að lokum að gefa sig. Öruggt var hins vegar jafn- tefli hans við Ögaard. Helgi Olafsson lék óhræddur gegn Ouðmundi Sigurjónssyni og um tíma sótti hann fast til vinnings. Jafntefli varð hins vegar er vfir lauk. Móti Lombardy varð róðurinn erfiðari og tapið re.vndist óumflýjan- legt. Ungu mennirnir hljóta þarna sína eldskírn og þeir hafa til þessa staðið sig með sótna. - ASt. 4. Rf3 — g6 5. Bc4 — Rl>6 6. Bb3 — Bg7 7. Rg5 — d5 8. 0-0 — Rc6 9. c3 — Bf5 10. g4 — Bxbl 11. Df3 — 0-0 12. Hxbl — Dd7 13. Bc2 — Rd8 14. Dh.3 — h6 15. f4 — hxg5 16. f5 — Re6 17. fxe6 — Dxe6 18. Bxg5 — c5 19. Khl — cxd4 20. cxd4 — Hfc8 21. Bf5 — gxf5 22. gxf5 — Dx6 23. Hgl — Dc2 24. Hbel — Kf8 25. f6 —^og hér féll Larsen á tima. Birgir ísl. (íunnarsson borgarstjóri lék fyrsta leik niótsins. Fyrir valinu varð skák Jóns L. Arnasonar gegn Anthony Miles. Borgar- stjórinn lék e4 fyrir Jón. Það dugði Jón lengi til að standa í stórmeistaranuni. En hann hafði hetur í lokin. DB-mynd Bjarn- leifur. HVERNIG F0R 0G HVER ER STAÐAN? Eftir stílhreina setningu Reykjavíkurmótsins með ræð- um Einars S. Einarssonar for- manns Skáksambandsins, og Vilhjálms Hjálmarssonar ráð- herra og byrjunarleik borgar- stjóra fvrir Jón L. Árnason, hófust átökin á sviðinu í Kristalsstal Loftleiða. Allir skákmennirnir höfðu setið undir stuttum ræðunum, nema Browne, sem skauzt inn á síðustu stundu, heilsaði Polugajevsky og bjó sig t-il átaka. 1 fyrstu umferð urðu úrslit þau að Helgi Ölafsson og Guð- mundur Sigurjónsson skildu jafnir eftir 38 leiki. Lombardy og Friðrik sörndu um jafntefli eftir 25 leiki. Hafði skák þeirra verið mjög ,,frið- sæl“. Browne vann Polugajevsky. Larsen vann Kuzmin. Larsen náði undirtökum og upp kom hróksendatafl, sem er uppá- halds skáklok Larsens. Hafði Larsen peð yfir og ekki þurfti að leikslokum að spyrja. Miles vann Jón L. Árnason eftir 51 leik og hafði Jón um tíma mjög velgt enska stór- meistaranum undir uggum. Margeir Pétursson og Hort háðu langvinna liaráttu. Skákin var sú eina sem fór í bið en er áfram var teflt um kvöldið gafst Margeir upp í 62. leik. Skák Ögaards og Smejkals var frestað. í annarri umferð vann Lom- bardy Helga Ölafsson í 41. leik. Guðmundur Sigurjónsson og Miles sömdu um jafntefli eftír 37. leik hvíts. Polugajevskv vann Jón L. Árnason í 30. leik. Smejkal féll á tíma gegn Browne. Kuzmin og Hort sömdu um jafntefli í 38. leik. Friðrik vann Larsen. Margeir Pétursson og Ögaard sömdu um jafntefli eftir 22. leik hvíts. » Staðan eftir tvær umferðirer því: Browne 2 vinningar. Friðrik, Hort. Lombardv, Miles m. Larsen, Polugajeysky og Guð- mundur Sigurjónsson 1 vinn- ingur. Ögaard 'A og ein ótefld. Margeir Pétursson, Helgi Ölafs- son og Kuzmin ‘-4 vinning. Smejkal 0 og eina óteflda. Jón L. Árnason 0 vinninga. - ASt. ✓ Við stórt eða smátt má treysta Toyota vörulyftara Toyota vörulyftarar hafa náð almennum vinsældum fyrir styrkleika — góðan frágang og lítinn viðhaldskostnað. Toyota býður fjölbreytt úrval vörulyftara allt frá 700 kg,- 30 tonna lyftigetu. Toyota vörulyftara er hægt að fá drifna fyrir rafmagni, - gasi, - bensíni, - eða diesel. Hvar sem auka á afköst og nýtingu á vinnu- og lagerplássi, er þörf á Toyota lyftara. Toyota er stærsti framleiðandi vörulyftara í Japan — notið yður reynslu þeirra og hugkvæmni. •TOYOTA NÝBÝLAVEGI 10 - KÓPAVOGI - SÍMI 44144 TOYOTA LYFTARAR Betri gæði og fljótari þjónusta - það er einkenni TOYOTA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.