Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 9
DA'C'BItAÐIÍI MANl'I)ACl'H H. KKBRI’AH 19TH Nótt hinna stóru rúðubrota: FJÓRAR STÓRAR RÚÐUR FÉLLU í VAUNN Aðfaranótt sunnudagsins virðist hafa verið nótt hinna stóru rúðubrota í miðbæ Reykjavíkur. Alls voru mölvaðar fjórar rúður í verzlunum og f.vrirtækjum. Ekki var gerð tilraun til þjófnaðar á neinum staðnum heldur virðist skemmdarfýsnin ein liggja þar að baki. Rúðurnar sem féllu í valinn voru í húsnæði Happdrættis Há- skóla Islands að Tjarnargötu 4, í Blómabúðinni Flóru við Aðal- stræti, í Miðbæjarmarkaðinum og loks í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í Austurstræti. Síðar um nóttina var maður handtekinn er hann var að reyna að brjótast inn i veitingahúsið Ask við Laugaveg. Að sögn Iög- reglunnar játaði hann að hafa brotið rúðuna hjá Háskólahapp- drættinu en harðneitaði að hafa komið nálægt hinum. Síðar um nóttina játaði sautján ára gamall Seltirningur, vel við skál, að hafa mölvað rúðuna í Flóru. Hin tvö voru enn óupplýst í gærdag. Þegar frá eru talin rúðubrotin var óvenju friðsamt í miðbænum um helgina að sögn lögreglunnar. Alltaf er eitthvert fjör í kringum Hallærisplanið, þó að ekki sé það eins fyrirferðarmikið og þegar hlýrra er í veðri. Þar kom ekki til neinna átaka að þessu sinni. - At - SKIN OG SKURIR A HELLIS- HEIÐIUM HELGINA — ölvaður ökumaður stöðvaður þar í skaf li á föstudagskvöldið Umferð um Hellisheiði var mikil í gær. Færðin var ágæt, en mikil hálka að sögn lögreglunnar á Selfossi. Engin teljandi um- ferðaróhöpp höfðu þó orðið vegna hennar. Það var strax á föstudagskvöld- ið sem færð fór að þ.vngjast veru- lega á heiöinni og var hún alveg ófær um nóttina. Hún var síðan opnuð um hádegi á laugardaginn. Er Arbæjarlögreglan ók uppeftir aðfaranótt laugardags sá hún til bíls sem var að brjótast í gegnum einn skaflinn á veginum. Öku- manninum tókst að komast í gegn- „Sjá bræöurmunu berjast” Nefbraut vinnu- félaga smn Tveir vinnufélagar, sem hugðust bvrja sjö vikna föstuna með ölteiti og tilheyrandi gleð- skap, urðu ósáttir í miðjum klíð- um á laugardagskvöldið. Þeir höfðu lagt leið sína á Hótel Loft- leiðir og þaðan barst lögreglunni tilkynning um áflog nokkru eftir miðnættið. Er lögreglan kom á staðinn var þar fvrir annar helmingur slags- málagarpanna og bar sig aum- lega. Hinn var horfinn af staðnum en fannst fljótlega. Sá fyrrnefndi var fluttur í sl.vsadeild og þar kom í ljós að hann var nefbrotinn. - AT - um skaflinn, áður en lögreglan náði að stöðva hann, en varð að gefast upp við næsta skafi. í ljós kom að ökumaðurinn, ungur að' árum, var dável undir áhrifum áfengis. í för með honum voru tveir kunningjar hans, nokk- uð gáðari, en voru þó gallharðir á því að halda í skemmtiferð á Hellisheiði. Eftir nokkrar rök- ræður sáu ungu mennirnir þó fram á að lífshættulegt gæti verið að lenda þarna í sjálfheldu. - AT - Samkeppni um ódýrar Norðurlandaferðir: ÚTSÝNogFÍB keppa nú víð Norræna félagid Ferðaskrifstofan Útsýn hefur ákveðið að efna til sam- vinnu við Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda um ódýrar ferðir til Norðurlanda. Munu þessar ferðir falla inn í áætlun skrif- stofunnar um almennar ferðir til Norðurlanda. Skilyrði er að ákveðinn fjöldi manna sé á leið- inni út en síðan geta menn ferðast sem einstaklingar heim og njóta þá sömu skil.vrða og aðrir farþegar. Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri Útsýnar boðaði blaða- menn á sinn fund fyrir helgi til þess að segja þeim af þessu og notaði tækifærið til þess að mótmæla því sem komið hefur fram um það að Norræna félagið m.vndi á næstunni efna til ódýrari ferða til Norður-. landa en nokkur annar aðili. Taldi Ingólfur að slíkt gæti ekki staðizt og nefndi að Norræna félagið hefði ekki ferðaskrifstofuleyfi og mætti því ekki gefa út farseðla né annast aðra ferðaþjónustu. Út- sýn hefur undanfarin ár annazt þess konar þjónustu við Norræna félagið og fannst Ingólfi nærri Útsýn höggvið þegar félagið talaði um að ferðir m.vndu lækka meö því að slita þessu samstarfi og fannst honum jafnframt gefið i skyn að Útsýn hefði selt þjónustu sína of dýrt, sem hann taldi firru. Með samvinnu við FÍB hyggst Ingólfur sýna og sanna að Utýn sé hagstæðasta aðili hvað svona ferðir varðar. - DS VIÐ ÞJONUM STÓR-REYKJAVÍKURSVÆÐINU LEE COOPER golla- og flauelsbuxur — ný snið — fróbœr framleiðsla CINNIG: Nýjar skíðaúlpur U.F.O. grófrifflaðar buxur í nýju sniði Mussur, ný sending, mikið úrval m Crum stöðugt að taka upp nýjar vörur Ath. Verð oggæði Verzlunln Strandgötu 31 Hafnarflról, $lml 53534

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.