Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 10
10
DACKI.AÐIf). MANUDAdl'K 6. KKBRÚAR 1978
BIABIÐ
frýálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagbláðiö hf
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjori: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar:
Jóhannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit:
Ásgrimur Palsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson. Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson.
Ómar Valdimarsson. Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Arni Pall Johannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Horður Vilhjálmsson, Ragnar Th
Sigurösson, Sveinn Þormoösson.
Skrif stof ustjori: Olafur Eyjolfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M
Halldórsson.
Ritsjjórn Siðumola 12. Afgreiösla Þverholti 2 Áskriftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11
Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Askrift 1700 kr. á mánuöi innaníands.
I lausasolu 90 kr. eintakiö.
Sotning og nmhrot: Daghlaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. f
Mynda-og plótugerö: Hilmir hf. Siöumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Einföld lausn Jóns
Ýmsir dálkahöfundar hafa á
undanförnum vikum mælt með
sameiningu prófkjara og al-
mennra kosninga. Eru þeir sam-
mála um, aö með slíkum hætti sé
unnt að auka áhrif kjósenda og
forðast um leið ýmis vandamál,
sem fylgt geta prófkjörum.
Jón Skaftason alþingismaður hefur lagt fyrir
alþingi tillögu um þetta efni. Hún hefur þann
ágæta kost, aö hún felur ekki í sér stjórnar-
skrárbreytingu, heldur aðeins breytingu á
kosningalögunum.
Þingmenn gætu því afgreitt tillögu Jóns
strax, ef þeir kærðu sig um. Hún þarfnast ekki
hinnar flóknu málsmeðferðar stjórnarskrár-
breytingar. Hún er einföld bráðabirgöalausn á
knýjandi vandamáli.
Stjórnarskrárnefndin starfar ógnar hægt.
Hún þarf að taka til meðferðar ágætis tillögu
um svokallað írskt kosningakerfi, sem ungliða-
samtök þriggja af fjórum helztu stjórnmála-
flokkunum hafa lagt til, að komið verði á fót.
írska kerfið er vafalaust fullkomnara en
tillaga Jóns Skaftasonar. En kjósendur hafa
ekki tíma til að bíóa eftir Godot stjórnarskrár-
nefndarinnar. Þeir vilja bráðabirgðalausn
strax. Sem slík er tillaga Jóns afar heppileg.
Tillagan felur í sér, að flokkarnir raði ekki
frambjóðendum sínum innan listanna. Flokk-
arnir ráði því aðeins, hverjir taki sæti á listun-
um, en ekki röð frambjóðenda.
Sennilega yrði frambjóóendum raðað á lista í
stafrófsröð og hlutkesti látin ráða, hvar í staf-
rófinu yrói byrjað hverju sinni.
Síðan er það verkefni og réttur hins almenna
kjósanda að tölusetja nöfn frambjóðenda í
þeirri röð, sem hann vill kjósa þá. Reynslan úr
prófkjörunum sýnir, að kjósendur átta sig flest-
ir vel á þessari kosningaaðferð.
Kjósandinn getur tölusett alla frambjóðend-
ur listans eða færri að eigin vild. Hinir ótölu-
settu frambjóðendur fá þá allir jafnt hlutfall
atkvæða á þeim kjörseðli.
Þessi kosningaaðferð er notuð í Danmörku
og hefur gefizt vel. Þar eru flokkarnir að vísu
ekki skyldaðir til að hafa óraðaða framboðs-
lista. Það gera þó allir flokkar, sem máli skipta
af ótta við kjósendur.
Einn helzti sérfræðingur landsins í stjórnar-
skrárfræðum, Gunnar G. Schram prófessor,
segir í nýútkominni bók um endurskoöun
sljórnarskrárinnar, að lagabreyting í þessu
efni sé einfóld í framkvæmd og að hana megi
gera án stjórnarskrárbreytingar.
Vandinn er svo auðvitað sá, að þingmenn
kæra sig alls ekki um réttarbót á þessu sviði.
Það hefur greinilega komið fram í umræðum á
Alþingi um tillögu Jóns Skaftasonar.
Þingmenn og ráðherrar slá úr og í. Markmið
þeirra er að tefja málið að minnsta kosti fram
yfir kosningar. Sumir þeirra vita lika, að þeir
ættu sjálfir aldrei afturkvæmt á Alþingi af
óröðuöum framboðslistum.
Varaforsetaembættið í
Bandaríkjunum hefur lenfti vel
verið hálfgert vandræðaemb-
ætti. Því hafa f.vlgt lítil völd ofi
tengslin við forsetann hafa oft
verið takmörkuð. Hann hefur
. raunar aðeins verið til staðar ef
eitthvað kaími fyrir forsetann
og þá er staðan að sjálfsögðu
fljót að breytast eins og dæmin
sanna með Kenned.v og John-
son og Nixon og Ford.
En þetta virðist vera að
breytast í tíð Carters þar sem
hlutverk Walters F. Mondale
varaforseta er orðið þýðingar-
mikið'starf og unnið i nánum
tengslum við störf forsetans
sjálfs.
TENGSL VARAFORSETANS
VIÐ DAGLEG STÖRF í
HVÍTA HÚSINU
Mörg dæmi þess að Mondale
tengist náið daglegum störfum
í Hvíta húsinu hafa sézt á f.vrsta
starfsári hinnar nýju stjórnar
enda er það yfirlýst stefna bæði
Carters og Mondale að breyta
þessu embætti.
í sl. mánuði, er Mondale hóf
ferð um ríkin á vesturströnd-
inni, notaði hann ekki litla
þotu, sem hann notar venjulega
til innanlandsferða, heldur fór
hann í sérbúinni júmbóþotu
sem ætlað er það hlutverk að
verða eins konar fljúgandi
stjórnstöð ef hætta væri á
kjarnorkustríði. Carter forseti
taldi skynsamlegt að Mondale
varaforseti kynntist lífinu um
borð í þessari „dómsdagsvél"
en hann ferðaðist sjálfur
með henni fyrir réttu ári.
Þá hefur hann gegnt fjöl-
Bandaríkin:
Lögðdrögað
endumýjun
varaforseta-
embæ ttisins
— Mondale tekur mikinn þátt
í stjórnarstörfum enda er
samband hans og Carters
forseta náið
mörgum skyldustörfum innan-
lands, auk ferða til fjölmargra
landa í upphafi embættisferils
síns. Nú í upphafi þessa árs
hefur Mondale snúið sér af
alefli að lausn innanlandsmála.
DAGLEGIR FUNDIR
Varaforsetinn eyðir u.þ.b.
níu klst. í Hvíta húsinu á hverj-
um degi. Forverar hans í emb-
ætti fengu ekki að sitja ýmsa
mikilvæga fundi sem forsetinn
hélt en þar hefur orðið
breyting á. Skrifstofa Mondales
er aðeins í um 50 feta fjarlægð
frá skrifstofu forsetans og þótt
skrifstofa varaforsetans í Hvita
húsinu sé minni en sú sem
notuð hefur verið í stjórnar-
ráðsbyggingunni vill Mondale
frekar vera í Hvíta húsinu
SVINDL
Kjallarinn
Um hvað hugsa islendingar
mesl þessa dagana, þegar vertíð -
er að fara í gang, veður eru
válynd og kosningar nálgast?
Eg er hrædd um að hreinskilið
svar yrði yfirleitt ,,Svindl“, já,
því miður, Svindl með stórum
staf. Með því á ég ekki fyrst og
fremst við þetta árlega svindl
með skattskýrsluna, sem allt of
margir taka þátt í, enda þykir
sá heimskur, sem ekki svíkur
undan skatti, ef hann sér sér
færi á. Eg á við þau mál, sem
mest eru í huga almennings
þessa daga. Við skulum byrja á
Landsbankanum og því, sem
fólk trúir eða trúir ekki í því
máli. Ég hitti engan, sem trúir
því, að sá sakaði hafi ekki haft
hjálparmann eða -menn innan
bankans og þá helst úr innsta
hringnum. Þrátt fyrir alla svar-
daga heldur fólk þetta.
Ég þekki engan, sem trúir
þvi í alvöru, að yfirstjórn bank-
ans hafi ekki, eins og allir aðrir,
séð, að lífsmáti mannsins var of
dýr fyrir launin hans. Ef þeir
hafa gert sér grein fyri^því, af
hverju var þá ekkert gert? Var
hætta á, að of mikið hrikti í
öðrum máttarstoðum?
Það er ekki nóg að koma í
sjónvarpið með svip, sem segir:
Ég er svo gáfaður, að ég veit
allt betur en allir aðrir menn og
er yfir alla gagnrýni hafinn. Ef
menn skilja ekki svona aug-
ljósa hluti, verða þeir að eiga
sínar gáfur sjálfum sér til
ánægju. Það á að setja aðra yfir
bankana. Það er annars at-
hyglisvert, að öðruvísi er farið
að í Landsbankamálinu en Al-
þýðubankamálinu. Þar voru
bankastjórarnir báðir og allt
bankaráðið sett á sakamanna-
bekk og situr þar enn. Hvað
líður því máli?
Er kannski erfitt eftir á-
vísanakeðjumálið að dæma
þetta fólk fremur en öll banka-
ráð og bankastjóra? Við sjáum
til. Ýms smærri svindlmál eru í
raun og veru ekki þýðingar-
minni. Þau sýna glöggt og
grimmdarlega, hversu spill-
ingarsýkin er orðin mögnuð hjá
þjóðinni. Það hefur um nokk-
urt skeið a.m.k. verið fint að
stela, ef menn kunna að fela. '
En það tekst ekki öllum enda-
laust, og stundum draga menn
allvæna kippu með sér eins og
nú.
Annað stórmál er minna
rætt, og ég hef það á tilfinning-
unni, að blöðin ræði minna um
það en margt annað. Ég á við
svindlið í skiþakaupunum. Þeir
sem margt þykjast vita telja, að
það mál teygi anga sína inn i
alla flokka og þar séu margir
stórir fiskar í neti. Sumir telja,
að samtryggingin, sem vissu-
lega er víðar til en í verkalýðs-
hreyfingunni, sökkvi öllu því
máli á sextugu dýpi eða til vara
salti það fram yfir kosningar.
En er ekki komið mál til að sá
venjulegi alþýðumaður fari að
endurskoða afstöðu sína til
þeirra, sem hann hefur falió að
ráða siðustu áratugi?
Ég segi ekki stjórna, því að
þeir hafa engu stjórnað. Öll
þeirra ráð einkennast af of-
stjórn eða vanstjórn og enda í
vitleysu.
ER ÞETTA LAUSN?
Og nú á að fara að leysa efna-
hagsvandann einu sinni enn.
Og hvað á að gera? Þetta sama
og venjulega, heyrist manni.
Fella gengið og jafnvel taka
vísitöluna úr sambandi. Er
þetta virkilega lausn? Hve oft
hefur hún verið reynd og hve
lengi hefur hún dugað?
1 sumar voru gerðir kjara-
satnningar við ASt eða réttara
sagt félögin innan þess. Þar eru
skýr ákvæði um, að ef veruleg
gengisbreyting verði eða vfsi-
tala skert, séu kaupliðir samn-
inga lausir. Á kjaramálaráð-
stefnu ASÍ haustið 1976 var
mótuð sú stefna, sem farið var
eftir í kjarasamningunum. Við
vorum á því þar, að víiritölu ætti
að greiða sem jafna krónutölu á
öll laun. Eg man ekki eftir
neinum mótmælum nema frá
Eðvarð Sigurðssyni.
Þessari stefnu var haldið
gegnum samningana, þar til
sáttatillaga kom frá sáttanefnd,
sem rikisstjórnin skipaði. Sú
tillaga gerði ráð fyrir, að
prósentutaja gilti frá 1. marz.
Þetta hljóta ríkisstjórnin og
efnahagsráðunautar hennar að
hafa samþykkt. Ef þrýstingur
kom frá verkalýðshreyfing-
unni, frá hverjum kom hann?
HVÍLUM ÞÁ
SKRIFBORÐSLÆRÐU
Ég tek eindregið undir með
Magnúsi L. Sveinssyni. Verð-
bætur launa má ekki skerða.
■ En ef viðómerkjumokkareigin
samninga, með því að fallast á
gengisfellingu," verður skammt
í hitt. Kannski dregst það fram
yfir kosningar.
Meðan ég skrifa þetta, er ég
að lesa samþykkt frá miðstjórn
Alþýðubandalagsins, þar sem
greinilega er verið að búa
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
verkafólk undir að fallast á
málamiðlun. Talað er um sjö til
tíu prósent niðurfærslu. Halda
þingmennirnir með hálfu millj-
ónina í mánaðarlaun, að verka-
fólk þekki ekki þessa lausn?
Smábitinn á annan diskbarm-
inn, sem hirtur er jafnharðan
af hinum barminum.
Hvað nú um þá skeleggu sam-
þykkt, sem gerð var á fundi
sambandsstjórnar ASÍ í Ölfus-
borgum í haust? Hvað hefur
breyst í pólitíkinni? Eru
kannski ráðherrastólar að
losna? Ef ASt vill halda virð-
ingu sinni, verður það að halda
fast við gerða samninga. Þeir
samningar, sem ríkisvaldið
gerði eftir að samið var við
okkur eru á þeirra ábyrgð. Þeir
eiga að bjarga sér úr sínum
vanda. Það sem þarf að gera er
að stokka spilin upp, ráðast á
svindlið og baktjaldamakkið,
leita til manna, sem hafa vit á
fjármálum, en láta þessa
„kláru" skrifborðslærðu hvíla
sig.
Vissulega er mál til komið að
staldra við. Við höfum ekkert
leyfi til að ana út í hverja vit-
leysuna af annarri og hlaða
drápsklyfjum af erlendum
skuldum á afkomendur okkar.
Hverjum skuldum við eigin-
lega? Öllum vestrænum ríkj-
um, Japönum og jafnvel Aröb-
um. Hvar á að leita næst?
Ungt fólk er herskátt og
kröfuhart í dag, en mótmælir
merkilega lítið erlendri skulda-
söfnun. Ekkert stefnir þó
frekar sjálfstæði okkar i hættu,
og ef harðnar i ári, verður það
unga fólkið, sem stynur undir
skuldaböggunum. Áfram nú,
unga fólk. Þarna hafið þið
virkilegt mál til að berjast
fyrir.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
formaður Sóknar.