Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978 Hemámslið í þágu vama Bandaríkjanna —Sigga f lug svarað vegna hersins á Keflavíkurflugvelli Helgi skrifar: Ég leyfi mér að gera athuga- semd við skoðun Sigga flugs, sem hann lýsir í greinarkorni í Dagblaðinu 27. 1 1978, viðvíkj- andi hvað tslondingar eiga að kallabandariskaherliðið sem er í landi okkar. Fyrst vil ég þakka Sigga flug fyrir þær fjöl- mörgu góðu greinar sem hann hefur skrifað. Siggi bendir á að bandarísku hermennirnir hafi tekið við af enska hernáms- og setuliðinu 1941 eftir að við vorum LATNIR biðja um það. Þá er mér spurn, ef bandarískt herlið tekur við hlutverki ensks setuliðs, er þá ekki rökrétt að hið bandaríska. sé kallað SETULIÐ? Einnig má segja að. þeir taki við hlutverki ensks iR AKA MEÐ ltK> A ÍSLANDI í DAG 2Vi ÁRS REYNSLA HÉRLENDIS AF PLATÍNULAUSU TRANSISTORKVEIKJUNNI ER ÓSLITIN SIGURGANGA . í: STAÐREYNDIR I Platlnulaus kveikjubúnaður var á stnum tima kynntur I sjónvarpsþættinum ..Nýj- asta tækni og visindi" og þar kom fram, að slikur búnaður er algjör bylting að þvi er varðar benzinnýtingu og almennan reksturskostnað j Platinulauskveikjubúnaður var lögleiddur i Bandarikjunum 1975 eftir að opinber rannsókn sannaði. að óþörf mengun ( = benzineyðsla) vegna ástandsbreytinga á platinum var úr sögunni við notkun sliks búnaðar. I Með notkun LUMENITION er ..veikasti hlekkur" kveikjurásarinnar úr sögunni. vegna þess að Photocella kemur i staðinn fyrir platinur og þétti. Slik stýring er margfalt nákvæmari; | I LUMENITION eru engir hlutir, sem slitna eða breytast við núning. auk þess sem kertin endast 2—3 sinnum lengur með notkun búnaðarins. í Lumenition kveikjubúnaður er algjör lega ónæmur gagnvart raka eða bleytu Gangsetning er auðveldari og rykkjóttur kaldakstur er úr sögunni. D Bensinsparnaður er staðreynd, svo fremi að mótorstilling sé rétt. Eftir 2Vi árs reynzlu hérlendis. hefur fjöldi ánægðra viðskiptavina staðfest, að meðal, bensin- sparnaður (miðað við kr. 1 13/ltr) er allt frá 9 krónum og yfir 20 krónur á lítra. UMSAGNIR ÖKUMANNA Eirfkur Ásgoirsson forstjóri SVR. Bifreið Volvo: Betra viðbragð og öruggari gangsetning. auk þess sem mér finnst á buddunni að hann eyði minna. Björn B. Steffensen eigandi Bilastillingar: Reynsla mín af LUMENITION er mjög góð og ég get hiklaust mælt með notkun búnaðarins. Gunnar Gunnarsson eigandi va'rahlutaverzlunar á Egilsstöðum: Reynslan hefur sannað ágæti þessa búnaðar. Jón Þorgrímsson bifvélavirki og eigándi bifreiða- verkstæðisá Húsavik. Bifreið Volvo 144 GL: Ákaflega jákvætt. Egill Óskarsson eigandi bifreiðaverkstæðis. Bifreið Blazer 8 cyl.: Eyðslan er ca. 10% minni, Þetta er það sem kemur. Guðbjartur Sturluson framleiðslustjóri hjá Halldóri Jónssyni hf. Bifreið Bronco.6 cyl.: Öll atriði sem ég merki eru jákvæð Ólafur Pálsson afgreiðslumaður hjá BP Bifreið Saab 99: Eftir að ég setti þennan búnað i bilinn minn varð geysileg breyting á honum hvað gang og gangsetn- ingu snertir. Jón H. SigurSsson forstjóri Slippfélagsins. Bifreið VolvoGL: Billinn gjörbreyttist þannig. að hann er mikið við- bragðssneggri. auk þess sem hann fer alltaf i gang á fyrsta snúningj. jafnvel t mestu frostum. Geir Óskarsson. Bifreið Cortina 1600. Fer með 1 „5 ,ti( .2 Itr minna á hundraðið Tel þetta vimælalaust framtiðina. Reynir Kristjánsson Bifreið Cortina: Þó' að ég feglnn. vlldi gét ég ekki fundið þeSsu neitt til foráttu Friðþjófur Friðþjófsson bifvélavirki. Lykill h.f. Kópavogi: Við höfum sett LUMENTION i fjölda bíla og erum sannfærðir um ágæti búhaðarins. HABERG hf SkelSunni 3e Slmi 3 33*45 hernámsliðs, og er þá óeðlilegt að þeir séu kallaðir HER- NÁMSLIÐ? Sú staðhæfing Sigga að við vorum LÁTNIR biðja um veru bandarísks her-' liðs í stað þess að eiga frum- kvæðið sjálfir vegna eigin þarfa, styrkir rökin fyrir heitunum SETULIÐ og HER- NÁMSLIÐ....BANDAR1SKT VARNARLIÐ hlýtur þó einnig að vera rökrétt heiti á herliðinu því það er óneitanlega hér til varnar ■ Bandaríkjunum. Hugtakið verður að skiljast rétt, þ.e. Varnarlið Banda- ríkjanna ogveragreinilegaekki skilið sem VARNARLIÐ ÍS- LANDS, því reynslan frá þorskastríðunum sannar meðal annars að bandarísku hermenn- irnir eru ekki til að verja hags- muni íslendinga. Eins hefur komið fram eru Bandaríkin ékki samningsbundin til að verja ísland ef á það er ráðizt, aðeins bandarískir hagsmunir ráða þar um. Ýmislegt sem fram hefur komið skapar grun um að íslenzkir ráðamenn hafi ekki verið og séu ekki SJÁLF- RÁÐIR er þeir samþykkja veru hins erlenda herliðs á fóstur- jörð vorri. Niðprstaðan hlýtur því að vera sú að Islendingar geta með réttu kallað HER- NÁMSLIÐIÐ sem SITUR í þágu VARNA BANDARÍKJ- ANA, hvað sem er, annað en varnarlið íslands. Að kalla her- mennina á Suðurnesjum varnarlið Islands hlýtur að vera svívirðilegt ÖFUGMÆLI.... Frídarspillir 99 eins og rotið epli í tunnu” andstæðingar Dagsbrúnarstjórnar deila innbyiðis Mikil var undrun min og ann- arra starfsfélaga minna er við rákum augun í grein á forsíðu Dagblaðsins laugardaginn 21. janúar. Bar hún yfirskriftina „Slógu vopnin úr eigin hönd- um“. Fjaílar hún um nýaf- staðna tilraun óánægðra verka- manna í Dagsbrún til framboðs á móti núverandi stjórn. Þessi tilraun þeirra var dæmd ómerk af kjörstjórn sem i eiga sæti m.a. formaður Dagsbrúnar. Heimildarmaður greinarhöf- undar, Hermann Ölason, sem var 7. maður á lista þessum, ræðst þar heiftarlega á félaga sína á listanum og viðhefur stór orð um þá. Ég verð að segja að með grein þessari opinberar framangreindur Hermann Óla- son sinn eigin fáránlega og félagslega vanþroska svo notuð séu hans eigin orð. Því að auð- heyrt er að hann hefur ekki hugmynd um hvernig verka- lýðsbarátta fer fram. Ég efa ekki að honum mun verða tekið tveim höndum af félögum sínum sem skipa núverandi stjórn Dagsbrúnar því að greinilegt er af orðum hans og athöfnum að hann fyll- ir þeirra flokk. Það hefur svo lengi sem sögur herma þótt snjallt að koma fyrir friðar- spilli i herbúðum andstæðing- anna til þess að skapa ringul- reið og sundurþykkju, en í þetta skipti hefur friðarspillir- inn komið upp um sig og er það hið eina sem Dagsbrúnarverka- menn geta verið honum þakk- látir fyrir. Ég vil benda Hermanni Óla- syni á atriði sem hann minntist á í áðurnefndri grein: (Tilvitn- un) Þetta framferði þeirra að slá vopnin úr eigin höndum lýs- ir fáranlegum og félagslegum vanþroska enda skal það undir- strikað að þessir kumpánar höfðu aldrei samráð við með- frambjóðendur sína né neina stuðningsmenn listans. (Til- vitnun lýkur). Mér er ekki kunnugt um að Hermann Ólason hafi haft sam- band við meðframbjóðendur sína né nokkra aðra af stuðn- ingsmönnum listans um að for- dæma félaga sína á opinberum vettvangi, enda hefur hann sennilega grunað að hann fengi fáa í lið með sér við þetta at- hæfi, þvi að verkamenn vita sem er að sameinaðir standa þeir en sundraðir falla þeir. Og þeir vita einnig að ef eitt rotið epli er í tunnunni þá ber að taka það og fleygja út á hauga áður en það skemmir út frá sér. Til Dagsbrúnamanna sem studdu listann vil ég senda bar- áttukveðjur og hvetjá þá ein- dregið til áframhaldandi bar- áttu, vanda undirbúning og skipulagningu vel fyrir næstu kosningar því að þið töpuðuð bara einum bardaga en ekki orrustunni. Stuðningsmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.