Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 14
18 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978 Margt smátt gerir eitt stért: Sjúkrabflakaup fjármögnuð með öskudagsmerkjasölu A öskudaginn, nk. miðvikudag, er fjáröflunardagur Rauða kross tslands um land allt. Hvarvetna þar sem RÍK-deildir starfa selja þær merki heildarsamtakanna og deildirnar á hverjum stað afla fjár til ýmissa verkefna hver fyrir sig með merkjasölunni. Langal- gengast er að deildirnar vinni að söfnun til hagsbóta f.vrir sjúkra- flutninga. Á síðastliðnum tveimur árum hefur Reykjavíkurdeild Rauða kross tslands keypt þrjá nýja sjúkrabíla sem kostað hafa um 12 milljónir króna. Er nú verið að festa kaup á nýjum sjúkrabil en þeir þurfa að eridurnýjast ört því þeir eru í stöðugum ferðum. Sjúkrabílarnir fara að jafnaði um þrjátíu ferðir á dag. Þessi sjúkrabílakaup hefur Reykjavíkurdeildin fjármagnað m.a. með ágóða af merkjasölu í Reykjavík, sem fer fram á ösku- daginn. Reykjavíkurdeildin hefur einnig rekið sumardvalarheimili fyrir Reykjavíkurbörn að Sil- ungapolli í samráði við borgar- yfirvöld. Sú starfsemi var til fjölda ára í Laugarási í Biskjjps- tungum. Deildin ráðgerir nú að hefja aftur heimsendingu máltíða til aldraðra og öryrkja. Talsvert á annað hundrað sjálf- boðalióar úr Kvennaskólanum og Húsmæðraskóla Reykjavíkur hafa á undanförnum árum að- stoðað sjálfboðaliða úr Reykja- víkurdeildinni við merkjasöluna á öskudaginn. Deildir Rauða krossins .um allt land hafa jafnan notað öskudag- inn sem sinn fjáröflunardag. Þar eru merkin afhent í skólum, eins og í Reykjavík. Merkin kosta 200 kr. og fá sölubörn 10% í sölulaun. Þau söluhæstu fá einnig bóka- verðlaun. Vilja deildir Rauða krossins um allt land hvetja foreldra til þess að leyfa börnum sínum að selja merki og gæta þess einnig að börnin verði hlýlega búin ef kalt verður í veðri. - A.Bj. «c Það þarf oft að endurnýja sjúkra- bílana því þeir eru í mörgum ferðum daglega. Nýir og glæsileg- ir sjúkrabílar vekja jafnan at- hygli þegar þeir eru kvaddir á vettvang. DB-mynd Sveinn Þor- móðsson. Eldvarnir í heimahúsum oft litlar: 5% afsláttur á brunatryggingu til þeirra sem éiga handslökkvitæki Margir hugsa sem svo þegar eldvarnir ber á góma: „Það kvikn- ar ekki í hjá mér, slíkt gerist bara hjá öðrum.“ En svo gott er ástand- ið víst ekki. Eldurinn er eins og aðrir skaðvaldar með þeim ósköp- um gerður að hann fer ekki í manngreinarálit. Eldvarnir á heimilum eru því oft ekki miklar þó þær séu sífellt að aukast að sögn eldvarnarfull- trúa Reykjavíkur. Tvenns konar eldvarnatæki er helzt um að ræða fyrir heimilið. I fyrsta lagi eru það handslökkvi- tæki og í öðru lagi reykskynjarar. Hafi menn fullgild slökkvitæki á heimilum sínum þykir að því svo mikið öryggi að tryggingafélög veita 5% afslátt af brunatrygg- ingum. Reykskynjarinn er hins vegar ekki með í útreikningum þeirra og út á hann fæst enginn afsláttur. Þetta er komið til af því að reykskynjarinn veitir vita- skuld ekkert gagn við að slökkva eldinn heldur lætur hann fólk aðeins vita af honúm fyrr en ann- ars myndi verða og hindrar þannig að menn brenni inni í svefni. Litið er á reykskynjarann sem slysavarnatæki en ekki sem eldvarnatæki. Hjá sumum fyrirtækjum eru reykskynjarar sem eru tengdir beint við Slökkvistöðina og er veittur verulegur afsláttur af tr.vggingum fyrir svoleiðis verk- færi. Eflaust hafa einhverjir þegar rekið augun í auglýsingu hér í blaðinu sem er allóhugnanleg að sjá. Hún sýnir betur en mörg orð hverju tjóni eldur getur valdið á fólki ekki siður en eignum þess. Er ekki ráðlegt að hafa meiri eldvarnir heima hjá þér? Slíkar afleiðingar getur logi á kerti haft í för með sér ef óvar- lega er farið og engin eldvarnar- tæki eru við höndina. - DS Vérzlun Verzlun Verzlun Kramh'iðum eftirtaldar'gerðir: HRINGSTIGA, TEPPASTIGA, TRÉÞREP, RIFLAJÁRN, ÚTISTIGA ÚR ÁLI OG PALLSTIGA. Margar gerðir af inni-'ög útihand- riðum. VÉLSMIÐJAN JÁRNVERK ARMÚLA :!2 — SÍMI IMI KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐA VERÐ URVAL Skrifborðsstólar í mjög f jölbreyttu úrvali. Framleiðandi: StáHöjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smiðjuvegi 5, Kópavogi — Sími 43211 Málverka- innrömmun Erlentefni— Mikiöúrval Opiöfrákl. 13.00 Rammaiðjan Óðinsgötu 1 — Reykjavík — Sími 21588 MOTOROLA Allernatorar í híla og háta, <>/12/24/32 volta. ’latinulausar Iransislorkveikjur i flesta bíla. HAUKUR & ÓLAFUR HF. Ánpúla 32. Simi 37700. Höggdeyfarí BENZ 309 og fleiri bfla SMYRILL H/F Armúla 7, R. S. 84450. UTIHURDIR BÍLSKÚRSHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR 0G GLUGGAFÖG ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hafnarfirði Sími 54595. STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á 1 erjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON SmfOaitofa.Trönuhrauni 5. Slmi: 51745. Sjálfvirk hurðaropnun Meðeðaa'n radiofjarstýríngar Bíigeymslur Einstaklinga Fyrirtæki Stofnanir Stáltæki—Bankastræti 8 — sími27510 ALTERNAT0RAR 6 — 12—24 volt 35 — 100 amper Teg: Delco Remy, Ford Dodge, Motorole o.fl. Passa í : Chevrolet, Ford, Dodge, Wagoneer, Land-Rover, Toyota, Datsun og m.fl. VERÐ FRÁ KR. 13.500.- Varahluta- og viðgerðaþjónusta. BÍLARAF H/F B0RGARTÚNI 19. SÍMI 24-700

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.