Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 1
 t t t t t t t t t t t t t ; 4. ARíi. — MANUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978. — 31. TBL. RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI U. — AÐALSÍMI 27022. Dauðaslys á Reykjanesbraut íYtri-Njarðvík: EKID A FÓTGANGANDI REYKVÍKING Tuttugu og eins árs gamall Reykvíkingur Róbert Birgir Sigurösson, lézt í umferðarslysi á Reykjanesbraut í Njarðvík aðfaranótt laugardagsins. Hann var fótgangandi, á leið út úr bænum, er bifreið kom aðvif- andi og ók á hann. Rannsóknarlögreglan í Keflavík sagði í samtali við DB í morgun, að ekkert væri vitað um ferðir Róberts þar syðra.Þó væri helzt hallazt að því að hann hafi verið á dansleik í félagsheimilinu Stapa. Enginn hefur enn fundizt, sem kannast við að hafa verið í félagsskap hans á föstudagskvöldið. Slysið varð á Reykjanes- brautinni á móts við húsið Þórs- höfn í Ytri-Njarðvik. Þar'er götulýsing engin. Róbert Birgir Sigurðsson var dökkklæddur og mun ökumaður bifreiðarinnar ekki hafa komið auga á hann fyrr en um seinan. Ekkert reyndist vera athugavert við búnað bifreiðarinnar. AT Engin gengisskráning: NYTT GENGIA MIÐ- VIKUDAGSMORGUN? Gengisskráning hefur verið lögð niður í bönkunum, meðan beðið er formlegra fellingar krónunnar. Gjaldeyrir er aðeins afgreiddur í undan- tekningartilvikum og þá gegn aukagjaldi. Talið var í morgun, að nýtt gengi yrði ekki skráð fyrr en á miðvikudagsmorgun, en margt veltur á ákvörðun, sem kann að verða tekin á ríkisstjórnar- fundi í dag. Frumvarp um hliðarráðstaf- anir vegna gengisfellingar- innar er í aðalatriðum tilbúið, en búizt var við, að það yrði lagt fyrir Alþingi í dag eða á morgun. IIH Lögfræðingar hlutfallslega fleiri á íslandi enínokkru öðru landi Hugsað með átökum Það er hugsað stíft á-Loft- leiðahótelinu þessa dagana og allar heilasellur í gangi. Andrúmsloftið er þrungið spennu. 1 ofsalegu tíma- hraki vann Bandaríkja- meistarinn, Browne, Polugajevsky hinn rúss- neska sem nýkominn er frá áskorendaeinvígi við Karp- ov. Sá sekúndubrota- bardagi leysti úr læðingi átök sem lengi munu í minn- um höfð. Hér eru þeir Browne (t.v.) og „Polú“ að tafli og eiginlega má sjá átökin í hugsun þeirra. Frið- rik. sem lagði Larsen í 2. umferð, og Helgi Ólafsson f.vlgjast spenntir með. Sjá um skákmótið bls. 4. og 5. „DeepThroaf’ ídagsljósið — sjá erl. fréttir ábls.6og7 DB-mynd Bjarnleifur. | DB birtir „fimm valkosti” ríkisstjórnarinnar: | áun 1 Hálfar verðbæ tur á i og gengisfelUng? — sjá baksíðu 1 „HEF EKKERT GREITT í BORGARSJÓD” — segirPálllindal Í langri yfirlýsingu sem DB hefur borizt frá Páli Líndal, fyrrum borgarlögmanni, neitar hann því að hafa greitt nokkuð til baka í borgarsjóð af þeim rúmu 5 milljónum sem æðsta stjórn borgarinnar segir hann hafa dregið þar undan. Páll neitar því ennfremur að honum hafi verið gefinn kostur á að vera viðstaddur leit að skjölum í skrifstofu hans. Hann segir að hann hafi ekki verið beðinn um lykla að hirslum sín- um. I sjötta lið yfirlýsingar Páls Líndals segir: „Svo segir að ég hafi veitt móttöku bif- reiðastæðisgjöldum, að fjár- hæð kr. 5.069.729, er ekki hafi verið skilað í borgarsjóð.“ Inn á þessa fjárhæð greiddi Páll Líndal 9., 14. og 15. des. samtals kr. 1.973.704. „Eg greiddi enga peninga í borgarsjóð 14. og 15. des., frekar en 9. des.“ í skýrslu borgarendur- skoðunar segir að hinn 9. des. hafi Páll greitt sjálfur kr. 773.704,- krónur, en 14. og 15. des. hafi verið greitt fyrir hans hönd 1,2 millj. með tveimur 600 þúsund króna greiðslum. Borgarlögmaðurinn fyrrver- andi segir að það séu „.vísvit- andi ósannindi" að hann hafi ekki sinnt tilmælum endur- skoðunardeildar um að koma og gera grein fyrir málum sín- um eftir að hann fékk skýrslu endurskoðunardeildar að kvöldi 31. janúar. Segir Páll að ekkert standi um þetta í bréfi borgarendurskoðanda sl. fimmtudag. Páll segist hins vegar hafa beðið sérstaklega fyrir skilaboð til • borgarstjóra og borgarendurskoðanda á föstudaginn, um að hann væri reiðubúinn að mæta hjá stjórn borgarendurskoðunar. Eins og frá var sagt í DB Á Iaugardaginn hefur borgar- endurskoðun gert borgarráði grein fyrir þeim ellefu tilvikum á undanförnum sjö árum, sem Páll á að hafa dregið undan þessar rúmu fimm milljónir. Segir þar einnig, að Páll hafi í þremur tilvikum borgað aftur um tvær milljónir. 1 viðtali við Pál Líndal í DB 28. janúar sl. segist hann telja sig eiga stórar fúlgur inni hjá borgarsjóði og ætla að gera „stórar gagn- kröfur“ á hendur borgarsjóði. Þegar lréttamaður DB spurði Pál beinlínis hvort satt væri að hann hefði dregið undan þetta fé, svaraði Páll: „Ég er ekki í neinni vfirheyrslu hjá þér!“ -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.