Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 24
r[ DB birtir „fimm valkosti” ríkisstjómarinnar: Hálfar verðbætur á laun og gengisfelling? DB hefur aflað sér uppiýsinga um, hvaða „valkosti" ríkisstjórnin bar undir aðila vinnumarkaðarins á fundum á föstudag. Nú er talið, að ríkisstjórnin hallist helzt að 5. valkosti B, sem felur í sér að verðbætur á laun verði skornar niður um heíming allt árið. Þar er einnig reiknað með allt að 15 prösent gengisfellingu, sem kann að verða eitthvað minni vegna hins hraða gengissigs síðustu daga. Fleira hangir á spýtunni i þessum „fimmta valkosti". Til að bæta hinum lægst launuðu upp niðurskurð verðbóta að einhverju leyti er þar gert ráð fyrir 10 prósent hækkun barna- bóta og eitt prósent lækkun vörugjalds. Þá skal 10 prósent sk.vldusparnaður lagður á félög, það er atvinnureksturinn. Niðurgreiðslur skulu auknar um 1,9 milljarð og útgjöld tii opinberra framkvæmda skorin niður um tvo milljarða. Verðtrygging útlána skal aukin og vextir hækkaðir. í þessum valkosti er reiknað með 10% hækkun saltfiskverðs. í valkostinum eru gefnir aðrir möguleikar á niðurskurði verðbóta á laun, annars vegar, að engar verðbætur verði greiddar fram til 1. des. nema 5% á iaun undir 150 þúsundum. Hins vegar að áhrif væntanlegra gengis- breytinga verði dregin frá verðbótunum og ekki bætt. STÖÐVUN LAUNA — 0G VERÐHÆKKANA? Fjórir aðrir valkostir eru nefndir i plöggum ríkis- stjórnarinnar. I 3. kosti er gert ráð fyrir algerri stöðvun á kauphækkunum og þá ekki nema 8% gengislækkun. Á móti kemur nokkur lækkun skatta og hækkun trygginga- bóta. Tíu prósent skyldu- sparnaður skal lagður á félög. Niðurgreiðslur hækka um milljarð og opinberar fram- kvæmdir minnka um milljarð. Verðstöðvun verður. Leyfa skal þó einhverjar hækkanir vegna gengisbreytinga og launa- hækkun síðla ársins. í 2. valkosti er gert ráð fyrir, að kjarasamningar haldi gildi sínu, en skattar verðahækkaðir. meðal annars brúttóskattar. Vörugjald lækkar. Vextir hækka og verðtrygging útlána vex. Gengislækkunin verður 10% samkvæmt þessum val- kosti. í 4. valkosti skulu allar verðbætur á laun felldar niður. Hins vegar lækka skattar og tryggingabætur hækka. 10% skyldusparnaður verður lagður á félög. Niðurgreiðslur hækka um 1,9 milljarð og opinber út- gjöld minnka um þrjá milljarða. Vestir hækka og verðtrygging útlána eykst. í þessum valkosti verður gengis- felling tuttugu prósent. Loks er í plöggum ríkis- stjórnarinnar nefndur 1. val- kosturinn, að stefnan verði óbreytt, en engum mun þykja það fýsilegt. Þriðji og fjórði valkostur fela í sér 2-3% skerðingu kaupmátt- ar, en fimmti valkostur lítils- háttar aukningu kaupmáttar. að því er tillögusmiðirnir telja. -HH „ Bolla, bolla, bolla. Það er bollu- dagur í dag, Það hefur líklega ekki farið framhjá néinum, margir hafa verið vaktir í morgun með b.vlmings bolluvandarhögg- um. Annars er bolludagurinn gamall siður, fyrsti mánudagur í föstuinngangi. í bókinni Saga daganna er sagt að það hafi verið norrænir bakarar sem komu siðnum á. Bollurnar kosta hátt á annað hundrað króna. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan bollurnar kostuðu ekki nema eina litla krónu — en sú króna gat heldur ekki flotið á vatni. — DB-mynd Ragnar Th. Sig. Loðnan: TÍU ÞÚS. T0NN í GÆR Sjálfstæðisflokkur með óbreyttan lista til alþingis á Reykjanesi 28 bátar lönduðu um tíu þúsund tonnum af loðnu í gær og höfðu fjórir tilkynnt sig til loðnunefndar snemma í morg- un með slattaafla. Veður er að ganga niður en talið er að til storma kunni að koma og hafa veiðar orðið fvrir verulegum töfum vegna veðurs það sem af er. Loðnunni var landað á hafnir milli Siglufjarðar og Seyðis- fjarðar, en um þróarrými sögðu þeir hjá loðnunefnd, að erfitt væri að spá því afkastageta verksmiðjanna væri misjöfn. HP Sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi munu bjóða fram sömu menn í þrem fyrstu sætum fram- boðslista síns til alþingiskosninga næsta vór ef ráða má af úrslitum en hann varð hlutskarpastur i for- kjöri, sem haldið var þar fyrir prófkjörið. í fimmta sæti fékk Salome Þor- kelsdóttir gjaldkeri Mosfellssveit flest atkvæði eða 3433. Sigurgeir Sigurðsson bæjastjóri á Sel- tjarnarnesi varð í sjötta sæti með 3079 atkvæði og í sjöunda sæti varð Ásthildur Pétursdóttir, félagsmálafulltrúi í Kópavogi með 2752 atkvæði. t síðustu alþingiskosningum fengu sjálfstæðismenn tvo kjördæmakosna þingmenn í Reykjaneskjördæmi. Þriðji maðurinn á lista þeirra hlaut uppbótarþingsæti. Röð fyrstu þriggja manna á listanum til alþingiskosninga í vor verður óbreytt en mestar líkur virðast á, að Eiríkur Alexandersson verði í fjórða sætinu. Það skipaði Axel Jónsson í Kópavogi í síðustu kosningum. Hann gaf ekki kost á sér að þessu sinni. í prófkjörinu um helgina greiddu 7647 manns atkvæði þar af voru 299 atkvæði auð eða ógild. -ÖG. Magnús símstöð varstjóri áf ram í f yrsta sæti hjá krötunum í Eyjum Magnús H. Magnússon, sím- stöðvarstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri varðefstui í prófkjöri Alþýðuflokksins til undirbúnings bæjarstjórnarkosninga i Vest- mannaeyjum. Fékk hann 144 atkvæði í fyrsta sætið. Guðmundur Þ.B. Ólafsson húsasmíðameistari fékk flest at- kvæði í annað sæti, hlaut 83 at- kvæði. Guðmundur sem er nýr í bæjarmálunum í Eyjum, vann nauman sigur á Tryggva Jónas- syni rennismíðameistara sem fékk 80 atkvæði í annað sætið. Tryggvi varð aftur á móti hlut- skarpastur um þriðja sætið með 128 atkvæði. Agúst Bergsson hafnarvörður var efstur í fjórða sæti með 167 atkvæði og i fimmta sæti kemur Fríða Hjálmarsdóttir læknaritari með 151 atkvæði. í prófkjörinu greiddu 267 manns atkvæði, ógildir seðlar voru 13. Dræm aðsókn var á laug- ardaginn, þá kusu aðeins rúmlega 70 manns. Mest var kosið seinni hluta sunnudags. í síðustu bæjarstjórnarkosning- um fékk A listinn, listi jafnaðar- manna, 528 atkvæði og þrjá menn kjörna i Vestmannaeyjum. -ÖG. prófkjörs þeirra sem fram fór um helgina. Matthías A. Mathiesen fjár- málaráðherra féj<k flest atkvæði í fyrsta sæti 2103. Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður fékk flest atkvæði í annað sætið 2530 og Ólafur G. Einarsson alþingis- maður flest atkvæði í þriðja sætið 2739. Matthías fékk atkvæði 53,9% þeirra sem greiddu atkvæði og er því kosning hans bindandi sam- kvæmt prófkjörsreglum Sjálf- stæðisflokksins. Svo er einnig með Odd Ólafsson, sem hlaut tilnefningu 63,2% kjósenda, og Olaf G. Einarsson en hann hlaut 54,2% greiddra atkvæða. í fjórða sæti í prófkjörinu varð Eiríkur Alexandersson bæjar- stjóri í Grindavík. Fékk hann 2838 atkvæði í fjórða sætið. Hann var studdur beint og óbeint af stjórnum og fulltrúum sjálf- stæðisfélaganna á Suðurnesjum, fifálst, óháð dagblað MANUDAGLR 6. FEBR. 1978. Langferðabifreið ogeinkabíll óku útaf nokkurslysurðu Tveir menn slösuðust er bifreið þeirra lenti út af í beygju vestan við Bláskeggsá í Hvalfirði aðfara- nótt sunnudags. Þar sem slysið varð er nokkur bratti og hrapaði bíllinn niður í fjöru. Lögreglunni á Akranesi var til- kynnt um slysið klukkan hálfþrjú um nóttina. Farþega í bílnum tókst að komast að olíustöðinni í Hvalfirði og láta vita um at- burðinn. Er lögreglan kom á staðinn var ökumaðurinn fastur í bílnum, sem er mikið skemmdur. Greiðlega gekk að losa hann. Mennirnir tveir voru siðan fluttir í sjúkrahúsið á Akranesi. Ekki tókst Dagblaðinu að fá upplýsingar um það á sjúkra- húsinu á Akranesi, hvort mennirnir væru mikið slasaðir. Varkárni sjúkrahússfólks í slík- um upplýsingum er oft þvílík, að út í öfga gengur. Sömuleiðis lágu upplýsingar um, hvaðan af landinu mennirnir tveir væru, ekki á lausu. Bifreiðin sem þeir óku var með Reykjavikur- númerum og á leið frá höfuðborginni en að sögn lög- reglunnar eru mennirnir ekki þaðan. Á föstudaginn lenti langferða- bifreið út af veginum í Hvalfirði, skammt frá Ferstiklu, og steyptist fram af allhárri vegarbrún. Sjö manns slösuðust í óhappinu og voru fluttir i sjúkrahús. Sex þeirra fengu að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þeirra, en einn þarf að dvelja þar í nokkra daga. Mikil hálka var á vegiiium, er slysið varð, og er það rakið til hennar. -AT- „Aldrei á sunnudögum” Kópavogsgötur aðeins sandbornar virka daga Gífurleg hálka var á götum Kópavogs í gær og óvenjumargir árekstrar þar eða fimm talsins. Ekki urðu slys á fólki i þessum árekstrum. Orsök þessara árekstra sagði lögreglan að væri hálkan, en götur bæjarins eru ekki sand- eða saltbornar nema á virkum dögum. A.Bj. Prófkjör Sjálf stæðis- f lokksins í Njanð vík: AKIGRANS EFSTUR I prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins til bæjarstjórnar- .kosninga í Innri-Njarðvík kusu 366 manns. Áki Gráns varð efstur með 88 atkvæði í fyrsta sæti. Ingólfur Aðalsteinsson kom næstur með 58 atkvæði í fyrsta sæti og 72 í annað sætið (130 at-. kvæði alls) Þriðji varð Ingvar Jóhannsson með 84 atkvæði í fyrsta sæti, 44 í annað og 36 í þriðja (164 alls). Fjórði varð Júlíus Rafnsson með 58 atkvæði í fyrsta sæti, 38 í annað, 43 í þriðja og 47 í fjórða (186 alls). Kosningin er bindandi fyrir þessa fjóra menn. I fimmta sæti varð Helga Óskarsdóttir, í 6. Karl Sigtryggs- son, í 7. Ingólfur Bárðarson, í 8. Ardís Tómasdóttir og í 9. Ólafur Júlíusson. t síðustu kosningum til bæjar- stjórnar í Innri-Njarðvík fékk Sjálfstæðisflokkurinn 424 at- kvæði og 4 menn kjörna. -DS. * I í I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.