Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 8
 SÆURERU □NFALDIR Mikið hefur verið rætt og ritað um hina nýju þýsku bylgju í kvikmyndum, af áhugamönnum hér sem annars staðar. Þegar íhuguð er sú stað- reynd að flestir þessir þýsku kvikmyndagerðarmenn sem nú hafa verið grandskoðaðir, skil- greindir og hálofaðir, eiga ekki að baki nema fjórar eða fimm myndir, þá þykir manni stundum sem of djúpt sé tekið í árinni og rétt væri að bíða ögn lengur áður on maður útnefnir þá stórmeistara. Það tók eldri íeiksljöra lylft m.vnda að finna eigin stíl og áhugamál. En það verður einnig að taka tillit til þess að þeir höfðu sjaldnast úr- slitavald um handritaval og val leikara. en hinir ungu þýsku leikstjórar hafa getað sett sitt eigið mark á myndir sínar alveg frá upphafi, með aðstoð þýska ríkisins. Því er ekki að efa heil- indi þeirra í efnisvali og leik- stj'órn, — myndirnar eru þeirra eigin afsprengi. Því bera m.vndir þeirra svipmót þeirra, — sem er ekki hið sama og að segja að þeir geri allir góðar mvndir. STÓRMEISTARI Ég ber virðingu fyrir Fass- binder, þótt ég sé ekki sann- færður um að hann sé að gera sérstaklega marktækar myndir ennþá og það litla sem ég hef séð eftir Wim Wenders, segir mér að hann sé ágætur verk- maður, en ég verð ekki var við eftirminnilegan persónuleika í vinnubrögðum hans. Hins vegar er ég sannfærður um að Werner Herzog er efni í stór- meistara á sviði kvikmynda og þessa sannfæringu öðlaðist ég eftir að hafa séð Stroszek öðru sinni. Herzog fjallar um stórar spurningar, — örlög lítilmagn- ans í þjóðfélaginu, hlutverk r.köpunarinnar, vald hugar- flugsins og til umfjöllunar þess arna hefur hannkomiðsér upp afar sérstæðu myndmáli og táknum, — og leikurum sem eiga engan sinn líka. Eg veit ekki hvar í ósköpunum Herzog hefur náð í Bruno S., þann sem tók þátt í Kaspar Hauser og nú í Stroszek. Ég segi ,,tók þátt“, því allt bendir til þess að maðurinn sé ekki atvinnuleikari og sé einfaldlega að leika sjálfan sig. SPEKINGUR MED BARNSHJARTA Hann sýnist einkennilegt sambland af svefngengii og spekingi með barnshjarta, talar með miklum þunga, spilar illa en með mikilli innlifun á nokk- ur hljóðfæri-og upp úr honum detta spaklegir orðskviðir sem eru hvorutveggja í senn djúp- hugulir og hlægilegir. Því var Bruno S. sem fæddur í hlutverk Kaspars, mállausa villimanns- ins sem kemur svo óvænt inn í 19. aldar þýskt samfélag og hann virðist eiga heima jafn- réttilega í Stroszek. — en Her- zog mun hafa byggt myndina að hluta á ævi Brunos sjálfs. Við sjáum Stroszek í bvrjun á leið úr fangelsi eða hæli og á heim- leið rekst hann á hóruna Evu (sem leikin er af Evu nokkurri Mattes) sem á í útistöðum við hórumangara sína. Hann tekur hana heim með sér þar sem mangararnir heimsækja þau, SÆTABRAUÐ OGSAUR Dusan Makavejev er eitt af vandræðabörnum nútíma kvik- myndalistar. eins og Godard og Kubrick. Það er erfitt að hafa á honum hendur, fylgja eftir hugarflugi hans og skilja ástæður fvrir sumum ákvörð- unum hans. Kannski eru þetta einkenni hins sanna lista- manns, — og kannski getur þetta einnig þýtt að listamaður af þessu sauðahúsi þekki ekki eigin hug eða aðhvllist af ásettu ráði eins konar skemmdarstarf- semi innan sinnar listgreinar — skapandi anarkisma. Það vill svo vel til að Makavejev hefur lýst yfir skoðununt sínum skil- merkilega. í timaritinu Sight and Sound árið 1971 segir hann: „Ég lít á kvikmyndagerð sem skæruhernað, — gegn öllu því sem er fastmótað, skil- greint. viðtekið, kreddubundið og eilíft... En það er ekki sama og segja að kvikmyndin eigi að þjóna byltingunni, því byltingin þarfnast engra þjóna. Hver og einn verður að gera eigin b.vltingu". V FRJÁLS HEIMUR Um Godard segir Makavejev: „Hann þjönar byltingunni. Ég er engra þjónn. Ég berst með kvikmyndum núnum fyrir frjálsri og óheftri tjáningu og sú barátta er jafn mikilvæg þeirri sem fer fram í götuvigj- unum. Takmarkið er ávallt það sama, að losna undan valdhöf- um, að rifa niður viðtekna þjóð- félagsmynd, að opna dyr upp á gátt. r.vðja nýjar leiðir — í sluttu máli, að búa til frjálsan, opinn heim þar sem hver ein- staklingur getur blómstrað". Makavejev er því yfirlýstur og bjartsýnn anarkisti sem ekkert þjöðfélag fær haldið innan sinna vébanda, allra síst hið rígfasta júgóslavneska ríki og því hefur hann verið á flakki í nokkur ár. Makavejev notar ekki rökrænan söguþráð heldur byggir hann upp myndir sínar með samklippingum, „collage“ sem virðast í fyrstu handahófs- kenndar, en eru oftast út- spekúleraðar. Hann teflir saman viðteknum hugm.vndum okkar um kynferðismál, þjóð- félagsþróun og hugmynda- fræði, þannig að þær virðast allt í einu fjarstæðukenndar og jafnvel heimskulegar. Við sjáum e.t.v. mynd af Stalín og síðan atriði þar sem tískufólk hins vestræna heims skreytir sig páffuglsfjöðrum og við erum neydd til þess að gera upp hug okkar gagnvart valdi og siðferði. ENGINN DRUNGI En það er engan drunga að finna í m.vndum Makavejevs, þrátt fyrir þann dóm sem hann fellir, beint og óbeint, yfir þjóð- félagsþróun í austri og vestri. Boðskapur hans gæti verið: Heimurinn er bölvanlegur, en reynum að hafa skemmtun af honum og njóta lífsins meðan við getum. í þeirri leit að per- sónufrelsi er k.vnlífið Maka- vejev mjög mikilvægt og gengur ein þekktásta myrtd hans, Leyndardómur líffær- anna (1971), að hluta út á þýð- ingu þess í hinum köldu og til- finningalausu þjóðfélögum austan tjalds og vestan. Þar notar Makavejev kenningar Wilhelms Heich um kynlífið, sýnir hvernig hann var ofsóttur fyrir þær og fangelsaður og liina riku þörf amerískra kvenna f.vrir fullnægingu af því tagi sem Reich mælti með. Inn í þetta blandar hann, eins og ávallt, atburðarrás í austan- tjaldslandi þar sem ung pör fá þá útrás í kynlifi sem þjóðfélag- DAGBLAÐIÐ. MÁNIIDAGUR 6. FEBRÚAR 1978 Um Stroszek eftir WernerHerzog, íaðalhlutverkum: BrunoS., EvaMattes, Clemens Scheitz, Wilhelm von Homburg berja Evu og brjóta og bramla. Scheitz gamli kemur í heim- sókn, en hann virðist einnig karakter sem leikur sjálfan sig. Hann hefur meðferðis mynah fugl sem talar (fuglar alls konar, jafnvel hænsni, koma oft fyrir i myndum Herzogs) og hann hefur fengið boð um að koma til Ameríku til ættingja. Þetta tríó tekst á hendur ferð til Wisconsin, þar sem ætting- inp rekur bifreiðaverkstæði úti í einhverri auðn á miðjum slétt- unum að því er virðist. FÓRNARLÖMB Bruno vinnur á verkstæðinu, Scheitz gengur um og mælir segulorku manna og hluta og Eva vinnur á matsölustað. Þau kaupa hjólhýsi og allt virðist leika í lyndi. En ekkert þeirra er venjulegt fólk sem hirðir um að fara eftir villimannslegum siðareglum hins ameríska þjð- félags — þau standa ekki í skilum við bankann og brátt verður tilvera þeirra að mar- tröð. Eva fer til Kanada með vöruflutningabílstjóra og bank- inn selur bæði stöðutákn tríós- ins, litsjónvarpið og hjólhýsið, á uppboði. Þeir Bruno og Scheitz, sakleysingjarnir, eru sem dol- fallnir og skilja ekki hvers vegna samfélagið gerir þeim þetta og taka til örþrifaráða. Þeir ræna hárskera 1 einhverju klaufalegasta ráni sem sést hefur í kvikmyndum, Scheitz er handtekinn og Bruno ekur í ofboði norður, — í átt til Van- cover að finna Evu. I litlu fjallaþorpi á indjánasvæði (indjána amýtólógían er Herzog einnig kær) eyðir Bruno síðustu dollurum sínum i bjórglas, setur logandi trukk sinn I gang og lætur hann renna hring eftir hring á bif- reiðastæðinu meðan hann sjálfur fer inn í eins konar tívolí þar sem fuglar dansa og spila þegar peningum er stung- ið í maskínur. MIKIÐ SKÁLD. Ég vil ekki segja frá endin- um, en hann er einhver sá eftir- minnilegasti sem ég hef upplif- að í kvikmynd, í senn ljóðrænn, fjarstæðukenndur og harm- þrunginn. Herzog sýnir sig í þessari mynd sem húmanista og mikið skáld, með næma tilfinn- ingu fyrir umhverfi. Tjáning hans á hinum „ameríska veru- leika“ er sérstaklega áhrifa- mikil, — í eyðilandi liggja bíl- hræ, en við hliðina plægja bændur á traktorum með riffla sér við hlið. Frændi Scheitz er stórgerður og grófur bifvéla- virki sem segir af áfergju frá því að menn stundi það sem hobbí að leita að bónda sem þeir háldi að hafi verið drep- inn. Risastórir trukkarnir standa eins og ófreskjur á bíla- stæðunum. Herzog hefur verið sakaður um aðhafaekki kímni- gáfu, en í Stroszek er fjöldi atriða sem eru bæði spreng- hlægileg — og blandin alvöru. Eftir mikla ræðu um áfengis- bölið, sleppir fangelsisstjórinn Bruno lausum í upphafi myndar og Bruno lofar öllu góðu. En það fyrsta sem hann gerir er að vippa sér inn á bar. Atriðið þar sem bændurnir plægja með rifflana við hend- ina er einnig kitlandi og sam- skipti bankastarfsmannsins og þeirra Bruno, Evu og Scheitz eru bæði nöpur og hlægileg. Ég álít að Stroszek sé skrefi framar Kaspar Hauser, að því leyti að Herzog setur fram dæmisögúr sínar í samhengi sem er áþreifanlega nútímalegt og hann útlistar þær á víðtæk- ari hátt, þannig að þær snerta fleiri „sitúasjónir'*. En sjón er sögu ríkari, segir gömul tugga. KIIIKMYNDAHÁTÍD H 197D UmmyndDusan Makavejevs Sæt mynd, frönsk-kanadísk mynd. Aðalleikendur: Carole Laure, Pierre Clémenti, Sami Frey, John Vernon ið annars meinar þeim og þar fellur kerfisbundinn íþrótta- maður lpks fýrir ungri og kyn- hungraðri konu, en getur ekki horfst í augu við ástríður sínar og drepur hana í lokin. ÝKJUR OG ANDSTÆÐUR En við þetta „frelsast" hann og við sjáum hann i lokin ráfa um eyðiland nútímans og raula litið lag um hinar eðlilegu þarf- ir karls og konu. Makavejev rekur síðan endahnútinná þann boðskap með fallegri senu í lok myndarinnar þar sem íþrótta- maðurinn mætir fallegum hvít- um fola frjálsum og eðlilegum. Að því gefnu að myndir Maka- vejevs þrífast á andstæðum, ýkjum og hreinni fantasíu, þá er mér enn hulin ráðgáta hvað nýjasta mynd hans, Sæt mynd á að þýða, en hún er gerð i samvinnu við fransk-kanadfska aðila. t henni eru atriði sem eru út af fyrir sig eins áhrifarhikil og sumar senur úr Leyndar- dómum líffæranna. Myndin hefst á eins konar „show biz“ paródíu þar sem ungar konur frá mörgum löndum keppa um það hver þeirra hafi besta meyjarhaftið. Sú sem vinnur hlýtur að launum ríkasta mann veraldar sem býður henni gull og græna skóga. Brúðkaups- nóttin er hins vegar misheppn- uð og stúlkan er fengin svörtu trölli sem Ieikur sér að henni um stund, en pakkar henni svo niður (bókstaflega) og sendir hana í tösku til Parisar, þar sem hún verður ástfangin af mexíkönskum söngvara í Eiffelturninum og þau, ja, gera það þar á staðnum. POTEMPKIN Síðan lendir hún einhvern veginn í kommúnu (sem mér er tjáð að sé einhvers konar geð- íækningastofnun í Vín) þar sem allt getur gerst — og gerist. Fólk dansar nakið, borðar eins viðbjóðslega og það getur, jafnvel saur hvers ann- ars. Jafnhliða þessum atriðum er bátur á siglingu um síki Amsterdamborgar, með gríðar- stórt höfuð af Karli Marx fram- an á (að þvi mér sýnist). Bátur- inn heitir Survival og í stafni stendur ung mær og syngur byltingarsöngva. Ungur maður eltir bátinn á röndum og kemur í ljós að hann er einn sjóliðanna af Potempkin forðum. Þau hafa „próletarískar" samfarir og sjó- liðinn gerist fylgisveinn stúlk- unnar og fara mök þeirra gjarn- an fram í sykurhrúgu — því er myndin „sæt mynd“, auk þess sem báturinn inniheldur mikið úrval af öðrum sætindum sem unglingum er boðið að smakka á og reynir ung kona einnig að tæla þá í leiðinni. Síðan skilst mér að einhverjir séu drepnir á bátnum, likin liggja hulin plasti á síkisbakkanum og unga byltingarkonan er handtekin. SÚKKULAÐIBAÐ í millitíðinni er fyrrverandi brúður ríkasta-mannsins farin að auglýsa súkkulaði með því að velta sér upp úr þvf (annars konar sætindi) og i lokin sjáum við líkin á síkisbakkanum allt í einu breytast í krakka sem vakna. Okkur væri eflaust í lófa lag- ið að vera ekkert að velta fyrir okkur táknum mvndarinnar og njóta aðeins hinnar mein- fyndnu skoðunar Makavejevs á tvenns konar lífsmáta, ef ekki væri ljóst að hann ætlar sér eitthvað meira. Þetta kemur best fram f samklippingu hans á nöktum líkömum Potempkin sjóliðans, kommúnuliðinu og gömlum heimildarmyndum af upp- greftri líka í Katyn skóginum í Póllandi, en þar höfðu hundruð pólskra liðsforingja verið skotnir og dysjaðir — af Rúss- um eða Þjóðverjum. Á þetta að þýða að hinir fyrrnefndu séu lifandi lík við þær aðstæður er þeir búa við? Ef svo, hveís vegna? Og hvaða hlutverki gegna hinar tíðu ívitnanir Makavejev’s í „sætindi”? Eflaust geta þolinmóðir áhuga- menn pælt í þessu og fengið út einhvers konar heild. En ég get ómögulega séð annað en stefnu- lausan anarkisma í þessu sam- krulli öllu, sem er miður því Makavejev hefur hingað til verið einn frískasti kvikmynda- gerðarmaður nútímans. ✓ X

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.