Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. FEBRÚAR 1978
Nýkomnir
DEMPARAR
í miklu úrvali,
þará meöal loftdemparar
í ameríska og japanska bíia.
Extra HeavyDuty demparar
íLandRoverog
RangeRoverogfL fl.
Póstsendum um allt land
HÖGGDEYFAR
Dugguvogi 7—Sími 30154
Reykjavík
Lausar stöður við
1. Staða skrifstofumanns, góð vélrit-
unarkunnátta og æfing í móttöku og
meðferð skjala áskilin.
2. Staða sKrifstofumanns með æfingu
í flokkun skjala og skjalavörslu
æskileg.
Laun samkv. launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknum sé skilað til skrifstofu
Fasteignamats ríkisins fyrir 15. þ.m.
Revkjavík. 3. fehrúar 1978
FASTEIGNAMAT RÍKISINS,
I.indarKÖtu 46. Reykjavík.
fARFUGLAR
Aðalfundir Farfugladeildar Reykja-
víkur og BÍF verða miðvikudaginn 8.
febr. kl. 20.00 að Laufásvegi 41.
Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyt-
ingar.
FARFUGLAR.
Nýir umbodsmenn
HVERAGERÐI
SigríöurKristjánsdóttir;
Dynskógum 18. Sími4491.
ESKIFJÖRÐUR
Hulda Gunnþórsdóttir,
Landeyrarbrautl.
BIAÐIÐ
VaSdníðsla
Krukkspá segir: Af langviðr-
um og lagaleysum mun land
vort eyðast.
Mér komu þessi orð, sem lesa
má f þjóðsögum Jóns Arna-
sonar, í hug þegar ég sá í ís-
lenzkum blöðum, að bæjar-
fógetinn í Keflavík hafði lagt
til í bréfi til dómsmálaráðu-
neytisins, að Hauki Guðmunds-
syni rannsóknarlögreglu-
manni skyldi endanlega sagt
upþ starfi. Hvað sem má segja
um fyrri hluta setningarinnar
úr Krukkspá, sem hér er vitnað
til, er óhrekjandi staðreynd, að
síðari hluti hennar er áþreifan-
lega að koma fram.
Frá þessari frétt er sagt í
dagblöðum þann 16. des. 1977,
en nokkuð á mismunandi hátt.
Alþýðublaðið segir réttilega frá
þessu sem stórfrétt á fyrstu
síðu. Morgunblaðið segir frá
þessu á þriðju síðu. Þjóðviljinn
þegir. Tíminn þegir. Það segir
strax þá staðreynd, að maður-
inn mun hvorki vera kommún-
isti né framsóknarmaður. Þar
er máske skýringin falin.
Þann 28. des. segir Alþýðu-
blaðið; „að þegar útrunninn
var frestur, sem dómsmálaráð-
herra gaf Hauki til að tjá sig
um tillögu bæjarfógeta, hafi
Haukur gengið á fund ráðherra
og gert grein fyrir afstöðu sinni
til málsins. Ráðherra þurfti þá
að taka sér íhugunarfrest yfir
hátíðarnar og mundi þá birta
sína afstöðu.
Að hátíðlegri athugun lok-
inni hjá ráðherra barst Hauki
uppsagnarbréfið 29. des. For-
sögu þessa máls þekkja allir.
Haukur Guðmundsson og Krist-
ján Pétursson höfðu reynst
skeleggir rannsóknarmenn í
margvíslegum afbrotamálum.
En þegar þeir nálguðust heita
kviku hjá ýmsum skjólstæðing-
um Framsóknarflokksins _I
rannsóknum sínum. voru allar
vítisvélar settar í gang. Það
eina hálmstrá sem fannst gegn
þeim félögum var, að þeir
hefðu sennilega staðið ólöglega
að handtöku á varnarliðsmanni.
A þeim forsendum var Hauki
vikið frá starfi á hálfum laun-
um á meðan á rannsókn þessa
máls stæði. Rannsóknin á því
máli hefur staðið á annað ár hjá
sakadómara ríkisins.
Þrátt fyrir það að sakadóm-
ari sé framsóknarmaður, sem
efalítið hefur viljað fara að
vilja feðranna, gat hann ekki
fundið neina frambærilega
ástæðu til að sakfella Hauk. Þá
voru góð ráð dýr, Haukur
skyldi fara. Bæjarfógeti hafði
óskað eftir því að hann væri
sviptur starfi endanlega. Nú
þurfti enga sekt að sanna, bara
ósk. eins manns, að svipta hann
opinberu ævistarfi. Bæjar-
fógeti fékk sína nýársgjöf —
Haukur rekinn.
Sú valdníðsla, sem felst í
þessari framkvæmd, á sér sem
betur fer fáar hliðstæður, enda
þótt ég gæti nefnt dæmi frá
fyrri tið um hliðstæðar óskir,
sem ekki voru teknar til greina.
Það var endanlega á valdi ráð-
herra að taka ósk bæjarfóget-
ans til greina eða hafna henni.
Kjallarinn
ÞórðurHalldórsson
HVAÐ VARÐ UM MALIN?
Ráðherrann hefði staðið
betur að vigi í þessu tiltæki
sínu, ef hann væri skotheldur
sjálfur. Þau fyrn hafa þó gerst
að hann hefur nýlega verið
dæmdur fyrir meiðyrði úr
ræðustóli á hinu háa alþingi.
Alþingi og ríkisstjórn hafa
kvartað undan virðingarleysi
almennings fyrir alþingi. Hvers
eiga sömu menn að vænta,
þegar þeir sjálfir eru dæmdir
fyrir lögbrot og það dómsmála-
ráðhérrann sjálfur, sem á að
vaka yfir velsæmi þegna þjóð-
félagsins?
Þess er trúlega vænst að allt
slíkt verði þögninni og
gleymskunni að bráð. Eg vil
hins vegar spyrja íslenzka kjós-
endur, sem eiga að ganga að
kjörborðinu eftir fáa mánuði,
hvort þá hrylli ekki við að við-
halda sama ástandi í dómsmál-
um næsta kjörtímabil. „Með
lögum skal land byggja“ má
lesa af skildinum í húfi hvers
lögreglumanns á íslandi. Þetta
er ekkert einkunnarorð fyrir
lögregluna, heldur til að minna
þegnana á að þeir lifi í réttar-
ríki. Atburðir síðustu ára i með-
ferð dómsmála benda hins
vegar á að íslendingar séu
hröðum skrefum að kalla yfir
sig lögregluríkið. Öþægilegum
•málum, fyrir ýmsa pólitíkusa
og flokka, er stungið undir stól.
Hvað varð um rannsóknina á
ólöglegum áfengisflutningi úr
einni af útsölum áfengisversl-
unarinnar í Klúbbinn? Hvað
varð um milljóna- eða milljóna-
tuga söluskattssvikamál for-
stjóra Klúbbsins? Hvað varð
um stóra spíramálið? Svona má
lengi telja. Ég kem þá að
spurningunni, sem i mínum
huga hefur gerst mjög áleitin
upp á síðkastið. Hvaða verði
keypti Sjálfstæðisflokkurinn
samstarfið í rikisstjórn? Að
gera aldrei athugasemd við
framkvæmd dómsmálanna?
Það hefur ekki verið hin
sterka hlið Framsóknarflokks-
ins að sitja í ríkisstjórn i heilt
kjörtímabil í samstarfi við
flokk eða flokka. Helminga-
skiptastjórnin frægá 1953-1956
gat ekki haldið honum án brott-
hlaups. Þess vegna hafa samn-
ingarnir um stjórnarmyndun
með honum 1974 við myndun
núverandi stjórnar hlotið að
vera Framsóknarflokknum í
hag, enda dómsmálin, við-
skiptamálin og utanríkismálin í
höndum Framsóknar, svo
heimatökin eru honum hæg í
samstarfinu um helmingaskipt-
in.
Svo var komið fyrir ári síðan
að almenningsálitið var farið að
þjarma að framkvæmdavaldi
dómsmálanna og spyrja óþægi-
legra spurninga í sambandi við
morðmál o.fl. Þá var ekki nema
ein leið tiltæk að stinga svefn-
þorni að almúganum með því
að panta erlendan sakamálasér-
fræðing.
Enda þótt flestir gerðu sig
ánægða, að því er virðist, með
niðurstöður hans, er ennþá
mörgum spurningum ósvarað í
þeim máium, en það nægði til
að þagga niður háværar raddir.
öll önnur mál hurfu í skuggann
og gleymdust. Vonandi rifjast
eitthvað af þeim upp fyrir kjós-
endum við kjörborðið í júní.
A Víðavangi Tímans 30. des.
stendur m.a. þessi klausa: Þjóð-
viljanum skal bent á það, ef
honum er eins farið og Vil-
mundi Gylfasyni og fleirum því
miður, að dómstólar á Islandi
eru óháðir öðrum stjórnvöld-
um. Síðar í sömu klausu:
....hingað til hefur það verið
talið ein af undirstöðum réttar-
ríkis og réttvísi að pólitísk
stjörnvöld, ef svo má kalla þau,
hlutist ekki um störf né
niðurstöður dómenda.
Getur verið að mér hafi
heyrst einhver vera að hlæja?
Þórur Halldórsson
Luxemburg.
29555
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9—21
UM HELGAR FRÁ 13—17
SKIPHOLT, 45 FM
Falleg 2.ja hb. einstaklings-
Sbúð. Verð 6 m. Útb. 4-4.5 m.
ASPARFELL, 88 FM
3,ja hb. íbúð. Útb. 7 m.
AUSTURBERG, 90 FM
3.ja hb.. vönduð ibúð + bíl-
skúr. Verð 11.5-12 m. Útb.
8-8,5 m.
BARÓNSSTÍGUR, 96 FM
3ja hb. vönduð íbúð + 1 hb. í
kjallara. Útb. 7,5-8 m.
KÓPAVOGUR
Góðar,
íbúðir.
nýlegar 3ja hb.
HAMRABORGIR
Tilbúið undir tréverk, 3ja
hb. íbúð, 102 fm og 4-5 hb.
íbúð, 138 fm. hílskýli fylgir
íbúðunum. Tilbúnar til af-
hendingar nú þegar.
FAGRAKINN, 60 FM
Góð 2 ja hb. íbúð. Úth. 5 m.
HÖFUM KAUPANDA
að 3ja hb. íbúð með hílskúr i
vesturborginni.
HÖFUM KAUPANDA
art 4-5 hb. íbúö í Norðurbae
Hafnarfirði.
HÖFUM KAUPANDA
að 4-5 hb. íbúð í Rvik. Útb.
10-13 m.
ÚTBORGUN 14
MILLJÓNIR
Höfum kaupanda að ernbýli
á tveimur hæðum í Kópa-
vogi. Bílskúr þarf að fvlgja.
Vill láta upp i kaupverð
byggingarlóð á Arnarnesi.
SK0ÐUM ÍBÚÐIR
SAMDÆGURS
Ny söluskrá ávallt fyridihwanai.
Mikið úcvaLeigna-
EIGNANAUST
Lauðavegi 96 (vlð Stjörnubíó) Sfml 2 95 55
SÓMTM.; Hjörtur Gunnarsson. L$rtíte Hjplgason. Signín Kröyer.
J^GP*-: Svanur Þór Vilhjálmssnn hdl
&
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ